Viðskipti innlent

12 tilboð bárust í Húsasmiðjuna

Húsasmiðjan
Húsasmiðjan mynd úr safni
Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Húsamiðjuna rann út gær og bárust alls tólf tilboð í fyrirtækið og einstakar rekstrareiningar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, sem annast söluferlið í umboði Framtakssjóðs Íslands, mun nú taka tvær vikur til að yfirfara tilboðin.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framtakssjóði.

Þar segir einnig að verkefnið hafi verið opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og fengu þeir afhent kynningargögn um félagið á grundvelli trúnaðaryfirlýsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×