Viðskipti innlent

Arion banki: fordæmisgildi dómsins óvíst

Í tilkynningunni kemur fram að staða bankans sé góð og hún muni ekki breytast þó svo að dómur Hæstaréttar hafi fordæmisgildi.
Í tilkynningunni kemur fram að staða bankans sé góð og hún muni ekki breytast þó svo að dómur Hæstaréttar hafi fordæmisgildi.
Stjórnendur Arion banka segja að fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í dag gagnvart endurreiknuðum lánum sé óvíst. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að nánari athugun á þýðingu dómsins sé þörf.

Í tilkynningunni kemur fram að staða bankans sé góð og hún muni ekki breytast þó svo að dómur Hæstaréttar hafi fordæmisgildi.

Hægt er að lesa fréttatilkynnunguna hér fyrir neðan:



Fréttatilkynning 15. febrúar 2012

Vegna nýfallins dóms Hæstaréttar

Arion banki hefur lokið frumathugun á nýföllnum dómi Hæstaréttar í máli 600/2011 sem snýr að endurútreikningi erlendra lána samkvæmt ákvæðum laga nr. 151/2010.

Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvert fordæmisgildi dómsins er gagnvart þeim gengistryggðu lánum sem Arion banki hefur endurreiknað. Mun bankinn upplýsa viðskiptavini sína um leið og athugun á áhrifum og þýðingu dómsins liggur fyrir.

Arion banki vill þó taka fram að hafi dómur Hæstaréttar í þessu máli fordæmisgildi gagnvart bankanum verður fjárhagur bankans eftir sem áður mjög traustur og eiginfjárhlutfall um 20%, en lágmarkskrafa fjármálaeftirlitsins er 16%.




Tengdar fréttir

Útreikningar gengislána í uppnámi

Útreikningar á tugum þúsunda ólöglegra gengislána eru í uppnámi eftir að Hæstiréttur dæmdi nú síðdegis að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti afturvirkt á lán hjóna hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Mikill sigur, segir Formaður hagsmunasamtaka heimilanna sem ásamt talsmanni neytenda furðar sig á klúðri alþingis við lagasetningu um endurútreikninga.

Óheimilt að miða við íslensku vextina

Óheimilt var að endurreikna lán miðað við íslenska verðtryggða seðlabankavexti hjá þeim sem greiddu fullnaðargreiðslur af lánum sínum áður en gengisdómur Hæstaréttar féll sumarið 2010. Hæstiréttur Íslands komst að þessari niðurstöðu í máli gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í dag.

"Nú þarf að reikna allt upp á nýtt“

Guðmundur Andri Skúlason hjá samtökum lánþega segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar sé gríðarlegt fagnaðarefni en fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningsvextir skuli gilda á erlendum lánum, en ekki vextir Seðlabankans eins og áður hafði verið ákveðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×