Viðskipti innlent

Íslenskir aðalverktakar segja upp 40 manns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
ÍAV segja upp tugum starfsmanna.
ÍAV segja upp tugum starfsmanna. Mynd/ Vilhelm.
Íslenskir aðalverktakar hafa ákveðið að segja upp 40 starfsmönnum nú í september auk þess sem samið hefur veirð um skert starfshlutfall við nokkra starfsmenn. Ástæðan er sögð vera verkefnaskortur og fyrirsjáanlegur samdráttur í verklegum framkvæmdum á Íslandi á komandi vetri.

Í tilkynningu frá ÍAV segir að um sé að ræða sérlega vel hæft og öflugt starfsfólk með gríðarlega þekkingu og reynslu en við núverandi aðstæður á verktakamarkaði verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum. Framboð nýrra verkefna sé nánast ekkert og ekki sé útlit fyrir breytingu á því á næstu mánuðum þó svo tækifærin séu vissulega til staðar.

Þetta er önnur fjöldauppsögnin sem fréttir berast af í dag því Skipti hefur staðfest að fyrirtækið hefur sagt upp 45 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×