Huldufélag á Kýpur átti rúma 20 milljarða í Kaupþingi 12. apríl 2010 17:46 Hlutabréf eru keypt fyrir sem nemur rúmum 7 milljörðum kr. af Kaupþingi banka í Lúxemborg, af vörslureikningi þar svo ómögulegt er að vita hverjir seljendur eru. Félagið Desulo Trading átti rúmlega 20 milljarða kr. í Kaupþingi og þar af hafði það keypt hlutabréf fyrir 13,3 milljarða af bankanum sjálfum með veði í bréfunum. Desulo Trading Ltd. er stofnað og skráð í Nikosíu á Kýpur í október 2007. Ekki liggur ljóst fyrir hverjir eru í stjórn Desulo Trading Ltd. Í fundargerð lánanefndar Kaupþings dags. 5. júní 2008 kemur fram að eigandi Desulo Trading Ltd. sé Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri Íslensk-Ameríska. Í umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis um Desulo kemur fram að nefndin telur að kaup Desulo hafi verið markaðsmistnotkun og er mál félagsins því væntanlega í pakkanum sem sérstakur saksóknari fékk frá nefndinni. Í skýrslu nefndarinnar segir að þar sem félagið er skráð á Kýpur er engar opinberar upplýsingar að finna um félagið hér á landi aðrar en beiðni um kennitölu fyrir erlent fyrirtæki vegna bankaviðskipta á Íslandi. Á beiðninni kemur fram að umboðsaðili/tengiliður félagsins hér á landi sé Kaupþing banki hf. Tilgangur Desulo Trading Ltd. eru viðskipti sem gerð er nánari grein fyrir í samþykktum félagsins í 45 tölusettum greinum. Hlutafé er 1.000 EUR sem skiptist í 1.000 hluti. Á tímabilinu 1. janúar 2007 til falls bankanna áttu sér stað eftirfarandi viðskipti með hlutabréf og lántökur þeim tengdar vegna hlutabréfakaupa í bönkunum: Hlutabréfaeign Desulo Trading Ltd. í Kaupþingi 1. janúar 2007 var engin. Frá miðju ári 2008 fram að falli Kaupþings fær félagið lánsheimildir hjá Kaupþingi að fjárhæð 13,4 milljarðar kr. til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum. Keypt hlutabréf á tímabilinu nema 13,3 milljörðum kr. Engin hlutabréf eru seld. Við fall bankanna átti Desulo Trading Ltd. því ennþá öll hlutabréfin sem keypt höfðu verið í Kaupþingi. Hlutabréf eru keypt fyrir sem nemur rúmum 7 milljörðum kr. af Kaupþingi banka í Lúxemborg, af vörslureikningi þar svo ómögulegt er að vita hverjir seljendur eru. Athyglisvert er að í september eru öll hlutabréfin keypt af Kaupþingi banka, eigin viðskiptum. Nema þau viðskipti samtals um 4 milljörðum kr. Á lánanefndarfundi Kaupþings banka þann 4. júní 2008 er veitt lánsheimild upp á 5 milljarða íslenskra króna og 150 milljónir sænskra króna til Desulo Trading Limited til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi banka. Hlutabréfin eru að mestu leyti keypt með milligöngu Kaupþings banka í Lúxemborg. Lánið er tryggt með veði í öllum eignum lántakans, sem eru hlutabréf í Kaupþingi, og negative pledge í öllum eignum Desulo Trading Limited. 16. júní 2008 kaupir Desulo 6.500.000 hluti í Kaupþingi. Jafnframt festir Desulo kaup á 2.349.500 hlutum í Kaupþingi í kauphöllinni í Stokkhólmi. Á lánafundi Kaupþings banka 19. júní er samþykkt að veita Desulo aukið lán upp á 770 milljónir kr. til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Þann 30. júní 2008 kaupir Desulo svo 1 milljón hluta í Kaupþingi.Viðkomandi hlutabréf eru veitt sem handveð til tryggingar láninu. Enn er aukið við lánveitingar til Desulo Trading Ltd.þann 7.ágúst 2008 með láni upp á 1.500 milljónir kr. til kaupa á 2 milljónum hluta í Kaupþingi. Hlutirnir eru færðir inn á vörslureikning Desulo þann 12. ágúst 2008. Að lokum er þann 25.september 2008 enn veitt lán til Desulo Trading Ltd.allt að 4.140 milljónum kr.til að fjármagna hlutabréfakaup í Kaupþingi. Fjöldi keyptra hluta er 6,5 milljónir og höfðu þeir verið keyptir dagana 16.-19. september 2008 en raunar voru 500.000 hlutir síðan seldir þann 22. september 2008. Heildarútgjöld vegna viðskiptanna eru því um 4.089 milljónir kr. Fram kemur í fundargerð lánanefndar að lagðar séu að handveði allar eignir Desulo Trading, sem samanstanda af hlutabréfum í Kaupþingi. Eins og áður kemur fram er seljandi bréfanna Kaupþing banki, eigin viðskipti. Hinn 22. september 2008, þegar öll viðskipti Desulo Trading hafa átt sér stað, á félagið því alls 15.500.000 hluti í Kaupþingi keypta á íslenska markaðnum og 2.349.500 hluti keypta á markaði með hlutabréf í Svíþjóð. Samtals er því um að ræða 17.849.500 hluti eða um 2,41% af heildarhlutafé bankans sem er fjármagnað að fullu af bankanum.Að minnsta kosti 6 milljónir af þessum hlutum voru keyptir af eigin viðskiptum Kaupþings banka. Einu tryggingar fyrir láninu eru hlutabréfin sjálf sem lögð eru inn í bankann að handveði og kemur fram í fundargerðum lánanefndar Kaupþings að það séu allar eignir félagsins. Ársreikningur félagsins liggur ekki fyrir enda félagið skráð erlendis. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Félagið Desulo Trading átti rúmlega 20 milljarða kr. í Kaupþingi og þar af hafði það keypt hlutabréf fyrir 13,3 milljarða af bankanum sjálfum með veði í bréfunum. Desulo Trading Ltd. er stofnað og skráð í Nikosíu á Kýpur í október 2007. Ekki liggur ljóst fyrir hverjir eru í stjórn Desulo Trading Ltd. Í fundargerð lánanefndar Kaupþings dags. 5. júní 2008 kemur fram að eigandi Desulo Trading Ltd. sé Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri Íslensk-Ameríska. Í umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis um Desulo kemur fram að nefndin telur að kaup Desulo hafi verið markaðsmistnotkun og er mál félagsins því væntanlega í pakkanum sem sérstakur saksóknari fékk frá nefndinni. Í skýrslu nefndarinnar segir að þar sem félagið er skráð á Kýpur er engar opinberar upplýsingar að finna um félagið hér á landi aðrar en beiðni um kennitölu fyrir erlent fyrirtæki vegna bankaviðskipta á Íslandi. Á beiðninni kemur fram að umboðsaðili/tengiliður félagsins hér á landi sé Kaupþing banki hf. Tilgangur Desulo Trading Ltd. eru viðskipti sem gerð er nánari grein fyrir í samþykktum félagsins í 45 tölusettum greinum. Hlutafé er 1.000 EUR sem skiptist í 1.000 hluti. Á tímabilinu 1. janúar 2007 til falls bankanna áttu sér stað eftirfarandi viðskipti með hlutabréf og lántökur þeim tengdar vegna hlutabréfakaupa í bönkunum: Hlutabréfaeign Desulo Trading Ltd. í Kaupþingi 1. janúar 2007 var engin. Frá miðju ári 2008 fram að falli Kaupþings fær félagið lánsheimildir hjá Kaupþingi að fjárhæð 13,4 milljarðar kr. til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum. Keypt hlutabréf á tímabilinu nema 13,3 milljörðum kr. Engin hlutabréf eru seld. Við fall bankanna átti Desulo Trading Ltd. því ennþá öll hlutabréfin sem keypt höfðu verið í Kaupþingi. Hlutabréf eru keypt fyrir sem nemur rúmum 7 milljörðum kr. af Kaupþingi banka í Lúxemborg, af vörslureikningi þar svo ómögulegt er að vita hverjir seljendur eru. Athyglisvert er að í september eru öll hlutabréfin keypt af Kaupþingi banka, eigin viðskiptum. Nema þau viðskipti samtals um 4 milljörðum kr. Á lánanefndarfundi Kaupþings banka þann 4. júní 2008 er veitt lánsheimild upp á 5 milljarða íslenskra króna og 150 milljónir sænskra króna til Desulo Trading Limited til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi banka. Hlutabréfin eru að mestu leyti keypt með milligöngu Kaupþings banka í Lúxemborg. Lánið er tryggt með veði í öllum eignum lántakans, sem eru hlutabréf í Kaupþingi, og negative pledge í öllum eignum Desulo Trading Limited. 16. júní 2008 kaupir Desulo 6.500.000 hluti í Kaupþingi. Jafnframt festir Desulo kaup á 2.349.500 hlutum í Kaupþingi í kauphöllinni í Stokkhólmi. Á lánafundi Kaupþings banka 19. júní er samþykkt að veita Desulo aukið lán upp á 770 milljónir kr. til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Þann 30. júní 2008 kaupir Desulo svo 1 milljón hluta í Kaupþingi.Viðkomandi hlutabréf eru veitt sem handveð til tryggingar láninu. Enn er aukið við lánveitingar til Desulo Trading Ltd.þann 7.ágúst 2008 með láni upp á 1.500 milljónir kr. til kaupa á 2 milljónum hluta í Kaupþingi. Hlutirnir eru færðir inn á vörslureikning Desulo þann 12. ágúst 2008. Að lokum er þann 25.september 2008 enn veitt lán til Desulo Trading Ltd.allt að 4.140 milljónum kr.til að fjármagna hlutabréfakaup í Kaupþingi. Fjöldi keyptra hluta er 6,5 milljónir og höfðu þeir verið keyptir dagana 16.-19. september 2008 en raunar voru 500.000 hlutir síðan seldir þann 22. september 2008. Heildarútgjöld vegna viðskiptanna eru því um 4.089 milljónir kr. Fram kemur í fundargerð lánanefndar að lagðar séu að handveði allar eignir Desulo Trading, sem samanstanda af hlutabréfum í Kaupþingi. Eins og áður kemur fram er seljandi bréfanna Kaupþing banki, eigin viðskipti. Hinn 22. september 2008, þegar öll viðskipti Desulo Trading hafa átt sér stað, á félagið því alls 15.500.000 hluti í Kaupþingi keypta á íslenska markaðnum og 2.349.500 hluti keypta á markaði með hlutabréf í Svíþjóð. Samtals er því um að ræða 17.849.500 hluti eða um 2,41% af heildarhlutafé bankans sem er fjármagnað að fullu af bankanum.Að minnsta kosti 6 milljónir af þessum hlutum voru keyptir af eigin viðskiptum Kaupþings banka. Einu tryggingar fyrir láninu eru hlutabréfin sjálf sem lögð eru inn í bankann að handveði og kemur fram í fundargerðum lánanefndar Kaupþings að það séu allar eignir félagsins. Ársreikningur félagsins liggur ekki fyrir enda félagið skráð erlendis.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira