Viðskipti innlent

Arion banki og Íslandsbanki kanna áhrif gengisdómsins

Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafi sent frá sér tilkynningar um gengisdóm Hæstaréttar í gærdag. Báðir bankarnir eru að kanna áhrif dómsins á starfsemi sína en báðir taka það skýrt fram að fjárhagur þeirra sé mjög traustur.

Dómurinn muni ekki hafa þau áhrif að eiginfjárhlutfall bankanna tveggja fari undir lögboðin 16% mörk.

Þá segja báðir bankarnir að viðskiptavinum þeirra verði haldið vel upplýstum um þróun mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×