Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2018 21:30 Fyrir utan liggur togarinn Málmey. Inni á rannsóknarstofunni er verið að vinna fæðubótarefni úr sjávarafla. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. FISK Seafood á Sauðárkróki er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í landi hefur starfsemin þróast út í fleira en hefðbundna fiskvinnslu. Í vinnsluhúsum við bryggjuna má finna skemmtilegt dæmi um nýsköpun í sjávarútvegi.Frá höfninni á Sauðárkróki. Verið - vísindagarðar er í húsunum neðst á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér starfa tvö dótturfyrirtæki FISK Seafood, Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís, sem er framleiðslufyrirtæki. Þeim stýrir Hólmfríður Sveinsdóttir, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Hún segir Prótís vinna fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Einnig vinna þau extraktefni úr sæbjúgum. Úr afskurði þorskflaka vinna þau fiskprótein, úr roðinu kollagen og úr beinunum vinna þau steinefni. „Þannig að við erum að nýta í rauninni þorskinn alveg hundrað prósent,“ segir Hólmfríður.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdstjóri Iceprotein og Prótís á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jafnframt greindi hún frá þróunarverkefni um að nýta sundmaga til vinnslu fæðubótarefna. „Að megninu til er þetta kollagen sem er í sundmaganum,“ segir Hólmfríður. Starfsemin er undir hatti Versins - vísindagarða en þar eru sjö fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun. „Þetta er fimmtíu manna vinnustaður, af þeim eru þrjátíu konur, allt saman háskólamenntað fólk,“ segir Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins – vísindagarða.Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins - vísindagarða.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta skiptir bara verulegu máli fyrir svona svæði, eins og Skagafjörð, að hafa svona vinnustað, þessi verkefni sem hér eru,“ segir Gísli. -Og þetta heitir líka fiskvinnsla? „Já. Þetta heitir fiskvinnsla. Ég er að vinna í fiski,“ svarar Hólmfríður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. FISK Seafood á Sauðárkróki er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í landi hefur starfsemin þróast út í fleira en hefðbundna fiskvinnslu. Í vinnsluhúsum við bryggjuna má finna skemmtilegt dæmi um nýsköpun í sjávarútvegi.Frá höfninni á Sauðárkróki. Verið - vísindagarðar er í húsunum neðst á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér starfa tvö dótturfyrirtæki FISK Seafood, Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís, sem er framleiðslufyrirtæki. Þeim stýrir Hólmfríður Sveinsdóttir, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Hún segir Prótís vinna fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Einnig vinna þau extraktefni úr sæbjúgum. Úr afskurði þorskflaka vinna þau fiskprótein, úr roðinu kollagen og úr beinunum vinna þau steinefni. „Þannig að við erum að nýta í rauninni þorskinn alveg hundrað prósent,“ segir Hólmfríður.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdstjóri Iceprotein og Prótís á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jafnframt greindi hún frá þróunarverkefni um að nýta sundmaga til vinnslu fæðubótarefna. „Að megninu til er þetta kollagen sem er í sundmaganum,“ segir Hólmfríður. Starfsemin er undir hatti Versins - vísindagarða en þar eru sjö fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun. „Þetta er fimmtíu manna vinnustaður, af þeim eru þrjátíu konur, allt saman háskólamenntað fólk,“ segir Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins – vísindagarða.Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins - vísindagarða.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta skiptir bara verulegu máli fyrir svona svæði, eins og Skagafjörð, að hafa svona vinnustað, þessi verkefni sem hér eru,“ segir Gísli. -Og þetta heitir líka fiskvinnsla? „Já. Þetta heitir fiskvinnsla. Ég er að vinna í fiski,“ svarar Hólmfríður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30
Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45
Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00