Viðskipti innlent

Plan b ef lánsfé fæst ekki

Sigríður Mogensen skrifar

Seðlabankastjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir greiðslufall ríkisins, hvort sem erlent lánsfé fæst samkvæmt áætlun eða grípa þurfi til plans b, en hvorug leiðin sé sársaukalaus. Plan b feli í sér lægra gengi krónunnar og lægri laun.

Lán frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa ítrekað frestast vegna tafa á lausn Icesave deilunnar.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir ekki bráða þörf á gjaldeyri eins og stendur. Til standi að endurmeta erlenda lánsfjárþörf landsins, vísbendingar séu um að hún hafi minnkað.

"Við alla vegana þurfum að skoða hvort við þurfum þetta allt og á hvaða tíma við þurfum þetta allt," segir Már en vissulega er dýrt að halda úti stóran gjaldeyrisforða, en forði sé nauðsynlegur ef afnema á gjaldeyrishöftin og til að eiga fyrir afborgunum ríkisins á næstu misserum. En hvað gerist ef lausn Icesave deilunnar dregst enn á langinn og erlent lánsfé fæst ekki?

„Þá gætum við þurft að fara í það að kaupa gjaldeyri, plan b. felur í sér lægra gengi, lægri raunlaun og aðhaldssamari

bara til að tryggja það að við lendum ekki í greiðslufalli," segir Már.

Þungir gjalddagar hvíla á ríkissjóði á næsta ári og spurningar hafa vaknað um getu ríkisins til að standa undir þeim. Seðlabankastjóri segist telja að hægt sé að koma í veg fyrir greiðslufall, hvort sem erlent lánsfé fæst samkvæmt áætlun eða grípa þurfti til plans b.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×