Fleiri fréttir Facebook og Apple kynna nýjungar Talið er líklegt að Facebook muni kynna sérhæft forrit fyrir Ipad í næstu viku. Hingað til hefur samskiptasíðan hundsað spjaldtölvu Apple og hafa notendur þurft að notast við forrit í gegnum þriðja aðila til að tengast Facebook. En nú telja sérfræðingar að Facebook muni opinbera sérhæft forrit fyrir Ipad. Ekki einungis er um að ræða hefðbundið Ipad app, því nú þykir ljóst að HTML5 ívafsmálið sé notað til að kóða forritið. HTML5 er merkilegt fyrir þær sakir að með því er hægt að miðla ýmsu efni sem ekki var mögulegt áður. Tekur þetta einna helst til Flash efnis sem sárlega hefur verið saknað í jaðartækjum Apple. 29.9.2011 09:51 Á annað hundrað félög skráð í ágúst Alls voru 110 ný einkahlutafélög skráð í ágúst síðastliðnum, en það er sami fjöldi og í ágúst í fyrra. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Fasteignaviðskipti. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 1.071 fyrstu 8 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um tæp 4% frá sama tímabili árið 2010 þegar 1.112 ný einkahlutafélög voru skráð. 29.9.2011 09:16 Strangar fjárlagareglur fyrir aðildarríki ESB samþykktar Evrópuþingið samþykkti í gær nýjar og strangari fjárlagareglur fyrir aðildarríkin, sem á að efla samstarf þeirra í ríkisfjármálum og koma í veg fyrir óhóflega skuldasöfnun. Heilt ár er liðið síðan framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti tillögur sínar að þessum nýju reglum. Þeim er ætlað að draga úr líkum þess að aðildarríkin lendi í vanda á borð við þann, sem Grikkir og fleiri þjóðir evrusvæðisins glíma nú við. 29.9.2011 05:15 Skoda kynnir nýjan smábíl Bílaframleiðandinn Skoda er um þessar mundir að kynna nýja tegund af smábíl, sem er hugsaður fyrir þá sem eru að kaupa sér bíl í fyrsta skipti eða eiga fyrir einn bíl í fjölskyldunni. 28.9.2011 13:23 Amazon kynnir Kindle Fire Vefverslunarfyrirtækið Amazon.com mun í dag opinbera sína nýjustu vöru - Kindle Fire. Amazon fer þannig í beina samkeppni við Ipad tölvu Apple risans. Kindle Fire mun státa af 7 tommu snertiskjá og verður knúinn af Android stýrikerfinu. Notendur munu þó vætanlega ekki kannast við stýrikerfið enda hefur Amazon algjörlega endurhannað viðmót þess. Á síðustu mánuðum hefur Amazon kvatt hugbúnaðarframleiðendur til að þróa ný forrit fyrir Kindle Fire. Sérfræðingar telja að tölvan muni taka snið af Blackberry Playbook og muni einnig notast við sama örgjörva. 28.9.2011 11:42 Vilja skatt á fjármagnsflutninga Framkvæmdastjórn Evrópusambandins hefur formlega lagt til skatt á fjármagnsflutninga í öllum ríkjum Evrópusamstarfsins. Gert er ráð fyrir að skatturinn myndi afla um 57 milljarða evra tekna á ári og yrði settur á í byrjun ársins 2014. 28.9.2011 11:32 Magnús Ármann og Jón Scheving eiga ekkert í Vefpressunni Fjárfestarnir Jón Scheving Thorsteinsson og Magnús Ármann eru ekki hluthafar í Vefpressunni eins og fram kom í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, í morgun. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 28.9.2011 10:38 Papandreu segir Grikki standa við sitt Gríski forsætisráðherrann staðhæfir að Grikkir geti staðið við allar skuldbindingar sínar. Georg Papandreu sagði þetta á fundi í Þýskalandi í gær en þar ræddi hann við forkólfa þýsks viðskiptalífs. Síðar um daginn fundaði hann með Angelu Merkel Þýskalandskanslara. 28.9.2011 10:19 Verðbólgan er 5,7% Tólf mánaða verðbólga er um 5,7% og án húsnæðis er hún um 5,5%. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september er 383 stig og hækkaði hún um 0,63% frá fyrri mánuði, en vísitalan án húsnæðis er 363 stig. 28.9.2011 09:10 Fjármögnun Bjarkar ekki lokið Ekki hefur verið lokið við fjármögnun á fagfjárfestasjóðnum Björk. Hann hefur því ekki fjárfest í neinu fyrirtæki fram til þessa. 28.9.2011 05:30 Betra eftirlit sparar raforku Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. 28.9.2011 05:00 Ný niðursveifla í aðsigi á Vesturlöndum? Áhyggjur af stöðu heimshagkerfisins hafa stigmagnast síðustu vikur og mánuði. Hagtölur hafa leitt í ljós að hægst hefur merkjanlega á efnahagsbatanum á Vesturlöndum og mikill órói hefur einkennt helstu markaði. Óttast því margir að tvíbytna niðursveifla (eða „double dip recession“) sé í uppsiglingu meðal iðnríkja. 28.9.2011 05:00 Landsvirkjun ekki á markað "Ef menn eru að láta sér detta í hug einhverja einkavæðingu á Landsvirkjun þá er það ekki uppi á borðinu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann bendir á að fyrir liggi skýr samþykkt ríkisstjórnarinnar um að hrófla ekki við opinberu eignarhaldi á þeim fyrirtækjum sem ríkið er með í sínum höndum. 28.9.2011 04:15 Vinnutölvan kölluð upp í símann Það getur komið sér vel að geta tengst vinnutölvunni heima í stofu. Til þessa hefur fartölva og VPN-tenging verið sú leið sem liggur beinast við þegar sú aðstðaða kemur upp. Eins og margir kannast eflaust við getur slíkt pirrað betri helminginn. 28.9.2011 04:00 Ætlar að passa upp á hagsmuni Íslands „Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt. 28.9.2011 03:00 Nauðsynlegt að skipta um mynt Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, sagði á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins á dögunum að hann væri sannfærður um nauðsyn þess að Ísland verði hluti af stóru myntbandalagi. 28.9.2011 03:00 Loksins opnað fyrir greiðslufallstryggingar „Við höfum unnið að því markvisst að upplýsa erlenda aðila um stöðu íslenskra fyrirtækja og það hefur skilað þessum jákvæða árangri,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 28.9.2011 02:00 Papandreú biðlar til þýskra stjórnvalda „Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. 28.9.2011 00:00 Samið um undirbúning að virkjun í Ófeigsfirði Forsvarsmenn orkufyrirtækisins VesturVerk ehf. hafa gert samstarfsamning við Vatnsfall, fagfjárfestasjóð á vegum fjármálafyrirtækisins GAMMA, um fjármögnun á áframhaldandi undirbúningsvinnu vegna allt að 40MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði á Vestfjörðum. 27.9.2011 16:27 Nýi síminn á leiðinni Apple, sem framleiðir meðal annars iPad og iPhone, hefur staðfest að nýjasta kynslóðin af iPhone verði kynnt þann fjórða október. Sögusagnir um þetta voru þegar farnar að berast manna á milli. Í dag var einnig greint frá því að sama dag og Apple mun kynna nýja símann mun Facebook kynna nýtt forrit fyrir iPad og nýja útgáfu af slíku forriti fyrir iPhone símana. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir tækniunnendur. 27.9.2011 16:02 Skuldatryggingarálagið hátt um þessar mundir Skuldatryggingarálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur hækkað nokkuð að undanförnu. Greining Íslandsbanka segir að skuldatryggingarálagið sé nú nokkuð hærra en meðaláhættulag á meðal þróaðra ríkja Evrópu, sé Grikkland undanskilið. Í lok dags í gær stóð álagið í tæpum 319 punktum (3,19%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg gagnaveitunni og er það með því hæsta sem það hefur farið upp í frá áramótum. Í raun hefur það aðeins einu sinni farið hærra á árinu sem var um miðja síðustu viku, þegar það fór upp í 321 punkt, en lægst hefur álagið farið niður í 200 punkta sem var snemma í júnímánuði. 27.9.2011 12:56 "Ríkisstjórnir stjórna ekki heiminum, Goldman Sachs gerir það“ Hlutabréf hækkuðu talsvert í viðskiptum í morgun og er það rakið til vaxandi væntinga um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og leiðtogar á evrusvæðunum nái samkomulagi um lausn á skuldavandanum í evrulöndunum. Verðbréfamiðlari segir það engu skipta, þar sem ríkisstjórnir stjórni ekki heiminum. Hann spáir því að sparifé milljóna manna muni hverfa innan árs. 27.9.2011 11:51 Bankakerfið fær falleinkunn Ísland er í þriðja neðsta sæti af 143 ríkjum í heiminum þegar traust á bönkum í ríkjunum er metið. Einungis Úkraína og Írland eru fyrir neðan Ísland, en Írland er langneðst. Kanada er það ríki þar sem mest traust á bankakerfinu er og næstmest traust ríkir á bankakerfinu í Suður-Afríku samkvæmt niðurstöðunum. Af Norðurlöndunum er Finnland efst, í áttunda sæti, en Noregur er í þrettánda sæti. 27.9.2011 10:13 Næstu vikur ráða úrslitum Þjóðverjar gerðu í gær lítið úr fregnum þess efnis að samþykkt hefði verið á fundi í Washington um helgina að fjórfalda björgunarsjóð evruríkjanna sautján. Hlutabréfaverð hafði hækkað í allan gærdag vegna frétta þess efnis. 27.9.2011 09:00 Varaformaður SA: Stjórnvöld eiga að gefa atvinnulífinu vinnufrið Varaformaður Samtaka Atvinnulífsins vill að stjórnvöld gefi atvinnulífinu vinnufrið í stað þess að standa sífellt í vegi fyrir uppbygginu með tortryggni. Núverandi atvinnuleysi kostar atvinnulífið 20 milljarða króna á ári. 26.9.2011 18:45 Hlutabréfavísitölur hækkuðu í dag - helmingu skulda Grikkja afskrifaður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópubandalagið íhuga nú að afskrifa um fimmtíu prósent af skuldum gríska ríkisins til að leysa vanda evrusvæðisins. Hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Evrópu hækkuðu eftir að fjölmiðlar greindu frá þessum hugmyndum í morgun. 26.9.2011 18:30 Von á nýjum Lada Von er á nýjum Ladabílum aftur á markað á næstunni. Það er Steve Mattin, sem var yfirhönnuður hjá Volvoverksmiðjunum allt til ársins 2009, sem vinnur að hönnun nýju bílanna. Mattin var rekinn úr starfi sínu hjá Volvo af ástæðum sem ekki eru þekktar. Hann mun hefja störf hjá rússneska bílaframleiðandanum AvtoVAZ, sem framleiðir Lada. 26.9.2011 15:24 DV bjargað fyrir horn Hlutafjáraukningu útgáfufélags DV er að ljúka, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Torfa Sigurðssyni, framkvæmdastjóra félagsins. 26.9.2011 13:20 Íslendingar enn svartsýnir á ástand efnahagsmála Íslendingar eiga langt í land með að vera bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum, samkvæmt væntingarvísitölu Gallups. Sem kunnugt er mælir vísitalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Vísitalan hefur lækkað undanfarið og lækkaði hún á milli júlí og águst þriðja mánuðinn í röð. Vísitalan mælist nú rétt rúmlega 50 stig sem er 20 stigum lægra en það var í ágúst í fyrra þegar hún náði sínu hæsta gildi frá hruni. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir. 26.9.2011 12:28 Gylfi: Menn búnir að gefast upp á Grikklandi Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að björgunarpakkinn sem nú sé ræddur bendi til þess að menn séu búnir að gefast upp á að reyna halda Grikklandi á floti án greiðslufalls. 26.9.2011 12:08 Nubo horfir til fleiri Norðurlanda Huang Nubo, kínverski milljarðamæringurinn sem hefur stórhuga áform um ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að hann hafi áhuga á frekari fjárfestingum í ferðaþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. 26.9.2011 11:18 Markaðir í Evrópu taka við sér Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu við opnun klukkan sjö í morgun þrátt fyrir fregnirnar af björgunarpakkanum sem nú berast frá Washington. Þetta þótti benda til þess að fjárfestar hafi litla trú á því að stjórnmálamönnum takist að gera björgunarpakkann að veruleika en nú hafa markaðir tekið við sér og nú eru flestar tölur grænar, sem merkir hækkun. 26.9.2011 09:54 Fyrsta Dreamliner vélin afhent Boeing flugvélaverksmiðjurnar hafa afhent fyrstu 787 Dreamliner farþegaþotuna til japanska flugfélagsins All Nippon Airways. Vélin fer í almenna notkun í næsta mánuði en hún er þremur árum á eftir upphaflegri áætlun og segir breska blaðið Guardian að tafirnar hafi kostað Boeing milljarða dollara og sérfræðingar efast um að vélin fari að skila félaginu hagnaði fyrr en í fyrsta lagi að áratugi liðnum. 26.9.2011 08:04 Grikkir fái helming skulda sinna afskrifaðan Í höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington leggja menn nú á ráðin um viðamikinn björgunarpakka fyrir ríki evrusvæðisins. Búist er við því að áætlunin sem nú er í bígerð feli í sér að helmingur allra ríkisskulda Grikkja verði afskrifaður auk þess sem björgunarsjóður evrusvæðisins verði fjórfaldaður og telji í framtíðinni 2000 milljarða evra. 26.9.2011 07:56 Inspired by Iceland skilaði 34 milljarða tekjum í fyrra Markaðsherferðin Inspired by Iceland er talin hafa skilað 33,8 milljörðum króna í tekjur. Alls fóru 700 milljónir króna í átakið, en það er talið hafa skilað sér tæplega fimmtíufalt til baka. Þetta má lesa í skýrslu um átakið sem gerð verður heyrinkunn í dag. 26.9.2011 07:00 Er þegar flutt í annað húsnæði Icelandair Group ætlar að flytja starfsemi ferðaskrifstofunnar Vita yfir í sjálfstætt dótturfélag um næsta áramót. Fyrirtækið hefur þegar flutt í annað húsnæði. 26.9.2011 06:00 Verslunin Iceland verður seld fyrir áramót Stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Asda, sem er í eigu Wal-Mart, hafa tryggt sér fjármögnun fyrir væntanlegt tilboðsferli í eignarhluti skilanefnda Landsbankans og Glitnis í lágvöruverðsverslunina Iceland Foods. Tilboðsgögn og fjárhagsupplýsingar verða send væntanlegum bjóðendum í vikunni, að því fram kemur í netútgáfu breska blaðsins Sunday Times í gær. Stefnt mun að því að selja hlutinn fyrir áramót. 26.9.2011 05:00 Endurskoðendur mæltu með riftunum hjá Gift vegna blekkinga Kaupþings Endurskoðendur sem fóru yfir rekstur eignarhaldsfélagsins Giftar töldu ástæðu til að fara í riftunarmál við Kaupþing vegna blekkinga stjórnenda Kaupþings um styrk bankans, en Gift keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir tugi milljarða króna fyrir hrunið. 25.9.2011 18:30 Blikur á lofti í alþjóðahagkerfinu Miklar blikur eru á lofti í alþjóðahagkerfinu sem nauðsynlegt er að taka á af festu og krefst það öflugra aðgerða af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og aðildarríkja. Þetta kemur fram í ályktun fjárhagsnefndar AGS en nefndin fundaði í gær. 25.9.2011 16:54 Leysa þarf vanda evruríkja án tafar Verði skuldavandi evruríkjanna ekki leystur án tafar gæti það leitt til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að aðstoða önnur ríki í vanda. Þetta er mat seðlabankastjóra Kína og framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 25.9.2011 12:00 Mótmælendur handteknir á Wall Street Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. 25.9.2011 11:45 Ráðning Þorgeirs herkænskuleg til að fá lífeyrissjóði að borðinu Seðlabankinn vill fá helstu lífeyrissjóði landsins að samningaborðinu í gjaldeyrisútboðum bankans, en þau eru forsenda afnáms gjaldeyrishaftanna. Ráðning Þorgeirs Eyjólfssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í starf verkefnisstjóra við afnám haftanna var meðal annars til að ná þessu markmiði. 24.9.2011 18:45 Húsasmiðjan tapaði 309 milljónum á fyrstu 7 mánuðum ársins Húsasmiðjan, sem er sem stendur í söluferli, heldur áfram að tapa peningum en fyrirtækið tapaði 309 milljónum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 93 milljóna króna hagnaði, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. 24.9.2011 12:09 Vikan endaði í smávegis plús Hlutabréfavísitölur í helstu kauphöllum heimsins hækkuðu lítillega í gær eftir sleitulítið verðfall í vikunni. 24.9.2011 10:00 Kínverjar hafa áhuga á íslenska fasteignamarkaðnum Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir hóp kínverskra embættismanna á leið til landsins en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á íslenska fasteignamarkaðinum. Umhugsunarverðar upplýsingar, segir innanríkisráðherra. 23.9.2011 19:15 Sjá næstu 50 fréttir
Facebook og Apple kynna nýjungar Talið er líklegt að Facebook muni kynna sérhæft forrit fyrir Ipad í næstu viku. Hingað til hefur samskiptasíðan hundsað spjaldtölvu Apple og hafa notendur þurft að notast við forrit í gegnum þriðja aðila til að tengast Facebook. En nú telja sérfræðingar að Facebook muni opinbera sérhæft forrit fyrir Ipad. Ekki einungis er um að ræða hefðbundið Ipad app, því nú þykir ljóst að HTML5 ívafsmálið sé notað til að kóða forritið. HTML5 er merkilegt fyrir þær sakir að með því er hægt að miðla ýmsu efni sem ekki var mögulegt áður. Tekur þetta einna helst til Flash efnis sem sárlega hefur verið saknað í jaðartækjum Apple. 29.9.2011 09:51
Á annað hundrað félög skráð í ágúst Alls voru 110 ný einkahlutafélög skráð í ágúst síðastliðnum, en það er sami fjöldi og í ágúst í fyrra. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Fasteignaviðskipti. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 1.071 fyrstu 8 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um tæp 4% frá sama tímabili árið 2010 þegar 1.112 ný einkahlutafélög voru skráð. 29.9.2011 09:16
Strangar fjárlagareglur fyrir aðildarríki ESB samþykktar Evrópuþingið samþykkti í gær nýjar og strangari fjárlagareglur fyrir aðildarríkin, sem á að efla samstarf þeirra í ríkisfjármálum og koma í veg fyrir óhóflega skuldasöfnun. Heilt ár er liðið síðan framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti tillögur sínar að þessum nýju reglum. Þeim er ætlað að draga úr líkum þess að aðildarríkin lendi í vanda á borð við þann, sem Grikkir og fleiri þjóðir evrusvæðisins glíma nú við. 29.9.2011 05:15
Skoda kynnir nýjan smábíl Bílaframleiðandinn Skoda er um þessar mundir að kynna nýja tegund af smábíl, sem er hugsaður fyrir þá sem eru að kaupa sér bíl í fyrsta skipti eða eiga fyrir einn bíl í fjölskyldunni. 28.9.2011 13:23
Amazon kynnir Kindle Fire Vefverslunarfyrirtækið Amazon.com mun í dag opinbera sína nýjustu vöru - Kindle Fire. Amazon fer þannig í beina samkeppni við Ipad tölvu Apple risans. Kindle Fire mun státa af 7 tommu snertiskjá og verður knúinn af Android stýrikerfinu. Notendur munu þó vætanlega ekki kannast við stýrikerfið enda hefur Amazon algjörlega endurhannað viðmót þess. Á síðustu mánuðum hefur Amazon kvatt hugbúnaðarframleiðendur til að þróa ný forrit fyrir Kindle Fire. Sérfræðingar telja að tölvan muni taka snið af Blackberry Playbook og muni einnig notast við sama örgjörva. 28.9.2011 11:42
Vilja skatt á fjármagnsflutninga Framkvæmdastjórn Evrópusambandins hefur formlega lagt til skatt á fjármagnsflutninga í öllum ríkjum Evrópusamstarfsins. Gert er ráð fyrir að skatturinn myndi afla um 57 milljarða evra tekna á ári og yrði settur á í byrjun ársins 2014. 28.9.2011 11:32
Magnús Ármann og Jón Scheving eiga ekkert í Vefpressunni Fjárfestarnir Jón Scheving Thorsteinsson og Magnús Ármann eru ekki hluthafar í Vefpressunni eins og fram kom í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, í morgun. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 28.9.2011 10:38
Papandreu segir Grikki standa við sitt Gríski forsætisráðherrann staðhæfir að Grikkir geti staðið við allar skuldbindingar sínar. Georg Papandreu sagði þetta á fundi í Þýskalandi í gær en þar ræddi hann við forkólfa þýsks viðskiptalífs. Síðar um daginn fundaði hann með Angelu Merkel Þýskalandskanslara. 28.9.2011 10:19
Verðbólgan er 5,7% Tólf mánaða verðbólga er um 5,7% og án húsnæðis er hún um 5,5%. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september er 383 stig og hækkaði hún um 0,63% frá fyrri mánuði, en vísitalan án húsnæðis er 363 stig. 28.9.2011 09:10
Fjármögnun Bjarkar ekki lokið Ekki hefur verið lokið við fjármögnun á fagfjárfestasjóðnum Björk. Hann hefur því ekki fjárfest í neinu fyrirtæki fram til þessa. 28.9.2011 05:30
Betra eftirlit sparar raforku Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. 28.9.2011 05:00
Ný niðursveifla í aðsigi á Vesturlöndum? Áhyggjur af stöðu heimshagkerfisins hafa stigmagnast síðustu vikur og mánuði. Hagtölur hafa leitt í ljós að hægst hefur merkjanlega á efnahagsbatanum á Vesturlöndum og mikill órói hefur einkennt helstu markaði. Óttast því margir að tvíbytna niðursveifla (eða „double dip recession“) sé í uppsiglingu meðal iðnríkja. 28.9.2011 05:00
Landsvirkjun ekki á markað "Ef menn eru að láta sér detta í hug einhverja einkavæðingu á Landsvirkjun þá er það ekki uppi á borðinu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann bendir á að fyrir liggi skýr samþykkt ríkisstjórnarinnar um að hrófla ekki við opinberu eignarhaldi á þeim fyrirtækjum sem ríkið er með í sínum höndum. 28.9.2011 04:15
Vinnutölvan kölluð upp í símann Það getur komið sér vel að geta tengst vinnutölvunni heima í stofu. Til þessa hefur fartölva og VPN-tenging verið sú leið sem liggur beinast við þegar sú aðstðaða kemur upp. Eins og margir kannast eflaust við getur slíkt pirrað betri helminginn. 28.9.2011 04:00
Ætlar að passa upp á hagsmuni Íslands „Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt. 28.9.2011 03:00
Nauðsynlegt að skipta um mynt Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, sagði á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins á dögunum að hann væri sannfærður um nauðsyn þess að Ísland verði hluti af stóru myntbandalagi. 28.9.2011 03:00
Loksins opnað fyrir greiðslufallstryggingar „Við höfum unnið að því markvisst að upplýsa erlenda aðila um stöðu íslenskra fyrirtækja og það hefur skilað þessum jákvæða árangri,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 28.9.2011 02:00
Papandreú biðlar til þýskra stjórnvalda „Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. 28.9.2011 00:00
Samið um undirbúning að virkjun í Ófeigsfirði Forsvarsmenn orkufyrirtækisins VesturVerk ehf. hafa gert samstarfsamning við Vatnsfall, fagfjárfestasjóð á vegum fjármálafyrirtækisins GAMMA, um fjármögnun á áframhaldandi undirbúningsvinnu vegna allt að 40MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði á Vestfjörðum. 27.9.2011 16:27
Nýi síminn á leiðinni Apple, sem framleiðir meðal annars iPad og iPhone, hefur staðfest að nýjasta kynslóðin af iPhone verði kynnt þann fjórða október. Sögusagnir um þetta voru þegar farnar að berast manna á milli. Í dag var einnig greint frá því að sama dag og Apple mun kynna nýja símann mun Facebook kynna nýtt forrit fyrir iPad og nýja útgáfu af slíku forriti fyrir iPhone símana. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir tækniunnendur. 27.9.2011 16:02
Skuldatryggingarálagið hátt um þessar mundir Skuldatryggingarálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur hækkað nokkuð að undanförnu. Greining Íslandsbanka segir að skuldatryggingarálagið sé nú nokkuð hærra en meðaláhættulag á meðal þróaðra ríkja Evrópu, sé Grikkland undanskilið. Í lok dags í gær stóð álagið í tæpum 319 punktum (3,19%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg gagnaveitunni og er það með því hæsta sem það hefur farið upp í frá áramótum. Í raun hefur það aðeins einu sinni farið hærra á árinu sem var um miðja síðustu viku, þegar það fór upp í 321 punkt, en lægst hefur álagið farið niður í 200 punkta sem var snemma í júnímánuði. 27.9.2011 12:56
"Ríkisstjórnir stjórna ekki heiminum, Goldman Sachs gerir það“ Hlutabréf hækkuðu talsvert í viðskiptum í morgun og er það rakið til vaxandi væntinga um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og leiðtogar á evrusvæðunum nái samkomulagi um lausn á skuldavandanum í evrulöndunum. Verðbréfamiðlari segir það engu skipta, þar sem ríkisstjórnir stjórni ekki heiminum. Hann spáir því að sparifé milljóna manna muni hverfa innan árs. 27.9.2011 11:51
Bankakerfið fær falleinkunn Ísland er í þriðja neðsta sæti af 143 ríkjum í heiminum þegar traust á bönkum í ríkjunum er metið. Einungis Úkraína og Írland eru fyrir neðan Ísland, en Írland er langneðst. Kanada er það ríki þar sem mest traust á bankakerfinu er og næstmest traust ríkir á bankakerfinu í Suður-Afríku samkvæmt niðurstöðunum. Af Norðurlöndunum er Finnland efst, í áttunda sæti, en Noregur er í þrettánda sæti. 27.9.2011 10:13
Næstu vikur ráða úrslitum Þjóðverjar gerðu í gær lítið úr fregnum þess efnis að samþykkt hefði verið á fundi í Washington um helgina að fjórfalda björgunarsjóð evruríkjanna sautján. Hlutabréfaverð hafði hækkað í allan gærdag vegna frétta þess efnis. 27.9.2011 09:00
Varaformaður SA: Stjórnvöld eiga að gefa atvinnulífinu vinnufrið Varaformaður Samtaka Atvinnulífsins vill að stjórnvöld gefi atvinnulífinu vinnufrið í stað þess að standa sífellt í vegi fyrir uppbygginu með tortryggni. Núverandi atvinnuleysi kostar atvinnulífið 20 milljarða króna á ári. 26.9.2011 18:45
Hlutabréfavísitölur hækkuðu í dag - helmingu skulda Grikkja afskrifaður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópubandalagið íhuga nú að afskrifa um fimmtíu prósent af skuldum gríska ríkisins til að leysa vanda evrusvæðisins. Hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Evrópu hækkuðu eftir að fjölmiðlar greindu frá þessum hugmyndum í morgun. 26.9.2011 18:30
Von á nýjum Lada Von er á nýjum Ladabílum aftur á markað á næstunni. Það er Steve Mattin, sem var yfirhönnuður hjá Volvoverksmiðjunum allt til ársins 2009, sem vinnur að hönnun nýju bílanna. Mattin var rekinn úr starfi sínu hjá Volvo af ástæðum sem ekki eru þekktar. Hann mun hefja störf hjá rússneska bílaframleiðandanum AvtoVAZ, sem framleiðir Lada. 26.9.2011 15:24
DV bjargað fyrir horn Hlutafjáraukningu útgáfufélags DV er að ljúka, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Torfa Sigurðssyni, framkvæmdastjóra félagsins. 26.9.2011 13:20
Íslendingar enn svartsýnir á ástand efnahagsmála Íslendingar eiga langt í land með að vera bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum, samkvæmt væntingarvísitölu Gallups. Sem kunnugt er mælir vísitalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Vísitalan hefur lækkað undanfarið og lækkaði hún á milli júlí og águst þriðja mánuðinn í röð. Vísitalan mælist nú rétt rúmlega 50 stig sem er 20 stigum lægra en það var í ágúst í fyrra þegar hún náði sínu hæsta gildi frá hruni. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir. 26.9.2011 12:28
Gylfi: Menn búnir að gefast upp á Grikklandi Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að björgunarpakkinn sem nú sé ræddur bendi til þess að menn séu búnir að gefast upp á að reyna halda Grikklandi á floti án greiðslufalls. 26.9.2011 12:08
Nubo horfir til fleiri Norðurlanda Huang Nubo, kínverski milljarðamæringurinn sem hefur stórhuga áform um ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að hann hafi áhuga á frekari fjárfestingum í ferðaþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. 26.9.2011 11:18
Markaðir í Evrópu taka við sér Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu við opnun klukkan sjö í morgun þrátt fyrir fregnirnar af björgunarpakkanum sem nú berast frá Washington. Þetta þótti benda til þess að fjárfestar hafi litla trú á því að stjórnmálamönnum takist að gera björgunarpakkann að veruleika en nú hafa markaðir tekið við sér og nú eru flestar tölur grænar, sem merkir hækkun. 26.9.2011 09:54
Fyrsta Dreamliner vélin afhent Boeing flugvélaverksmiðjurnar hafa afhent fyrstu 787 Dreamliner farþegaþotuna til japanska flugfélagsins All Nippon Airways. Vélin fer í almenna notkun í næsta mánuði en hún er þremur árum á eftir upphaflegri áætlun og segir breska blaðið Guardian að tafirnar hafi kostað Boeing milljarða dollara og sérfræðingar efast um að vélin fari að skila félaginu hagnaði fyrr en í fyrsta lagi að áratugi liðnum. 26.9.2011 08:04
Grikkir fái helming skulda sinna afskrifaðan Í höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington leggja menn nú á ráðin um viðamikinn björgunarpakka fyrir ríki evrusvæðisins. Búist er við því að áætlunin sem nú er í bígerð feli í sér að helmingur allra ríkisskulda Grikkja verði afskrifaður auk þess sem björgunarsjóður evrusvæðisins verði fjórfaldaður og telji í framtíðinni 2000 milljarða evra. 26.9.2011 07:56
Inspired by Iceland skilaði 34 milljarða tekjum í fyrra Markaðsherferðin Inspired by Iceland er talin hafa skilað 33,8 milljörðum króna í tekjur. Alls fóru 700 milljónir króna í átakið, en það er talið hafa skilað sér tæplega fimmtíufalt til baka. Þetta má lesa í skýrslu um átakið sem gerð verður heyrinkunn í dag. 26.9.2011 07:00
Er þegar flutt í annað húsnæði Icelandair Group ætlar að flytja starfsemi ferðaskrifstofunnar Vita yfir í sjálfstætt dótturfélag um næsta áramót. Fyrirtækið hefur þegar flutt í annað húsnæði. 26.9.2011 06:00
Verslunin Iceland verður seld fyrir áramót Stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Asda, sem er í eigu Wal-Mart, hafa tryggt sér fjármögnun fyrir væntanlegt tilboðsferli í eignarhluti skilanefnda Landsbankans og Glitnis í lágvöruverðsverslunina Iceland Foods. Tilboðsgögn og fjárhagsupplýsingar verða send væntanlegum bjóðendum í vikunni, að því fram kemur í netútgáfu breska blaðsins Sunday Times í gær. Stefnt mun að því að selja hlutinn fyrir áramót. 26.9.2011 05:00
Endurskoðendur mæltu með riftunum hjá Gift vegna blekkinga Kaupþings Endurskoðendur sem fóru yfir rekstur eignarhaldsfélagsins Giftar töldu ástæðu til að fara í riftunarmál við Kaupþing vegna blekkinga stjórnenda Kaupþings um styrk bankans, en Gift keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir tugi milljarða króna fyrir hrunið. 25.9.2011 18:30
Blikur á lofti í alþjóðahagkerfinu Miklar blikur eru á lofti í alþjóðahagkerfinu sem nauðsynlegt er að taka á af festu og krefst það öflugra aðgerða af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og aðildarríkja. Þetta kemur fram í ályktun fjárhagsnefndar AGS en nefndin fundaði í gær. 25.9.2011 16:54
Leysa þarf vanda evruríkja án tafar Verði skuldavandi evruríkjanna ekki leystur án tafar gæti það leitt til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að aðstoða önnur ríki í vanda. Þetta er mat seðlabankastjóra Kína og framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 25.9.2011 12:00
Mótmælendur handteknir á Wall Street Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. 25.9.2011 11:45
Ráðning Þorgeirs herkænskuleg til að fá lífeyrissjóði að borðinu Seðlabankinn vill fá helstu lífeyrissjóði landsins að samningaborðinu í gjaldeyrisútboðum bankans, en þau eru forsenda afnáms gjaldeyrishaftanna. Ráðning Þorgeirs Eyjólfssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í starf verkefnisstjóra við afnám haftanna var meðal annars til að ná þessu markmiði. 24.9.2011 18:45
Húsasmiðjan tapaði 309 milljónum á fyrstu 7 mánuðum ársins Húsasmiðjan, sem er sem stendur í söluferli, heldur áfram að tapa peningum en fyrirtækið tapaði 309 milljónum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 93 milljóna króna hagnaði, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. 24.9.2011 12:09
Vikan endaði í smávegis plús Hlutabréfavísitölur í helstu kauphöllum heimsins hækkuðu lítillega í gær eftir sleitulítið verðfall í vikunni. 24.9.2011 10:00
Kínverjar hafa áhuga á íslenska fasteignamarkaðnum Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir hóp kínverskra embættismanna á leið til landsins en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á íslenska fasteignamarkaðinum. Umhugsunarverðar upplýsingar, segir innanríkisráðherra. 23.9.2011 19:15