Viðskipti innlent

Heildarskuldir ríkissjóðs 1386 milljarðar

Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði í lok þessa árs komnar í 1386 milljarðar króna, eða um 85 prósent af landsframleiðslu.

Skuldir ríkisins hækkuðu verulega í kjölfar bankahrunsins. Hallarekstur árins 2009-2011 og fjármögnun eiginfjárframlags til Seðlabankans, Íbúðalánasjóðs og nýju bankanna hafa leitt til þess að áætlaar heildarskuldir ríkisins í lok þess árs verði 1386 milljarðar króna, eða um 85 prósent af vergri landsframleiðslu.

Til samanburðar voru heildarskuldir ríkisins aðeins 23 prósent af vergri landsframleiðslu í lok árs 2007. Skuldastaða ríkissjóðs í lok árs 2011 verður enn hærri ef ákveðið verður að ganga á ónýttar lánsheimildir hjá samstarfsþjóðum sem skuldbundu sig til að lána ríkissjóði í tengslum við efnahagsáætlunin sem studd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta kemur nýrri skýrslu um í áætlun í ríkisfjármálum fyrir árin 2012-2015.

Fram kom í máli fjármálaráðherra að skuldir sem nema um 85 prósent af vergri landsframleiðslu sé vel viðunandi því stuttu eftir bankahrunið þegar útlitið hafi verið sem verst hafi ýmsar spár gert ráð fyrir að þetta hlutfall færi vel yfir hundrað prósent. Til samanburðar er þetta hlutfall vel yfir hundrað prósent í skuldsettustu Evrópuríkjum og er nálgast 150 prósent í Grikklandi, svo dæmi sé tekið.

Gert er ráð fyrir stigmagnandi lækkun skulda ríkisins á næstu árum en samkvæmt skýrslunni er gert ráð fyrir að skuldir ríkisins verði komnar niður í 70 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×