Viðskipti innlent

Skipti segir upp tugum starfsmanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinn Logi Björnsson er forstjóri Skipta.
Steinn Logi Björnsson er forstjóri Skipta.
Skipti, sem er meðal annars móðurfélag Símans, segir upp tugum starfsmanna í dag í miklum hagræðingaraðgerðum. Ekki hefur fengist staðfest hversu margir starfsmennirnir eru í heildina. Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið en sagði að fyrirtækið myndi senda frá sér ítarlega tilkynningu eftir hádegi. Skipti á um tíu dótturfélög, en þekktust þeirra eru án efa Síminn, Skjárinn sem rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn og Míla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×