Viðskipti innlent

Hættur að rannsaka fimm lífeyrissjóði

Höfuðstöðvar sérstaks saksóknara
Höfuðstöðvar sérstaks saksóknara mynd úr safni
Sérstakur saksóknari hefur hætt rannsókn sinni á máli sem varðar fjárfestingar á vegum fimm lífeyrissjóða sem voru í umsjá gamla Landsbankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landsbankanum.

Staðfesting frá sérstöum saksóknara að rannsókninni hafi verið hætt barst á miðvikudaginn en Landsbankinn fagnar niðurstöðunni „og þeirri óvissu sem það hefur valdið þeim sem tengst hafa málinu, hafi verið eytt.“

„Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort stjórnendur og starfsmenn þeirra lífeyrissjóða sem til skoðunar voru, hafi á fyrri hluta árs 2008 farið út fyrir lagaramma um fjárfestingarákvarðanir og hvort upplýsingagjöf þar að lútandi til FME hafi verið ábótavant. Það var FME sem hóf rannsóknina og kærði síðar málið til sérstaks saksóknara. Rannsóknin hefur staðið yfir í á þriðja ár,“ segir í tilkynningunni.

Lífeyrissjóðirnir eru Íslenski Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður tannlæknafélags Íslands, Lífeyrissjóður hf. Eimaskipafélags Íslands, Kjalar Lífeyrissjóður og Eftirlaunasjóðurr FÍA. Þeir eru allir vistaðir í Landsbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×