Viðskipti innlent

Skráning á markað er þroskaskref

Fyrirtæki hefur ekki verið skráð á markað hér síðan í mars 2008. Marorka gæti brotið ísinn.fréttablaðið/GVA
Fyrirtæki hefur ekki verið skráð á markað hér síðan í mars 2008. Marorka gæti brotið ísinn.fréttablaðið/GVA

Nýsköpunarfyrirtækið Marorka stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað. Gangi áætlanir eftir verður fyrirtækið skráð á hlutabréfamarkaðinn First North hér og í kauphöllina í Ósló í Noregi í mars á næsta ári.

Síðasta markaðsskráning fyrir-tækis hér á landi var skráning Skipta í Kauphöllinni 19. mars 2008. Exista tók Skipti yfir með manni og mús örskömmu síðar og var félagið tekið af markaði í júní sama ár.

„Þetta er hluti af þroska allra fyrirtækja. Við lítum á undirbúninginn og skráninguna sem lið í að hjálpa Marorku að stækka frekar," segir Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Marorku.

Fyrirtækið varð til árið 1998 en var skráð hjá Fyrirtækjaskrá fjórum árum síðar. Það hefur þróað orkustjórnunarkerfi fyrir skip með það að markmiði að draga úr olíunotkun. Hjá Marorku starfa þrjátíu í dag og eru áætlaðar tekjur sex hundruð milljónir króna. Ekki hefur verið ákveðið hversu stór hluti fyrirtækisins verður skráður þegar að kemur. „Við erum að skoða það," segir Jón Ágúst. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×