Viðskipti innlent

Árni hættir í skilanefnd Glitnis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Tómasson hættir í skilanefndinni.
Árni Tómasson hættir í skilanefndinni. Mynd/ GVA.
Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis hefur ákveðið að segja sig úr skilanefndinni frá og með 1. október næstkomandi. Hann mun samt, að ósk slitastjórnar, sitja áfram í stjórn Íslandsbanka og að aðstoða við söluferli á eignarhlut í bankanum auk þess að gegna tilfallandi störfum sem slitastjórn kann að óska eftir vegna fyrri starfa hans fyrir Glitni.

Í orðsendingu sem Árni Tómasson sendi samstarfsmönnum sínum hjá Glitni í dag segir ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu úr slitastjórninni vera þá að samkvæmt lögum muni verkefni skilanefnda falla til slitastjórnar um áramótin og skilanefndin ljúka störfum. Flutningur á verkefnum hafi gengið vel og svigrúm skapast fyrir sig til þess að ljúka störfum nú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×