Viðskipti innlent

Endurskipulagningu Sparisjóðs Bolungarvíkur er lokið

Horfur fyrir árið 2010 eru ágætar og við frágang þeirrar fjárhagslegu endurskipulagningar, sem nú bíður samþykkis ESA og fundar stofnfjáreigenda, á rekstrargrundvöllur sparisjóðsins að vera tryggur.
Horfur fyrir árið 2010 eru ágætar og við frágang þeirrar fjárhagslegu endurskipulagningar, sem nú bíður samþykkis ESA og fundar stofnfjáreigenda, á rekstrargrundvöllur sparisjóðsins að vera tryggur.

Sparisjóður Bolungarvíkur tilkynnir að samningum vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar sparisjóðsins er nú lokið með samþykki allra kröfuhafa sparisjóðsins. Tap sjóðsins í fyrra nemur tæpum 2,3 milljörðum kr.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að endanlegur frágangur bíður samþykkis eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en erindið var sent til umsagnar ESA í apríl síðastliðinn.

Fundur stofnfjáreigenda er boðaður þann 10. Júní næstkomandi þar sem farið verður yfir atriði fjárhagslegrar endurskipulagningar sjóðsins og óskað samþykkis stofnfjáreigenda. Í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðsins verða verðbréf sparisjóðsins afskráð úr Kauphöll, en allir eigendur skuldabréfa sem gefin hafa verið út af sparisjóðnum hafa samþykkt afskráningu fyrir sitt leyti.

Samhliða boðun fundar stofnfjáreigenda hefur stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur samþykkt ársreikning fyrir árið 2009. Samkvæmt honum var tap á rekstri sjóðsins 2.260 milljónir og eigið fé var neikvætt en að teknu tilliti til fjárhagslegrar endurskipulagningar er tapið 202 milljónir og eigið fé 19,22%.

Jákvæð áhrif fjárhagslegrar endurskipulagningar sjóðsins sem miðast við 31.12.2009 koma ekki

fram í ársreikningi þar sem dráttur á afgreiðslu málsins var of mikill til að hægt væri að taka tillit til þess í ársreikningi.

Meðal niðurstaðna í ársreiknings Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2009 er að hreinar rekstrartekjur voru neikvæðar um 103 milljón króna.

Rekstrarkostnaður lækkar um 22,6%, þar af lækkar launakostnaður um 12,6% og annar rekstrarkostnaður lækkar um 29,3%.

Virðisrýrnun eigna nam 2.226 milljónum króna samanborið við 667 milljónir árið 2008. Þessi aukning er að mestu leyti tilkomin vegna virðisrýrnuna útlána sparisjóðsins í erlendum myntum.

Heildareignir námu 6.846 milljónum króna í árslok 2009 og hafa dregist saman um 37,5% á árinu.

Útlán til viðskiptamanna námu 3.746 milljónum króna í árslok 2009. Innlán námu 3.758 milljónum króna í lok ársins 2009.

Horfur fyrir árið 2010 eru ágætar og við frágang þeirrar fjárhagslegu endurskipulagningar, sem nú bíður samþykkis ESA og fundar stofnfjáreigenda, á rekstrargrundvöllur sparisjóðsins að vera tryggur. Getur sparisjóðurinn þá tekið á ný stöðu sína sem bakhjarl í heimabyggð og lagt sín lóð á vogaskálarnar við endurreisn íslensks samfélags, að því er segir í tilkynningunni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×