Viðskipti innlent

Nafnabreyting rædd hjá MP banka en engin ákvörðun tekin

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir nafn og merki bankans aukaatriði. Hann segir að nýtt nafn hafi verið rætt en enga ákvörðun hafa verið tekna í þeim efnum. „Það getur vel verið að nafn og ásýnd breytist, en það verður þá bara fylgifiskur þess hvert við erum að fara með bankann. "

„Okkar áherslur hafa snúist um reksturinn enda hefur þurft að taka til hendinni þar." Sigurður Atli fór meðal annars yfir ímynd bankans í nýjasta þættinum af Klinkinu. Þá fór hann yfir samskipti stjórnar og forstjóra, en stjórnarformaður bankans er Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri.

Sjá má bút úr viðtalinu þar sem Sigurður Atli ræðir ímynd MP banka í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Þá smá nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Af hverju vill eigandi Tottenham hlut í litlum banka á Íslandi?

Meðal hluthafa í MP banka er Joe Lewis, sem er eigandi breska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs og Rowland-fjölskyldan sem rekur Banque Havilland bankann í Lúxemborg. Forstjóri MP banka segist hvorki hafa hitt Joe Lewis né fulltrúa Rowland-fjölskyldunnar en segir að þau eigi fulltrúa í stjórn og varastjórn. Þá segist hann finna fyrir aðhaldi frá hluthöfunum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×