Fleiri fréttir

Actavis fær ekki að kaupa Ratiopharm

Reuters hefur það eftir heimildarmönnum að Actavis komi ekki lengur til greina sem kaupandi að þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm.

Alls skulda 16 sveitarfélög LSS meir en milljarð hvert

Í ársreikningi Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) fyrir síðasta ár kemur fram að alls skulda 16 sveitar-og bæjarfélög sjóðnum meir en milljarð kr. Hafnarfjörður skuldar mest eða tæplega 7,5 milljarða kr. næst kemur Kópavogur með tæpa 6,5 milljarða kr. og í þriðja sæti er Akureyri með tæpa 4,2 milljarða kr.

Jón Ásgeir undirbýr endurkomu í verslunargeira London

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður Baugs Group, er að undirbúa opnun þriggja lágvöruverðsverslana í London. Búðirnar mun heita Best Price að því er fram kemur í frétt um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Verið sé að leita að heppilegum staðsetningum fyrir þessar búðir.

Ný efnahagsáætlun ef Icesave leysist ekki

Þeim mun lengra sem líður án samkomulags um Icesave aukast líkur á að hverfa þurfi frá efnahagsáætlun ríkisins og AGS, að mati seðlabankastjóra. Þá megi naumlega forða greiðsluþroti ríkisins, en landið verði berskjaldað og þrengingar aukist.

Kröfur lækka um 30 milljarða í þrotabú Kaupþings

Gott jafnvægi er komið á útlánasafn Kaupþings, sem er með tvö lánasöfn í virkri stýringu: norrænt og evrópskt. Þá hafa kröfur í búið lækkað um 30 milljarða kr. með endurskoðun á kröfuhafaskrá bankans.

Fyrirtækin skulda um 112 milljarða í skatta

Alls voru um 112 milljarðar króna í vanskilum af sköttum og opinberum gjöldum hjá atvinnulífinu um síðustu áramót, samkvæmt áætlunum. Tekur það bæði til lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að hægt verði að fresta greiðslu á þessum skuldum.

Securitas fylgir ekki með í sölu Securitas

Sænska félagið Securitas AB hafnar því að vörumerkið Securitas fylgi með í kaupunum á þrotabúi öryggisfyrirtækisins Securitas hér á landi. Vörumerkið er skráð í eigu sænska fyrirtækisins hjá Einkaleyfisstofunni.

Plan b ef lánsfé fæst ekki

Seðlabankastjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir greiðslufall ríkisins, hvort sem erlent lánsfé fæst samkvæmt áætlun eða grípa þurfi til plans b, en hvorug leiðin sé sársaukalaus. Plan b feli í sér lægra gengi krónunnar og lægri laun.

Horfa fram á málaferli vegna riftunar- og skaðabótamála

Innri starfsemi SPRON sætti rannsókn í aðdraganda að yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á sparisjóðnum. Rannsóknin bendir til þess að þrotabúið gæti átt yfir höfði sér málsóknir vegna riftunar og skaðabótamála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Spron.

Gengi hlutabréfa Icelandair hækkar um tíu prósent

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um tíu prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa færeyska bankans Eik Bank, sem hækkaði um 3,29 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Marel um 3,05 prósent, Century Aluminum um 2,19 prósent og Færeyjabanka um 0,32 prósent.

GBI vísitalan hækkaði töluvert í miklum viðskiptum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,6% í dag í miklum viðskiptum eða 20,2 milljörðum kr. og er þetta mesta hækkun vísitölunnar síðan í byrjun desember 2009. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,6% í 4,9 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,6% í 15,3 milljarða kr. viðskiptum.

Fjárfestagoðsögn: Evran deyr og tvær bólur bresta

Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.

Verulega dregur úr samdrætti í veltu innanlands

Innlend velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum var um 2,6% minni að raunvirði á tímabilinu nóvember til desember síðastliðinn samanborið við sama tímabil árið 2008. Að nafnvirði jókst innlend velta hins vegar um 5,2%. Á þennan mælikvarða hefur verulega dregið úr samdrættinum í hagkerfinu en til samanburðar var samdrátturinn 13,4% að raunvirði á tímabilinu september til október síðastliðinn samanborið við sama tímabil 2008.

Fá skattahandvömm bankanna í bakið

Bankarnir létu hjá líða að greiða skatta af afleiðuviðskiptum viðskiptavina sinna og nú eru viðskiptavinirnir að fá það í bakið. Þeir þúsund einstaklingar sem fá bréf frá skattrannsóknarstjóra vegna vantaldra skatttekna geta hins vegar borið ákvörðun um skattfjárhæð undir yfirskattanefnd og lögmæti skattskyldunnar undir dómstóla.

Nýfjárfestingar í gjaldeyri nema 14 milljörðum

Fjórtán milljarðar í formi erlends gjaldeyris vegna nýfjárfestinga hafa streymt til landsins frá því Seðlabankinn steig fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta, segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Erlendar eignir bjarga stöðunni í lok næsta árs

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þjóðarbúið ráði við greiðslur á erlendum lánum á gjalddaga í lok næsta árs og upphafi ársins 2012. Hann nefnir sem dæmi erlendar eignir sem hægt sé að leysa til sín eins og Kaupþingslánið sem veitt var með veði í FIH bankanum haustið 2008.

Seðlabankastjóri: Möguleiki á nýrri efnahagsáætlun

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ef útlit er fyrir að Icesave deilan verði ekki leyst í bráð væri möguleiki á að koma nýrri efnahagsáætlun á fót. Þetta yrði þó ekki gert af Seðlabankanum einum saman heldur í samvinnu við stjórnvöld og fleiri aðila.

Eik Banki fær ríkistryggð lán upp á 209 milljarða

Eik Banki hefur gert samning við dönsk stjórnvöld um aðgang að ríkistryggðum lánum upp á 9,1 milljarð danskra kr. eða 209 milljarða kr. Lánin koma í gegnum Danish Financial Stability Company.

S&P: Lánshæfi ÍLS mun fylgja lánshæfi ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í BBB á neikvæðum horfum muni haldast óbreytt fram til loka apríl. Þá mun S&P endurmeta stöðu ríkissjóðs og ef lánshæfi ríkissjóð fellur ennfrekar mun S&P lækka lánshæfiseinkunn ÍLS um einn flokk.

Seðlabankinn svarar ekki efnahags- og viðskiptaráðuneyti

„Í tilefni af þessari fyrirspurn óskaði ráðuneytið eftir umsögn Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Svar ráðuneytisins er byggt á svari Fjármálaeftirlitsins þar sem Seðlabanki Íslands hefur enn ekki svarað ráðuneytinu þrátt fyrir töluverða eftirleitan," segir í svari Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi um aðgerðir vegna meintra brota á gjaldeyrisreglum.

Aflaverðmætið jókst um tæpa 16 milljarða í fyrra

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 115 milljörðum króna á árinu 2009, samanborið við 99 milljarða yfir árið 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 16 milljarða eða 16% á milli ára.

Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5%

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 7,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 8,75%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 9,0% og daglánavextir í 10,5%.

Actavis leggur fram lokatilboð í Ratiopharm

Actavis og Teva hafa verið beðin um að leggja fram lokatilboð sín í þýska samheitafyrirtækið Ratiopharm á morgun, fimmtudag, að því er heimildir Reuters herma. Hinsvegar mun bandaríski lyfjarisinn Pfizer leggja fram sitt lokatilboð í dag.

Fasteignaverð lækkar áfram á höfuðborgarsvæðinu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 302,1 stig í febrúar 2010 og lækkar um 0,4% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 2,2%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 3,8% og lækkun síðastliðna 12 mánuði var 10%.

Hagnaður HB Granda nam 2,2 milljörðum í fyrra

Hagnaður HB Granda, eftir skatta, nam rúmum 2,2 milljörðum kr. á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjör ársins sem birt hefur verið á heimasíðu HB Granda.

Skammstöfunin BG ávísun á viðskiptalegt afhroð

Skammstöfunin BG virðist hafa farið verr út úr hruninu heldur flestar aðrar. Björgólfur Guðmundsson er gjaldþrota, sömuleiðis Baugur Group og Baldur Guðlaugsson er grunaður um hundruð milljóna innherjasvik.

Bílaleiga Akureyrar kaupir 175 nýja bíla af Suzuki umboðinu

Höldur-Bílaleiga Akureyrar og Suzuki bílaumboðið á Íslandi hafa skrifað undir kaup bílaleigunnar á að minnsta kosti 175 nýjum bílum af tegundunum Suzuki Swift og Suzuki Grand Vitara og hugsanlega verður bílunum fjölgað eitthvað þegar nær dregur sumri, að fram kemur í tilkynningu. Fyrr í dag var greint frá samkomulagi bílaleigunnar og Heklu um kaup á 200 nýjum bílum.

Helga Valfells ráðin framkvæmdastjóri

Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur ákveðið að ráða Helgu Valfells, fyrrverandi aðstoðarmann Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra, sem framkvæmdastjóra sjóðsins. Hún tekur við af Finnboga Jónssyni sem hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.

Seðlabankinn notaði 15 milljarða til að styrkja gengi krónunnar

Frá því í desember 2008 hefur Seðlabanki Íslands selt gjaldeyri fyrir 15,1 milljarð kr. til að styðja við gengi krónunnar. Verulega hefur dregið úr gjaldeyrissölu Seðlabankans síðustu mánuði og hefur bankinn ekki átt í viðskiptum á millibankamarkaði frá því í nóvember 2009.

Telja skattsvik í bönkunum nema hundruðum milljarða

Þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telja að skattsvik í gömlu bönkunum þremur, Kaupþingi, Landsbanka og Glitni hafi numið hundruðum milljarða. Þetta kom fram í máli þeirra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Steingrímur: Sparisjóðir verði á félagslegum grunni

Ákvarðanir um endurreisn sparisjóðanna verða kynntar á næstu dögum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boðar að sparisjóðirnir verði endurreistir með sterka fótfestu í byggðunum og þeir verði reknir á félagslegum grundvelli.

Gríðarlegur samdráttur í fjárfestingu atvinnuveganna

Gríðarlegur samdráttur varð í fjárfestingu atvinnuveganna á síðasta ári. Nam samdrátturinn frá fyrra ári 54% og kemur sá samdráttur í kjölfar tæplega 30% samdráttar árið 2008 og 22% samdráttar árið 2007.

Dánarbú Michael Jackson gerir risasamning við Sony

Dánarbú poppkóngsins Michael Jackson hefur fallist á stærsta útgáfusamning sögunnar við Sony Music. Verðmæti samningsins er talið nema ríflega 200 milljónum dollara eða um 25 milljarða kr.

Sjá næstu 50 fréttir