Viðskipti innlent

Viðskipti með hlutabréf í september einn og hálfur milljarður

Heildarviðskipti með hlutabréf í september námu rúmum einum og hálfum milljarði eða 70 milljónum á dag.

Þessu til samanburðar nam veltan með hlutabréf í ágúst rúmlega tveimur milljörðum eða 94 milljónum á dag.

Mest voru viðskipti með bréf Marels 734 milljónir, bréf Icelandair 574 milljónir og bréf Össurar 119 milljónir.

Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 4% milli mánaða og stendur nú í 891 stigum.

Landsbankinn átti mest viðskipti á hlutabréfamarkaði 29,6%, MP banki með 28,4% og Íslandsbanki með 14,2%.

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 230 milljörðum í september sem samsvarar til 10,4 milljarða veltu á dag (11,8 milljarða velta á dag í ágúst). Mest voru viðskipti með ríkisbréf, 178 milljarðar, en viðskipti með íbúðarbréf námu 47 milljörðum.

MP banki var umsvifamestur á skuldabréfamarkaði með 27,9% hlutdeild, Íslandsbanki með 26,1% og Landsbankinn með 19,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×