Viðskipti innlent

Skarphéðinn Berg tekur tímabundið við Iceland Express

Skarphéðinn Berg Steinarsson verður tímabundið í forstjórastólnum.
Skarphéðinn Berg Steinarsson verður tímabundið í forstjórastólnum.


Stjórn Iceland Express hefur ráðið Skarphéðinn Berg Steinarsson tímabundið í starf forstjóra fyrirtæksins en nýráðinn forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, lét óvænt af störfum í gær eftir aðeins tíu daga á forstjórastóli. Í tilkynningu frá félaginu segir að  Skarphéðinn hafi þegar tekið til starfa en hann situr einnig í stjórn félagsins ásamt þeim Pálma Haraldssyni og Sigurði G. Guðjónssyni. „Stjórn félagsins mun á næstu dögum eða vikum ráða nýjan forstjóra til fyrirtækisins,“ segir einnig.

„Brotthvarf Birgis Jónssonar úr stóli forstjóra eftir aðeins tíu daga í starfi hefur engin áhrif á daglegan rekstur Iceland Express. Hjá fyrirtækinu vinnur einbeittur hópur fagfólks sem sér til þess að reksturinn hafi sinn vanagang.  Aldrei áður hafa eins margir kosið að ferðast með Iceland Express og það sem af er þessu ári, bæði útlendingar sem og Íslendingar og framundan er að kynna metnaðarfulla sumaráætlun félagsins fyrir næsta ár,“ segir einnig.


Tengdar fréttir

Vildi reka lykilstarfsmenn og ráða starfsfólk nátengt sér

"Ég kannast ekki við samstarfsörðugleika,“ svarar Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarmaður hjá Iceland Express. Hann segir að þeir hafi rætt hugmyndir og áherslur sem Birgir Jónsson hafði í huga með fyrirtækið á fundi í London í vikunni. Að sögn Skarphéðins var samhljómur í þeim. Birgir sendi frá sér tilkynningu nú í kvöld þar sem hann sagði ekki vera grundvöll fyrir samstarfi á milli hans og stjórnenda félagsins.

Opinberar tölvupósta milli sín og Pálma - ekki hræddur við hann

"Ég er ekki fæddur í gær og hef langa reynslu af samskiptum við Pálma Haraldsson og er ekki hræddur við hann og hans fólk," segir Birgir Jónsson, fyrrum forstjóri Iceland Express, en hann sagði upp störfum í gær eftir einungis tíu daga í starfi.

Flugbransinn er mjög einfaldur

Nýi maðurinn í brúnni hjá Iceland Express hefur klikkunargenið sem þarf til að reyna að lappa upp á eitt hataðasta vörumerki landsins. Rokktrymbillinn Birgir Jónsson segir Stíg Helgasyni að hann muni taka rækilega til hjá félaginu - allt fyrir farþegana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×