Viðskipti innlent

Glitnissjóðir höguðu sér eins og bankar

Sjóðir innan Glitnis höguðu sér eins og bankar.
Sjóðir innan Glitnis höguðu sér eins og bankar.

Sjóður 9, sem tilheyrði Glitni, stækkaði ótrúlega hratt á stuttum tíma samkvæmt rannsóknarskýrslunni. Frá apríl 2007, eftir að Baugur Group varð stór hluthafi í Glitni, jukust fjárfestingar Sjóðs 9 um allt að 400 prósent.

Þegar farið er yfir samsetningu sjóðsins má sjá að hann var nær eingöngu samansettur af hlutabréfum úr Baugi og tengdum félögum eins og Atorka, Gnúpur, Landic Propertys og svo framvegis.

Í lok árs 2007 átti sjóðurinn verðbréf útgefnum af Baugi fyrir 13,5 milljarða króna. Þá voru það 9,7 prósent af heildareignum sjóðsins.

Dæmi eru um að sjóðir innan Glitnis sjóða hafi átt viðskipti sín á milli með óskráð og illseljanleg verðbréf.

Þá segir í skýrslunni að undir lok tímabilsins voru sjóðirnir farnir að starfa meira eins og bankar en fjárfestingarsjóðir. Þetta kemur meðal annars fram í því að farið var að krefjast trygginga gagnvart einstökum útgefendum og fjárfestingar í verðbréfum háðar sérstökum skilmálum um ráðstöfun andvirðis bréfanna.

Rannsóknarnefnd Alþingis gerir líka athugasemd við það að sjóðir sem þessir skuli hafa keypt útgáfur skuldabréfa í heild, eins og Sjóður 9 gerði. Erfitt var að meta markaðsvirði slíkra bréfa og einnig mátti efast um seljanleika þeirra.

Einn stjórnarmanna í Sjóði 9 var Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×