Viðskipti innlent

Sibert segir að sig hafi hryllt við stöðu bankakerfisins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsbankinn fékk Sibert og eiginmann hennar til að vinna skýrslu um stöðu bankakerfisins. Mynd/ Pjetur.
Landsbankinn fékk Sibert og eiginmann hennar til að vinna skýrslu um stöðu bankakerfisins. Mynd/ Pjetur.
Anne Sibert, sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að sig hafi hryllt þegar að hún kynnti sér stöðu íslensku bankanna í ársbyrjun 2008. Landsbankinn réð hana þá til að greina stöðu íslensku bankanna.

„Ég vissi ekkert um íslenska bankakerfið svo ég gúgglaði það. Eftir 10 mínútur hryllti mig...... Ég gerði mér fljótlega grein fyrir að ástandið var ómögulegt," segir Sibert.

Sibert og Willem Buiter eiginmaður hennar segja að helstu veikleikar bankakerfisins hafi verið þeir að Seðlabanki Íslands hafi ekki haft nægjanlegan gjaldeyrisvaraforða til að standa við erlendar skuldbindingar sínar.

Eins og kunnugt er stungu forsvarsmenn Landsbankans skýrslu þeirra hjóna undir stól þegar að þeir fengu hana undir hendur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×