Viðskipti innlent

Þórður Ágúst til Icelandic Group

Þórður Ágúst Hlynsson.
Þórður Ágúst Hlynsson.
Þórður Ágúst Hlynsson hefur verið ráðinn til Icelandic Group hf. sem sérfræðingur í viðskiptaþróun og heyrir hann undir forstjóra. Í tilkynningu frá Icelandic segir að Þórður hafi starfað hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í London á árunum 2005 til 2008.

„Þar veitti hann ráðgjöf varðandi kaup, samruna og endurskipulagningu fyrirtækja, meðal annars í sjávarútvegi, bæði á Íslandi og erlendis. Þórður var einn af stofnendum ráðgjafafyrirtækisins Pensum Partners Limited í London sem veitti alhliða fyrirtækjaráðgjöf til fyrirtækja og fjárfesta. Pensum Partners var síðar sameinað Merchant Capital Limited sem er skráð á AIM markaðinn í London og veitir alhliða fjármálaþjónustu á sviði eignastýringar, verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar."

„Þórður er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með M.S. gráðu í fjármálum frá Cass Business School í London. Að auki er Þórður með réttindi frá FSA í Bretlandi til að veita þar fyrirtækjaráðgjöf."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×