Viðskipti innlent

Páll ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins

Páll Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Páll Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Páll Magnússon bæjarritari Kópavogsbæjar hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hann tekur við starfinu af Elínu Jónsdóttur, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá því að stofununin hóf störf í ársbyrjun 2010.

Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjármálaráðherra. Stofnunin fer með eignarhluti ríkisins í fjármálastofnunum.

Páll er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Háskóla Íslands og hefur gegnt stöðu bæjarritara hjá Kópavogsbæ og verið sviðsstjóri stjórnsýslusviðs bæjarins frá árinu 2006. Hann hefur jafnframt verið staðgengill bæjarstjóra. Páll var aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra á  árunum 1999-2006, sat í stjórn Landsvirkjunar árin 2007 - 2011, þar af sem stjórnarformaður í eitt ár.

Þá var hann varaformaður útvarpsráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. um fimm ára skeið.

Páll er kvæntur Aðalheiði Sigursveinsdóttur og eiga þau tvo syni.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×