Viðskipti innlent

Ráðning Lárusar Welding hafði áhrif á Glitni

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sem tók við af Bjarna Ármannssyni. Hann fékk litlar þrjú hundruð milljónir fyrir að taka við starfinu.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sem tók við af Bjarna Ármannssyni. Hann fékk litlar þrjú hundruð milljónir fyrir að taka við starfinu. Mynd/Vilhelm

Rannsóknarnefnd Alþingis dregur þá ályktun að með láni til Lárusar

Welding, sem veitt var til að fresta 300 milljóna króna eingreiðslu hans samkvæmt samningi, hafi stjórn bankans haft bein áhrif á uppgjör bankans á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Í skýrslunni kemur fram að í uppgjörinu hafi verið gjaldaliði, sem var alls um 5,1 prósent af hagnaði bankans á fyrsta ársfjórðungi, frestað til eins árs, með tilheyrandi ofmati á hagnaði og þar með eigin fé.

Um var að ræða 550 milljóna króna gjöld og framtíðarskuldbindingar

sem félagið tók á sig með ráðningarsamningi við Lárus og fallið höfðu til í

rekstri þess, voru ekki tilkynnt í uppgjöri bankans, hvorki ársreikningi félagsins 2007 né í árshlutareikningi fyrsta ársfjórðungs 2008.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×