Viðskipti innlent

Landsbankinn mun standa dóminn af sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbanka Íslands.
Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbanka Íslands.
Þrátt fyrir að endurreikna þurfi lán Landsbankans vegna Hæstaréttardómsins í gær mun eiginfjárhlutfall bankans samt verða umtalsvert yfir tilskyldum mörkum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér í dag. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6% í september síðastliðnum. Ekki sé þó hægt að fullyrða að niðurstaðan hafi áhrif á öll lán sem hafa verið endurreiknuð eða á eftir að endurreikna.

Landsbankinn segir að nú fari í hönd vinna við að meta fordæmisgildi dómsins. Dómurinn hafi væntanlega í för með sér að endurreikna þurfi á ný fjölda lána. Um sé að ræða íbúðalán einstaklinga, lán til fyrirtækja og lán sem Landsbankinn hafi tekið yfir við samruna bankans við Spkef, SP-Fjármögnun og Avant.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×