Fleiri fréttir

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa stundina. Bandaríska léttolían er komin í tæpa 102 dollara á tunnuna og hefur hækkað um eitt prósent síðan í gærdag.

5.200 tonn flutt frá Vopnafirði

Góðir markaðir eru fyrir loðnuafurðir um þessar mundir. Á heimasíðu HB Granda kemur fram að 5.200 tonn af loðnuafurðum hafa verið flutt út frá áramótum á Vopnafirði. Áætlað er að skipa út 13 þúsund tonnum af mjöli og lýsi á fyrsta ársfjórðungi.

Krefst upplýsinga um stöðu Landsbankans

Fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason hefur höfðað mál gegn gamla Landsbankanum til að fá afhent gögn um eign bankans í sjálfum sér og lán til tengdra aðila. Hyggur á skaðabótamál gegn stjórnendum bankans og Björgólfsfeðgum.

Rauðar og grænar tölur á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir sýndu ýmist rauðar eða grænar tölur í dag. Í FTSE 100 vísitalan í Evrópu lækkaði um 0,10 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði lítillega, eða um 0,02 prósent. Hér á Íslandi lækkaði vísitalan í Nasdaq kauphöllinni um 0,48 prósent og munaði þar mestu um lækkun á gengi bréfa í Icelandair um 1,29 prósent og lækkun á gengi bréfa í Össuri um 1,32 prósent.

Enginn tími til að reikna hásetahlutinn

Loðnuævintýrið hellist nú yfir Suðurnesjamenn en þrír drekkhlaðnir loðnubátar hafa síðasta sólarhringinn landað nærri fjögur þúsund tonnum í Helguvík. Hasarinn byrjaði í gærkvöldi þegar Hákon ÞH landaði 600 tonnum og nú síðdegis var Bjarni Ólafsson AK að halda á miðin á ný eftir að hafa landað 1300 tonnum.

Landsbankinn efnir til opinna funda

Landsbankinn efnir til átta opinna funda víða um land á næstu vikum. Stjórnendur bankans vilja ræða við viðskiptavini um stöðu bankans, stefnu hans og framtíð.

Fundað um makrílveiðar á Hótel Sögu

Rúmlega fjörutíu fulltrúar Evrópusambandsins, Noregs, Færeyja, Íslands og Rússlands funda næstu þrjá daga um Makrílveiðar á Hótel Sögu. Mikil harka hefur einkennt viðræður um þetta eldfima mál en löndin freista þess að ná samkomulagi um fyrirkomulag veiðanna sem allir geti sætt sig við.

Gunnur til Vistor

Gunnur Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vistor hf. en þann 1. janúar síðastliðinn tók hún við starfinu af Guðbjörgu Alfreðsdóttur, sem lét af störfum eftir hartnæt 35 ár hjá fyrirtækinu.

Nokkrar vikur í iPad 3

Gert er ráð fyrir að tölvurisinn Apple kynni nýja kynslóð af iPad-spjaldtölvunni í byrjun næsta mánaðar. Talið er að upplausnin á skjánum á iPad 3 verði 2048 x 1536 og að örgjörvinn verði töluvert harðvirkari en fyrri útgáfum.

Kínverjar lofa að koma Evrópu til hjálpar

Kínverjar hafa lofað að aðstoða Evrópusambandið við að komast út úr þeirri skuldakreppu sem þar ríkir. Þetta kom fram á fundi leiðtoga Evrópusambandsins og Kína sem fram fór í Peking í dag. Forsætisráðherrann Wen Jiabao bauð fram aðstoð við að koma lagi á málin í Evrópu en hann minntist þó ekki á beina fjárfestingu í björgunarsjóði sambandsins eins og talið var að kæmi til greina fyrir fundinn.

UMAMI hagnaðist um tvo milljarða króna

Hagnaður Umami Sustainable Seafood Inc nam 16,9 milljónum bandarískra dala á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður nam um tveimur milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækiið er fiskeldisfyrirtæki að meirihluta í eigu Íslendinga. Fyrirtækið vinnur einkum túnfisk. Tekjur fyrirtækisins námu 55.6 milljónum dala á fjórðungnum eða 6,8 milljörðum króna.

Ekki forsendur til að greiða Róberti árangursþóknun

Tvö dótturfélög Novators telja að ekki séu forsendur til að efna fjárfestingarsamning við Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóra Actavis, þar sem áætlanir um rekstur Actavis hafi ekki staðist. Ekki er byggt á umboðsleysi Björgólfs Thors Björgólfssonar til að skuldbinda félögin, eins og áður hefur komið fram.

Makrílfundur hafinn á Hótel Sögu

Fundur strandríkja í Evrópu um makrílveiðar hófst á Hótel sögu núna klukkan ellefu. Sendinefndir frá Evrópusambandinu, Noregi, Færeyjum, Íslandi og Rússlandi eru mættar til leiks en á fundinum freista menn þess að ná samkomulagi um hvernig veiðum á makríl verði háttað í framtíðinni.

Ákveðið í ár hvar verður byrjað

Samkeppniseftirlitið (SE) mun taka ákvörðun um það á þessu ári hvaða markaður verður fyrst tekinn fyrir í svokallaðri markaðsrannsókn. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Markaðsrannsókn er nýtt form rannsókna hjá SE sem kafar mun dýpra ofan í hagræna þætti markaða. Hún á að vera undanfari beitingar ákvæðis sem gerir eftirlitinu meðal annars kleift að skipta upp fyrirtækjum án þess að samkeppnislagabrot hafi verið framin.

500 milljóna samningur

Vörður tryggingar hf. hefur gert þriggja ára samning við Ríkiskaup um að félagið brunatryggi allar fasteignir ríkisins. Þær eru tæplega 1.200 talsins og samanlagt brunabótamat fasteignanna er um 230 milljarðar króna. Þeirra á meðal eru Alþingishúsið, húsnæði allra sjúkrastofnana, ráðuneyta og Háskóla Íslands. Vörður tryggir nú þegar öll ökutæki ríkisins, Ríkisútvarpið og flugvelli Isavia. Heildarvirði samningsins, sem var gerður að undangengnu útboði, er rúmur hálfur milljarður króna.

Litháar reyna að laða fé til landsins

Litháar reyna nú hvað þeir geta til þess að fjölga ferðamönnum og efla erlenda fjárfestingu. Efnahagur landsins hefur staðið heimskreppuna betur af sér en margir spáðu til um, skömmu eftir hamfarirnar á fjármálamörkuðum árin 2007 og 2008.

Heldur dró úr útlánum ÍLS milli ára í janúar

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 1,3 milljörðum króna í janúar en þar af var rúmur 1,1 milljarður króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í janúar í fyrra tæpum 1,4 milljörðum króna. Meðalútlán almennra lána voru um 9,2 milljónir króna í janúar.

Enn ein bensínhækkunin

Enn ein bensínhækkun varð í gær þegar Olís hækkaði bensínlítrann um þrjár krónur og dísillítrann um tvær. Þar er bensínverðið að nálgast 252 krónur og dísilolían er komin upp í rúmar 258 krónur. Hin félögin höfðu ekki hækkað verðið snemma í morgun.

HS Orka á markað sem fyrst

Jarðvarmi, félag 14 lífeyrissjóða, jók hlut sinn í HS Orku í 33,4% í gær. Það borgaði tæpa fimm milljarða króna fyrir. Féð á að nýtast í stækkun Reykjanesvirkjunar. Vilji er til að skrá HS Orku á markað sem fyrst.

Fasteignamarkaðurinn réttir aðeins úr kútnum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 90. Þetta eru ívið fleiri samningar en nemur meðaltalinu síðustu 12 vikurnar en það eru 87 samningar á viku.

Fréttaskýring: Að duga eða drepast fyrir Grikki

"Við höfum ekkert val, kæru landsmenn. Ef áætlunin verður ekki samþykkt þá þýðir það mikla afturför fyrir Grikkland, verri lífskjör fyrir almenning og efnahagslegar hamfarir fyrir nágranna okkar í Evrópu,“ sagði Lucas Papademos, þegar hann flutti þjóð sinni ávarp áður en gríska þingið tók frumvarp um aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum til umfjöllunar.

Bjarni segir fráleitt að hann hafi falsað skjöl

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ásakanir þess efnis að hann hafi falsað skjöl vera fráleitar. Bjarni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í DV í dag þar sem segir að sannað sé að beitt hafi verið fölsunum í Vafningsmálinu svokallaða þar sem Bjarni fékk umboð til að veðsetja bréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi, sem var í eigu föður hans og fleiri viðskiptafélaga.

Verne Global samdi við Opin kerfi

Alþjóðlega fyrirtækið Verne Global opnaði í síðustu viku eitt fullkomnasta gagnaver heims að Ásbrú í Reykjanesbæ, sem kunnugt er. Fyrirtækið tilkynnti svo á fimmtudaginn að það hefur valið Opin kerfi sem samstarfs- og þjónustuaðila til stuðnings við starfsemi sína hér á landi. "Samstarf með fremsta þjónustuaðila landsins mun gera okkur kleift að hámarka ávinning viðskiptavina okkar,“ segir Tate Cantrell, framkvæmdastjóri tæknisviðs Verne Global í tilkynningu.

Lífeyrissjóðirnir kaupa í HS Orku fyrir tæpa 5 milljarða

Jarðvarmi, félag í eigu 14 lífeyrissjóða sem nú á 25% hlut í HS Orku hf, hefur ákveðið að kaupa hlut í HS Orku fyrir 4,7 milljarða króna. Eftir kaupin verður hlutur Jarðvarma 33.4%. Kaupin eru gerð í samræmi við ákvæði samnings félagsins frá 1. júní síðastliðinn um kaup á hlut í HS Orku.

Leiðin að nýju og betra lífi

Fjölmiðlakonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir fer með hóp á tveggja vikna detox-námskeið í Póllandi um páskana. Heilbrigður lífsstíll og hollt mataræði verður í fyrirrúmi og persónulegar þarfir og ráðgjöf höfð að leiðarljósi.

Romney safnaði 1,5 milljónum dala á einu kvöldi

Mitt Romney, sem nú reynir að hvað hann getur til þess að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, safnaði um 1,5 milljón dollara, um 183 milljónum króna, á söfnunarkvöldverði í Washington DC. Þar voru samankomnir 650 auðugir Repúblikanar sem voru ánægðir með það sem Romney hafði að segja.

Ríkiskaup gera 500 milljóna króna samning við Vörð

Ríkiskaup og Vörður tryggingar hf. hafa að undangengnu útboði gert samning um að Vörður brunatryggi allar fasteignir ríkisins, sem eru tæplega 1200 talsins víða um land. Samningurinn er til þriggja ára og er heildarvirði hans rúmar 500 milljónir kr., en samanlagt brunabótamat fasteigna ríkisins er um 230 milljarðar króna.

Portúgal í vondum málum

Portúgal er eitt þeirra landa í Evrópu sem hefur farið hvað verst út úr efnahagsþreningum síðustu ára. Atvinnuleysi er mikið í landinu og skuldirnar verulega íþyngjandi. Almenningur finnur fyrir þessari stöðu með margvíslegum hætti.

Metfjöldi fór í þrot árið 2011

Alls urðu 1.578 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2011 og hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Til samanburðar urðu 982 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2010. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um nýskráningar og gjaldþrot sem birtar voru nýlega.

Grikkir samþykkja niðurskurð í skugga óeirða

Gríska þingið samþykkti í kvöld umdeildar niðurskurðaraðgerðir sem áformaðar hafa verið um skeið. Niðurskurðurinn er sagður vera skilyrði fyrir því að Grikkland fái 130 milljarða evra lán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Grikkland þarf nauðsynlega að fá lánið til að forðast greiðsluþrot.

Sjá næstu 50 fréttir