Viðskipti innlent

Jón Ásgeir undirbýr endurkomu í verslunargeira London

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður Baugs Group, er að undirbúa opnun þriggja lágvöruverðsverslana í London. Búðirnar mun heita Best Price að því er fram kemur í frétt um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Verið sé að leita að heppilegum staðsetningum fyrir þessar búðir.

Í fréttinni segir að að hugmyndin sé að byggja verslanirnar upp á svipaðan hátt og Bónus var byggður upp á Íslandi frá árinu 1989 en þá byrjuðu þeir feðgar Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson með tvær hendur tómar, tóku ekki við greiðslukortum og staðgreiddu öll kaup frá birgjum.

Félagið Best Price Foods Limited var upphaflega stofnað í júní 2009 undir heitinu Bonus Foods Limited. Samkvæmt bresku fyrirtækjaskránni er Hörður Logi Hafsteinsson skráður framkvæmdastjóri félagsins. Hörður er fyrrum starfsmaður Baugs Group. Hefur hann áður starfað með Jóni Ásgeiri og Gunnari Sigurðssyni að ýmsum verkefnum í London.

Í skráningalýsingu Bonus Foods frá því í júní á síðasta ári kemur fram að heimilisfang félagsins er 413 Oxford Street. Þetta er sama heimilisfang og hjá JMS Partners Limited. Það félag er í eigu Jóns Ásgeirs, Gunnars Sigurðssonar og Donalds McCarthy forstjóra House of Fraser, að því er segir í Viðskiptablaðinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×