Viðskipti innlent

Eignarýrnunin sást ekki í reikningum bankanna

Aðalfundur Landsbankans 2008
Björgólfur Guðmundsson og Sigurjón Þ. Árnason blaða í reikningum bankans fyrir árið 2007. Fréttablaðið/Rósa
Aðalfundur Landsbankans 2008 Björgólfur Guðmundsson og Sigurjón Þ. Árnason blaða í reikningum bankans fyrir árið 2007. Fréttablaðið/Rósa
Gæði útlánasafns bankanna voru byrjuð að rýrna að minnsta kosti tólf mánuðum fyrir fall þeirra og gerði allt fram að fallinu, þótt ekki sæist þess stað í reikningsskilum bankanna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis í kafla skýrslu hennar um ytri endurskoðun.

„Þær rannsóknir sem nefndin hefur gert á fjárhag fjármálafyrirtækjanna benda eindregið til þess að virði útlána og skuldbindinga sem þeim tengdust hafi verið ofmetið í reikningsskilum fyrirtækjanna í árslok 2007 og við hálfsársuppgjör 2008. Þeir erfiðleikar í rekstri og fjármögnun margra viðskiptamanna bankanna sem þá voru þegar komnir fram, miðað við þá athugun sem rannsóknarnefndin hefur gert, benda til þess að þar kunni að hafa skeikað hundruðum milljarða króna,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

Athugun rannsóknarnefndarinnar sýni að þrátt fyrir að framkvæmdar hafi verið margháttaðar „björgunaraðgerðir“ bæði á árinu 2007 og 2008 hafi nánast engar sértækar niðurfærslur verið gerðar, „hvað þá gagnvart stærstu skuldurum fjármálafyrirtækjanna, en meðal þeirra voru helstu eigendur fyrirtækjanna“. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×