Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn jókst um 9,7 milljarða í mars

Mesta hreyfingin í yfirlitinu eru innistæður ríkisins og ríkisstofnana en þær minnkuðu um 80,7 milljarða kr. í marsmánuði, fóru úr 293,4 milljörðum kr. í lok febrúar og í 212,7 milljarða kr. í lok mars.
Mesta hreyfingin í yfirlitinu eru innistæður ríkisins og ríkisstofnana en þær minnkuðu um 80,7 milljarða kr. í marsmánuði, fóru úr 293,4 milljörðum kr. í lok febrúar og í 212,7 milljarða kr. í lok mars.
Gjaldeyrisforðinn í heild jókst um 9,7 milljarða kr. í mars og stóð forðinn í tæpum 490 milljörðum kr. um síðustu mánaðarmót.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans þar sem fjallað er um efnahagsyfirlit bankans. Nettóstaða gjaldeyrisforða minnkaði hinsvegar um 10 milljarða kr. í marsmánuði. Fór staðan úr 137,6 milljörðum kr. og niður í 127,6 milljarða kr.

Mesta hreyfingin í yfirlitinu eru innistæður ríkisins og ríkisstofnana en þær minnkuðu um 80,7 milljarða kr. í marsmánuði, fóru úr 293,4 milljörðum kr. í lok febrúar og í 212,7 milljarða kr. í lok mars.

Af öðrum stórum hreyfingum milli febrúar og mars má nefna að almennar innistæður innlánsstofnana jukust um 37 milljarða kr., grunnfé Seðlabankans jókst um 37,5 milljarða kr. og innistæðibréf innlánsstofnana jukust um 26 milljarða kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×