Fleiri fréttir Styrkir ESB á við tekjur ríkissjóðs Evrópusambandið styrkti sjávarútveg aðildarríkja sambandsins um 530 milljarða íslenskra króna árið 2009. Slíkar niðurgreiðslur eru hvergi hærri en í ESB, Japan og Kína og eru áþekk og tekjur íslenska ríkisins árið 2011. 31.12.2011 11:01 Munnsöfnuður Siri hneykslar mæðgin Ungur piltur í Bretlandi fékk óblíðar viðtökur frá skipulagsforritinu Siri þegar hann forvitnaðist um íbúafjölda jarðarinnar. 30.12.2011 22:00 Jón Gunnar nýr forstjóri Bankasýslunnar Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ráðið Jón Gunnar Jónsson sem nýjan forstjóra Bankasýslunnar. Ný stjórn var skipuð af fjármálaráðherra 3. nóvember síðastliðinn og var starfið síðan auglýst laust til umsóknar 9 dögum síðar. Sautján umsóknir bárust en fjórir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 30.12.2011 19:41 Vinsælast á Vísi árið 2011 - Viðskipti 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Viðskiptunum á Vísi. 30.12.2011 06:00 Landsvirkjun skrifaði undir 10,5 milljarða lán Landsvirkjun skrifaði í dag undir 10,5 milljarða sambankalán í íslenskum krónum til þriggja ára. Lánið er veltilán og getur fyrirtækið dregið á lánið og endurgreitt eftir þörfum. Lánið er með framlengingarheimild til tveggja ára og getur lánstími því að hámarki orðið fimm ár. Það voru Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn sem sáu um lántökuna. 30.12.2011 14:50 Útgjöld til almannatrygginga jukust um tæpa 13 milljarða Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 12,6 milljarða króna í ár miðað við árið á undan, eða um 23% og námu heildaútgjöldin um 67,2 milljörðum. Þetta er niðurstaða bráðabirgðauppgjörs velferðarráðuneytisins um útgjöld almannatrygginga. 30.12.2011 14:09 Verulegur samdráttur í veltu Um 17,4% samdráttur varð í matvöruverslun og verslun í stórmörkuðum í desember miðað við sama mánuð í fyrra, sé horft til kreditkortaveltu. Þetta kemur fram í tölum Valitors Hins vegar varð um tólf prósent aukning í nóvembermánuði miðað við sama mánuð í fyrra. 30.12.2011 13:22 Toyota flytur í Garðabæ Ákveðið hefur verið að Toyota flytji starfsemi sína af Nýbýlavegi í Kópavogi og öðrum starfsstöðvum sínum í Kauptún í Garðabæ þar sem BYKO var áður til húsa. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í morgun. Þar með verður öll starfsemi fyrirtækisins komin undir eitt þak. Toyota verður með notaða bíla til sýnis og sölu á tveimur stöðum, bæði í Kauptúni og á Kletthálsi eins og verið hefur til þessa. 30.12.2011 10:35 Erfitt ár að renna sitt skeið á enda Hlutabréfamarkaðurinn í London lokar síðar í dag og opnar ekki aftur fyrr en á nýju ári. Árið sem er að líða hefur verið erfitt fyrir fjárfesta eins og raunar almenning allan. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um sex prósent á þessu ári. Það er reyndar mun minni lækkun er sést á öðrum helstu vísitölum í Evrópu. 30.12.2011 08:58 Þénar minna en undirmenn og telur launin ekki samkeppnishæf Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. 29.12.2011 21:00 Samherji í viðræðum um kaup á Olís Samherji er í miðjum samningaviðræðum um að kaupa stóran hlut í Olís í samstarfi við aðra fjárfesta. Þetta staðfestir forstjóri Samherja. 29.12.2011 19:39 Seldu jafn mikið af símum og árið 2007 Snjallsímar voru mestseldu símarnir hjá Símanum fyrir þessi jól eða 67% allra seldra tækja. Þegar fjöldi seldra síma er skoðaður samanborið við síðust ár kemur í ljós að jafnmargir símar seldust nú og árið 2007 og ennfremur var meðalverð þeirra síma sem seldust mest fyrir þessi jól u.þ.b. tvöfalt hærra miðað við árið 2007, að því er greint er frá í tilkynningu frá Símanum. 29.12.2011 14:32 Frjáls verslun velur Eyjólf Árna mann ársins Eyjólfur Árni Rafnsson, 54 ára framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Mannvits er maður ársins 2011 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. 29.12.2011 13:31 Samherji fær verðlaun Samherji hf. hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2011. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri, veittu verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í hádeginu að því er fram kemur í tilkynningu en það var Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem afhenti verðlaunin. 29.12.2011 13:27 Skúli er viðskiptamaður ársins Skúli Mogensen, eigandi Títan fjárfestingafélags, hefur verið valinn viðskiptamaður ársins 2011 af dómnefnd Markaðarins. 29.12.2011 11:12 Veltan svipuð og árið 2008 Um 6.600 kaupsamningum var þinglýst í ár á landinu öllu og námu heildarviðskipti með fasteignir rúmlega 170 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern samning var um 26 milljónir króna. Til samanburðar má sjá að í fyrra var veltan tæplega 119 milljarðar, kaupsamningar rúmlega 4.700 og meðalupphæð hvers samnings um 25,2 milljónir króna. Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því aukist um tæplega 45% frá því í fyrra og kaupsamningum fjölgað um rúmlega 40%. Velta í ár er á landsvísu svipuð og árið 2008. 29.12.2011 14:03 Express flýgur til tveggja flugvalla í Lundúnum Iceland Express mun fljúga til tveggja flugvalla í London næsta sumar. Auk daglegs flugs til Gatwick flugvallar verður nú á nýjan leik flogið til Stansted flugvallar, sem var aðalflugvöllur félagsins í London fram í maí 2009. 29.12.2011 13:03 Samherji veitti tugmilljóna styrki Útgerðarfyrirtækið Samherji tilkynnti í gær að það myndi styrkja barna- og unglingastarf Knattspyrnufélags Akureyrar um 12 milljónir króna og barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Þórs um samsvarandi upphæð. 29.12.2011 10:52 Kaup Búvalla í Högum eru viðskipti ársins Viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins eru kaup Búvalla á 44% hlut í Högum. Niðurstaðan var mjög afgerandi og viðskiptin fengu langflest atkvæði. Í febrúar 2011 var tilkynnt að Arion banki hefði selt 34% hlut í smásölurisanum Högum til hóps sem kallaðist Búvellir slhf. Það var Stefnir, sjóðstýringarfyrirtæki í eigu Arion banka, sem kom hópnum saman til að kaupa hlutinn af bankanum. Sigþór Jónsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, var lykilmaður í því ferli. 29.12.2011 10:30 Stefnt að nauðasamningum Kaupþings á vormánuðum Slitastjórn Kaupþings stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningaferli bankans á öðrum ársfjórðungi ársins 2012. Nauðasamningarnir miða að því að gera bankann að eignarhaldsfélagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 14. desember. 29.12.2011 08:00 Bernhöftsbakarí verður opið enn um sinn "Ég held bara áfram að vera hérna í rólegheitunum,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, sem ætlar ekki að flytja starfsemina úr Bergstaðastræti 13 þótt leigusamningurinn renni út um áramótin. 29.12.2011 06:00 Sérstaða NBA-deildarinnar Ólíkt mörgum af stærstu deildarkeppnum heimsins í knattspyrnunni eru peningarnir í NBA-deildinni ekki mestir í viðskiptum með leikmenn. Reglur deildarinnar gera ráð fyrir að leikmenn gangi ekki kaupum og sölum fyrir hærri fjárhæðir en 1 milljón dollara, eða sem nemur 115 milljónum króna. Algengast er því að leikmenn fari á milli liða í skiptum fyrir aðra leikmenn. Deildarkeppnin er löng og ströng. Hvert lið spilar yfir 80 leiki á tímabili, og um 100 leiki fari það alla leið í úrslit. 29.12.2011 06:00 Viðskipti FSÍ með Vestia og Icelandair Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra lífeyrissjóða landsins og Vátryggingafélags Íslands, hefur verið stórtækasti fjárfestir landsins eftir bankahrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og viðskipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. 29.12.2011 05:00 Veiðar skila um 25 milljörðum Makrílveiðar skiluðu þjóðarbúinu ríflega 25 milljörðum króna á síðasta ári, sem er um fimm prósent af útflutningstekjum Íslands. Meira en 1.000 ársverk urðu til vegna veiðanna, samkvæmt samantekt sjávarútvegsráðuneytisins. 29.12.2011 04:00 Vaxtaálag ítalskra skuldabréfa lækkar Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. 29.12.2011 01:30 Af hverju vill eigandi Tottenham hlut í litlum banka á Íslandi? Meðal hluthafa í MP banka er Joe Lewis, sem er eigandi breska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs og Rowland-fjölskyldan sem rekur Banque Havilland bankann í Lúxemborg. Forstjóri MP banka segist hvorki hafa hitt Joe Lewis né fulltrúa Rowland-fjölskyldunnar en segir að þau eigi fulltrúa í stjórn og varastjórn. Þá segist hann finna fyrir aðhaldi frá hluthöfunum. 28.12.2011 20:00 Segir Landsbankann tilbúinn í Kauphöllina 2012 Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. 28.12.2011 19:30 Nafnabreyting rædd hjá MP banka en engin ákvörðun tekin Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir nafn og merki bankans aukaatriði. Hann segir að nýtt nafn hafi verið rætt en enga ákvörðun hafa verið tekna í þeim efnum. "Það getur vel verið að nafn og ásýnd breytist, en það verður þá bara fylgifiskur þess hvert við erum að fara með bankann. “ 28.12.2011 21:00 Actavis þarf að greiða tíu milljarða í staðinn fyrir 20 Actavis hefur náð samkomulagi við Texas-ríki um að greiða 84 milljónir dollara í sekt, fyrir að hafa hækkað verð á samheitalyfjum til þess að fá meira úr opinberum tryggingum, sem heita Medicaid þar í landi. 28.12.2011 18:53 Japan stendur frammi fyrir áskorunum Japan er skuldum vafið og með efnahag sem varð fyrir gífurlegu áfalli, þegar jarðskjálfti skók landið fyrr á árinu. Framleiðsla margra stórra fyrirtækja hrundi við skjálftann, m.a. hjá Toyota. Það er þó ekki öll nótt úti enn. 28.12.2011 09:00 Sérstakur ákærir fimm fyrir skattalagabrot Sérstakur saksóknari hefur ákært fimm einstaklinga fyrir að hafa vantalið vörsluskatta í atvinnustarfsemi. Ákærur voru gefnar út í vikunni fyrir jól. 28.12.2011 18:35 Hermann Guðmundsson: Það er kominn pínulítill taktur í samfélagið "2012 verður aðeins skárra ár en ég hélt sjálfur fyrir aðeins þremur til fjórum mánuðum síðan,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 28.12.2011 17:50 Miður sín eftir jól án iPad Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Á hinum helga tíma er það jólaandinn, skreytingar, gjafirnar, fríið og samveran sem við þá nánustu sem skiptir mestu máli. En þó ekki fyrir alla. Vefurinn Gizmodo hefur tekið saman twitterummæli frá hinum vanþakklátu, sem bölva sínum nánustu í sand og ösku fyrir að hafa ekki valið réttu gjöfina handa sér. Og rétta gjöfin var auðvitað iPhone. 28.12.2011 16:07 Makrílveiðar skiluðu 25 milljörðum Makrílveiðar Íslendinga skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna í ár og sköpuðu yfir 1000 ársverk á sjó og landi, eftir því sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fullyrðir. Meirihluti makrílafla íslenskra skipa kom að landi á Austfjörðum eða um 55% af heildinni. 28.12.2011 16:22 Dalurinn hefur rokið upp um 10 krónur Bandaríkjadalur hefur hækkað um tíu krónur á tæplega tveggja mánaða tímabili, eða frá því í byrjun nóvember. Þetta þykir nokkuð skörp hækkun. Jón Bjarki Bentsson, hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að skýringin liggi fyrst og fremst í tveimur þáttum. Annars vegar til þess að dalurinn hafi verið að styrkja sig töluvert alþjóðlega, einkum vegna óvissu í tengslum við skuldakreppuna í Evrópu. "Þá hefur krónan jafnframt verið að veikjast og er talið að þar sé um árstíðabundna lækkun að ræða,“ segir Jón Bjarki. 28.12.2011 14:13 Bók Yrsu seldist mest Brakið, bók Yrsu Sigurðardóttur, er mest selda bók ársins samkvæmt nýjum lista bókaverslananna sem nær til 24. desember síðastliðins. Á eftir henni kemur Einvígið, eftir Arnald Indriðason og þar á eftir Gamlinginn sem Jónas Jónasson skrifaði og Páll Valsson þýddi. Þetta er i fyrsta sinn í ár sem bók Yrsu fer upp fyrir bók Arnaldar á lista yfir mest seldu bækur ársins. 28.12.2011 13:15 Vaxtakostnaður Ítalíu hríðféll í morgun Ítalska ríkið endurfjármagnaði skammtíma skuldir í morgun upp á 9 milljarða evra, jafnvirði tæplega 1.500 milljarða króna, með vaxtaálagi upp á ríflega 3,2 prósent. Það eru um helmingi lægra álag en ríkinu bauðst í nóvember, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá neyddist ríkið til þess að endurfjármagna hluta skulda sinna á ríflega 6,5 prósent vaxtaálagi. 28.12.2011 11:46 Spjaldtölvan stóð undir væntingum "Ég get alveg fullyrt að spjaldtölvur voru mikið keyptar í jólagjafir, rétt eins og spáð hafði verið,“ segir Gunnar Jónsson, sölustjóri Tölvulistans. 28.12.2011 09:00 Fleiri Bretar atvinnulausir á næsta ári Atvinnuleysi í Bretlandi mun aukast á næsta ári og verða þá tæplega tvær milljónir og níuhundruð þúsund manna atvinnulausar, samkvæmt nýrri skýrslu sem óháð atvinnumálasamtök þar í landi birtu í gær. Þau búast svo við því að atvinnuleysi muni ná hámarki árið 2013. Samtökin gera ráð fyrir að opinberum störfum í landinu muni fækka um 120 þúsund á næsta ári. Fjöldi starfa í einkageiranum muni hins vegar standa í stað. Samtökin segja að aðgerðir stjórnvalda í landinu ættu að miða að því að koma í veg fyrir langtímaatvinnuleysi og atvinnuleysi á meðal ungs fólks. 28.12.2011 07:13 Tómas Már verður forstjóri Alcoa í Evrópu Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við sem forstjóri Alcoa í Evrópu með aðsetur í Genf þann 1. janúar næstkomandi. Tómas mun jafnframt hafa með höndum yfirstjórn álframleiðslusviðs Alcoa í álfunni. Starfsfólki Fjarðaáls var tilkynnt um breytinguna í dag. 27.12.2011 15:31 Yfir 1500 þúsund lítrar seldust Alls seldust 1509 þúsund lítar af áfengi í Vínbúðunum í ár fyrstu 24 dagana i desember, en um 1525 þúsund lítrar seldust sömu daga í fyrra. Sala áfengis dróst því saman um 1% í lítrum talið á milli ára á þessu tímabili. Alls komu 327 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en sömu daga í fyrir ári voru þeir 332 þúsund. 27.12.2011 14:48 Ekki tilkynnt um löggjafabreytingar Ísland hefur komið verr út í alþjóðlegum samanburði en ástæða var til vegna þess að OECD var ekki upplýst um raunverulega stöðu löggjafar hér á landi. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir sérkennilegt að ekki hafi verið hirt um að tilkynna um löggjafabreytingar. Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti Árni Páll að uppfærðar upplýsingar um stöðu löggjafar um erlenda fjárfestingu hér á landi hefði verið send til OECD. 27.12.2011 13:39 2500 kall meira í skatt Meðallaunamaður greiðir 2500 kalli meira í skatta á mánuði á næsta ári, en lægra hlutfall tekna sinna. Skatthlutföll breytast nánast ekkert, en viðmiðunarmörk þrepaskattsins hækka og persónuafslátturinn líka. 27.12.2011 13:21 Einungis tvö félög hafa hækkað á árinu Aðeins tvö af þeim sex félögum sem skipuðu Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands á árinu sem er að líða hafa hækkað í verði. Hin fjögur félögin hafa lækkað, en mesta lækkunin hefur verið hjá Atlantic Petroleum og BankNordik. Mest hefur veltan verið með bréf Marel, samkvæmt úttekt greiningardeildar Arion banka á stöðunni. 27.12.2011 13:05 Landsvirkjun semur um 24 milljarða króna lán Landsvirkjun hefur skrifað undir sambankalán á alþjóðlegum bankamarkaði. Þetta er fyrsti samningur af þessu tagi sem íslenskt opinbert fyrirtæki gerir síðan í október 2008. 27.12.2011 10:15 Sjá næstu 50 fréttir
Styrkir ESB á við tekjur ríkissjóðs Evrópusambandið styrkti sjávarútveg aðildarríkja sambandsins um 530 milljarða íslenskra króna árið 2009. Slíkar niðurgreiðslur eru hvergi hærri en í ESB, Japan og Kína og eru áþekk og tekjur íslenska ríkisins árið 2011. 31.12.2011 11:01
Munnsöfnuður Siri hneykslar mæðgin Ungur piltur í Bretlandi fékk óblíðar viðtökur frá skipulagsforritinu Siri þegar hann forvitnaðist um íbúafjölda jarðarinnar. 30.12.2011 22:00
Jón Gunnar nýr forstjóri Bankasýslunnar Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ráðið Jón Gunnar Jónsson sem nýjan forstjóra Bankasýslunnar. Ný stjórn var skipuð af fjármálaráðherra 3. nóvember síðastliðinn og var starfið síðan auglýst laust til umsóknar 9 dögum síðar. Sautján umsóknir bárust en fjórir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 30.12.2011 19:41
Vinsælast á Vísi árið 2011 - Viðskipti 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Viðskiptunum á Vísi. 30.12.2011 06:00
Landsvirkjun skrifaði undir 10,5 milljarða lán Landsvirkjun skrifaði í dag undir 10,5 milljarða sambankalán í íslenskum krónum til þriggja ára. Lánið er veltilán og getur fyrirtækið dregið á lánið og endurgreitt eftir þörfum. Lánið er með framlengingarheimild til tveggja ára og getur lánstími því að hámarki orðið fimm ár. Það voru Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn sem sáu um lántökuna. 30.12.2011 14:50
Útgjöld til almannatrygginga jukust um tæpa 13 milljarða Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 12,6 milljarða króna í ár miðað við árið á undan, eða um 23% og námu heildaútgjöldin um 67,2 milljörðum. Þetta er niðurstaða bráðabirgðauppgjörs velferðarráðuneytisins um útgjöld almannatrygginga. 30.12.2011 14:09
Verulegur samdráttur í veltu Um 17,4% samdráttur varð í matvöruverslun og verslun í stórmörkuðum í desember miðað við sama mánuð í fyrra, sé horft til kreditkortaveltu. Þetta kemur fram í tölum Valitors Hins vegar varð um tólf prósent aukning í nóvembermánuði miðað við sama mánuð í fyrra. 30.12.2011 13:22
Toyota flytur í Garðabæ Ákveðið hefur verið að Toyota flytji starfsemi sína af Nýbýlavegi í Kópavogi og öðrum starfsstöðvum sínum í Kauptún í Garðabæ þar sem BYKO var áður til húsa. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í morgun. Þar með verður öll starfsemi fyrirtækisins komin undir eitt þak. Toyota verður með notaða bíla til sýnis og sölu á tveimur stöðum, bæði í Kauptúni og á Kletthálsi eins og verið hefur til þessa. 30.12.2011 10:35
Erfitt ár að renna sitt skeið á enda Hlutabréfamarkaðurinn í London lokar síðar í dag og opnar ekki aftur fyrr en á nýju ári. Árið sem er að líða hefur verið erfitt fyrir fjárfesta eins og raunar almenning allan. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um sex prósent á þessu ári. Það er reyndar mun minni lækkun er sést á öðrum helstu vísitölum í Evrópu. 30.12.2011 08:58
Þénar minna en undirmenn og telur launin ekki samkeppnishæf Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. 29.12.2011 21:00
Samherji í viðræðum um kaup á Olís Samherji er í miðjum samningaviðræðum um að kaupa stóran hlut í Olís í samstarfi við aðra fjárfesta. Þetta staðfestir forstjóri Samherja. 29.12.2011 19:39
Seldu jafn mikið af símum og árið 2007 Snjallsímar voru mestseldu símarnir hjá Símanum fyrir þessi jól eða 67% allra seldra tækja. Þegar fjöldi seldra síma er skoðaður samanborið við síðust ár kemur í ljós að jafnmargir símar seldust nú og árið 2007 og ennfremur var meðalverð þeirra síma sem seldust mest fyrir þessi jól u.þ.b. tvöfalt hærra miðað við árið 2007, að því er greint er frá í tilkynningu frá Símanum. 29.12.2011 14:32
Frjáls verslun velur Eyjólf Árna mann ársins Eyjólfur Árni Rafnsson, 54 ára framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Mannvits er maður ársins 2011 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. 29.12.2011 13:31
Samherji fær verðlaun Samherji hf. hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2011. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri, veittu verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í hádeginu að því er fram kemur í tilkynningu en það var Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem afhenti verðlaunin. 29.12.2011 13:27
Skúli er viðskiptamaður ársins Skúli Mogensen, eigandi Títan fjárfestingafélags, hefur verið valinn viðskiptamaður ársins 2011 af dómnefnd Markaðarins. 29.12.2011 11:12
Veltan svipuð og árið 2008 Um 6.600 kaupsamningum var þinglýst í ár á landinu öllu og námu heildarviðskipti með fasteignir rúmlega 170 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern samning var um 26 milljónir króna. Til samanburðar má sjá að í fyrra var veltan tæplega 119 milljarðar, kaupsamningar rúmlega 4.700 og meðalupphæð hvers samnings um 25,2 milljónir króna. Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því aukist um tæplega 45% frá því í fyrra og kaupsamningum fjölgað um rúmlega 40%. Velta í ár er á landsvísu svipuð og árið 2008. 29.12.2011 14:03
Express flýgur til tveggja flugvalla í Lundúnum Iceland Express mun fljúga til tveggja flugvalla í London næsta sumar. Auk daglegs flugs til Gatwick flugvallar verður nú á nýjan leik flogið til Stansted flugvallar, sem var aðalflugvöllur félagsins í London fram í maí 2009. 29.12.2011 13:03
Samherji veitti tugmilljóna styrki Útgerðarfyrirtækið Samherji tilkynnti í gær að það myndi styrkja barna- og unglingastarf Knattspyrnufélags Akureyrar um 12 milljónir króna og barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Þórs um samsvarandi upphæð. 29.12.2011 10:52
Kaup Búvalla í Högum eru viðskipti ársins Viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins eru kaup Búvalla á 44% hlut í Högum. Niðurstaðan var mjög afgerandi og viðskiptin fengu langflest atkvæði. Í febrúar 2011 var tilkynnt að Arion banki hefði selt 34% hlut í smásölurisanum Högum til hóps sem kallaðist Búvellir slhf. Það var Stefnir, sjóðstýringarfyrirtæki í eigu Arion banka, sem kom hópnum saman til að kaupa hlutinn af bankanum. Sigþór Jónsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, var lykilmaður í því ferli. 29.12.2011 10:30
Stefnt að nauðasamningum Kaupþings á vormánuðum Slitastjórn Kaupþings stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningaferli bankans á öðrum ársfjórðungi ársins 2012. Nauðasamningarnir miða að því að gera bankann að eignarhaldsfélagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 14. desember. 29.12.2011 08:00
Bernhöftsbakarí verður opið enn um sinn "Ég held bara áfram að vera hérna í rólegheitunum,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, sem ætlar ekki að flytja starfsemina úr Bergstaðastræti 13 þótt leigusamningurinn renni út um áramótin. 29.12.2011 06:00
Sérstaða NBA-deildarinnar Ólíkt mörgum af stærstu deildarkeppnum heimsins í knattspyrnunni eru peningarnir í NBA-deildinni ekki mestir í viðskiptum með leikmenn. Reglur deildarinnar gera ráð fyrir að leikmenn gangi ekki kaupum og sölum fyrir hærri fjárhæðir en 1 milljón dollara, eða sem nemur 115 milljónum króna. Algengast er því að leikmenn fari á milli liða í skiptum fyrir aðra leikmenn. Deildarkeppnin er löng og ströng. Hvert lið spilar yfir 80 leiki á tímabili, og um 100 leiki fari það alla leið í úrslit. 29.12.2011 06:00
Viðskipti FSÍ með Vestia og Icelandair Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra lífeyrissjóða landsins og Vátryggingafélags Íslands, hefur verið stórtækasti fjárfestir landsins eftir bankahrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og viðskipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. 29.12.2011 05:00
Veiðar skila um 25 milljörðum Makrílveiðar skiluðu þjóðarbúinu ríflega 25 milljörðum króna á síðasta ári, sem er um fimm prósent af útflutningstekjum Íslands. Meira en 1.000 ársverk urðu til vegna veiðanna, samkvæmt samantekt sjávarútvegsráðuneytisins. 29.12.2011 04:00
Vaxtaálag ítalskra skuldabréfa lækkar Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. 29.12.2011 01:30
Af hverju vill eigandi Tottenham hlut í litlum banka á Íslandi? Meðal hluthafa í MP banka er Joe Lewis, sem er eigandi breska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs og Rowland-fjölskyldan sem rekur Banque Havilland bankann í Lúxemborg. Forstjóri MP banka segist hvorki hafa hitt Joe Lewis né fulltrúa Rowland-fjölskyldunnar en segir að þau eigi fulltrúa í stjórn og varastjórn. Þá segist hann finna fyrir aðhaldi frá hluthöfunum. 28.12.2011 20:00
Segir Landsbankann tilbúinn í Kauphöllina 2012 Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. 28.12.2011 19:30
Nafnabreyting rædd hjá MP banka en engin ákvörðun tekin Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir nafn og merki bankans aukaatriði. Hann segir að nýtt nafn hafi verið rætt en enga ákvörðun hafa verið tekna í þeim efnum. "Það getur vel verið að nafn og ásýnd breytist, en það verður þá bara fylgifiskur þess hvert við erum að fara með bankann. “ 28.12.2011 21:00
Actavis þarf að greiða tíu milljarða í staðinn fyrir 20 Actavis hefur náð samkomulagi við Texas-ríki um að greiða 84 milljónir dollara í sekt, fyrir að hafa hækkað verð á samheitalyfjum til þess að fá meira úr opinberum tryggingum, sem heita Medicaid þar í landi. 28.12.2011 18:53
Japan stendur frammi fyrir áskorunum Japan er skuldum vafið og með efnahag sem varð fyrir gífurlegu áfalli, þegar jarðskjálfti skók landið fyrr á árinu. Framleiðsla margra stórra fyrirtækja hrundi við skjálftann, m.a. hjá Toyota. Það er þó ekki öll nótt úti enn. 28.12.2011 09:00
Sérstakur ákærir fimm fyrir skattalagabrot Sérstakur saksóknari hefur ákært fimm einstaklinga fyrir að hafa vantalið vörsluskatta í atvinnustarfsemi. Ákærur voru gefnar út í vikunni fyrir jól. 28.12.2011 18:35
Hermann Guðmundsson: Það er kominn pínulítill taktur í samfélagið "2012 verður aðeins skárra ár en ég hélt sjálfur fyrir aðeins þremur til fjórum mánuðum síðan,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 28.12.2011 17:50
Miður sín eftir jól án iPad Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Á hinum helga tíma er það jólaandinn, skreytingar, gjafirnar, fríið og samveran sem við þá nánustu sem skiptir mestu máli. En þó ekki fyrir alla. Vefurinn Gizmodo hefur tekið saman twitterummæli frá hinum vanþakklátu, sem bölva sínum nánustu í sand og ösku fyrir að hafa ekki valið réttu gjöfina handa sér. Og rétta gjöfin var auðvitað iPhone. 28.12.2011 16:07
Makrílveiðar skiluðu 25 milljörðum Makrílveiðar Íslendinga skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna í ár og sköpuðu yfir 1000 ársverk á sjó og landi, eftir því sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fullyrðir. Meirihluti makrílafla íslenskra skipa kom að landi á Austfjörðum eða um 55% af heildinni. 28.12.2011 16:22
Dalurinn hefur rokið upp um 10 krónur Bandaríkjadalur hefur hækkað um tíu krónur á tæplega tveggja mánaða tímabili, eða frá því í byrjun nóvember. Þetta þykir nokkuð skörp hækkun. Jón Bjarki Bentsson, hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að skýringin liggi fyrst og fremst í tveimur þáttum. Annars vegar til þess að dalurinn hafi verið að styrkja sig töluvert alþjóðlega, einkum vegna óvissu í tengslum við skuldakreppuna í Evrópu. "Þá hefur krónan jafnframt verið að veikjast og er talið að þar sé um árstíðabundna lækkun að ræða,“ segir Jón Bjarki. 28.12.2011 14:13
Bók Yrsu seldist mest Brakið, bók Yrsu Sigurðardóttur, er mest selda bók ársins samkvæmt nýjum lista bókaverslananna sem nær til 24. desember síðastliðins. Á eftir henni kemur Einvígið, eftir Arnald Indriðason og þar á eftir Gamlinginn sem Jónas Jónasson skrifaði og Páll Valsson þýddi. Þetta er i fyrsta sinn í ár sem bók Yrsu fer upp fyrir bók Arnaldar á lista yfir mest seldu bækur ársins. 28.12.2011 13:15
Vaxtakostnaður Ítalíu hríðféll í morgun Ítalska ríkið endurfjármagnaði skammtíma skuldir í morgun upp á 9 milljarða evra, jafnvirði tæplega 1.500 milljarða króna, með vaxtaálagi upp á ríflega 3,2 prósent. Það eru um helmingi lægra álag en ríkinu bauðst í nóvember, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá neyddist ríkið til þess að endurfjármagna hluta skulda sinna á ríflega 6,5 prósent vaxtaálagi. 28.12.2011 11:46
Spjaldtölvan stóð undir væntingum "Ég get alveg fullyrt að spjaldtölvur voru mikið keyptar í jólagjafir, rétt eins og spáð hafði verið,“ segir Gunnar Jónsson, sölustjóri Tölvulistans. 28.12.2011 09:00
Fleiri Bretar atvinnulausir á næsta ári Atvinnuleysi í Bretlandi mun aukast á næsta ári og verða þá tæplega tvær milljónir og níuhundruð þúsund manna atvinnulausar, samkvæmt nýrri skýrslu sem óháð atvinnumálasamtök þar í landi birtu í gær. Þau búast svo við því að atvinnuleysi muni ná hámarki árið 2013. Samtökin gera ráð fyrir að opinberum störfum í landinu muni fækka um 120 þúsund á næsta ári. Fjöldi starfa í einkageiranum muni hins vegar standa í stað. Samtökin segja að aðgerðir stjórnvalda í landinu ættu að miða að því að koma í veg fyrir langtímaatvinnuleysi og atvinnuleysi á meðal ungs fólks. 28.12.2011 07:13
Tómas Már verður forstjóri Alcoa í Evrópu Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við sem forstjóri Alcoa í Evrópu með aðsetur í Genf þann 1. janúar næstkomandi. Tómas mun jafnframt hafa með höndum yfirstjórn álframleiðslusviðs Alcoa í álfunni. Starfsfólki Fjarðaáls var tilkynnt um breytinguna í dag. 27.12.2011 15:31
Yfir 1500 þúsund lítrar seldust Alls seldust 1509 þúsund lítar af áfengi í Vínbúðunum í ár fyrstu 24 dagana i desember, en um 1525 þúsund lítrar seldust sömu daga í fyrra. Sala áfengis dróst því saman um 1% í lítrum talið á milli ára á þessu tímabili. Alls komu 327 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en sömu daga í fyrir ári voru þeir 332 þúsund. 27.12.2011 14:48
Ekki tilkynnt um löggjafabreytingar Ísland hefur komið verr út í alþjóðlegum samanburði en ástæða var til vegna þess að OECD var ekki upplýst um raunverulega stöðu löggjafar hér á landi. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir sérkennilegt að ekki hafi verið hirt um að tilkynna um löggjafabreytingar. Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti Árni Páll að uppfærðar upplýsingar um stöðu löggjafar um erlenda fjárfestingu hér á landi hefði verið send til OECD. 27.12.2011 13:39
2500 kall meira í skatt Meðallaunamaður greiðir 2500 kalli meira í skatta á mánuði á næsta ári, en lægra hlutfall tekna sinna. Skatthlutföll breytast nánast ekkert, en viðmiðunarmörk þrepaskattsins hækka og persónuafslátturinn líka. 27.12.2011 13:21
Einungis tvö félög hafa hækkað á árinu Aðeins tvö af þeim sex félögum sem skipuðu Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands á árinu sem er að líða hafa hækkað í verði. Hin fjögur félögin hafa lækkað, en mesta lækkunin hefur verið hjá Atlantic Petroleum og BankNordik. Mest hefur veltan verið með bréf Marel, samkvæmt úttekt greiningardeildar Arion banka á stöðunni. 27.12.2011 13:05
Landsvirkjun semur um 24 milljarða króna lán Landsvirkjun hefur skrifað undir sambankalán á alþjóðlegum bankamarkaði. Þetta er fyrsti samningur af þessu tagi sem íslenskt opinbert fyrirtæki gerir síðan í október 2008. 27.12.2011 10:15