Gríðarlegur samdráttur í fjárfestingu atvinnuveganna 16. mars 2010 11:56 Gríðarlegur samdráttur varð í fjárfestingu atvinnuveganna á síðasta ári. Nam samdrátturinn frá fyrra ári 54% og kemur sá samdráttur í kjölfar tæplega 30% samdráttar árið 2008 og 22% samdráttar árið 2007. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að hér muni mestu um minni stóriðjufjárfestingu en einnig hefur áhrif að minna er nú fjárfest í byggingum og öðrum mannvirkjum en þessar tölur koma varla neinum á óvart sem þreytt hefur þorrann hér á landi undanfarin misseri. Atvinnulífið hefur lægt seglin samhliða því sem allar ytri aðstæður í hagkerfinu hafa verið með erfiðasta móti. Ennþá meiri varð samdrátturinn í fjárfestingu í íbúðarhúsnæði á síðasta ári en hann nam tæpum 58% frá fyrra ári. Samdrátturinn nú kemur í kjölfar 22% samdráttar árið 2008. Þetta er mikill viðsnúningur frá þróun fyrri ára, en árlegur meðalvöxtur íbúðafjárfestingar var í kringum 20% árin 2004 - 2007. Í nýjustu spá Seðlabankans er enn gert ráð fyrir samdrætti á þessu ári sem nemur tæpum 19%. Bati næst svo árið 2011 samkvæmt spá Seðlabankans þegar fjárfesting í íbúðarhúsnæði eykst um 9,5% frá fyrra ári. Þetta er mikill viðsnúningur frá því sem áður var en hátt fjárfestingastig hefur, ásamt einkaneyslu, verið ein helsta undirstaða hagvaxtar hér á landi undanfarin ár. Núna er fjárfesting í hagkerfinu hinsvegar í sögulegu lágmarki og var á síðasta ári aðeins 14,1% af landsframleiðslunni. Þessi mikli viðsnúningur í fjárfestingu er sérstaklega harður í ljósi þess hversu hátt fjárfestingastigið hefur verið í hagkerfinu á undanförnum árum en hápunktur þeirra þróunar varð árið 2006 þegar fjárfesting í stóriðju náði hámarki. Það ár nam fjárfesting tæplega 35% af landsframleiðslu sem var bæði langt yfir sögulegu meðaltali og því sem sést í öðrum iðnvæddum ríkjum. Að meðaltali hefur hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu verið 25% óslitið frá árinu 2000 og allt fram til ársins 2008. Á síðasta ári dróst fjárfesting saman um 50% en frá því fjárfesting í hagkerfinu náði hámarki árið 2006 hefur hún dregist saman ár frá ári. Í fyrstu var samdrátturinn að mestu leyti tilkominn vegna endaloka stóriðjuframkvæmda en svo bættust við áhrif fjármálakreppunnar. Niðurstaðan er gríðarlegur samdráttur með tilheyrandi áhrifum á atvinnustig og hagvöxt. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Gríðarlegur samdráttur varð í fjárfestingu atvinnuveganna á síðasta ári. Nam samdrátturinn frá fyrra ári 54% og kemur sá samdráttur í kjölfar tæplega 30% samdráttar árið 2008 og 22% samdráttar árið 2007. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að hér muni mestu um minni stóriðjufjárfestingu en einnig hefur áhrif að minna er nú fjárfest í byggingum og öðrum mannvirkjum en þessar tölur koma varla neinum á óvart sem þreytt hefur þorrann hér á landi undanfarin misseri. Atvinnulífið hefur lægt seglin samhliða því sem allar ytri aðstæður í hagkerfinu hafa verið með erfiðasta móti. Ennþá meiri varð samdrátturinn í fjárfestingu í íbúðarhúsnæði á síðasta ári en hann nam tæpum 58% frá fyrra ári. Samdrátturinn nú kemur í kjölfar 22% samdráttar árið 2008. Þetta er mikill viðsnúningur frá þróun fyrri ára, en árlegur meðalvöxtur íbúðafjárfestingar var í kringum 20% árin 2004 - 2007. Í nýjustu spá Seðlabankans er enn gert ráð fyrir samdrætti á þessu ári sem nemur tæpum 19%. Bati næst svo árið 2011 samkvæmt spá Seðlabankans þegar fjárfesting í íbúðarhúsnæði eykst um 9,5% frá fyrra ári. Þetta er mikill viðsnúningur frá því sem áður var en hátt fjárfestingastig hefur, ásamt einkaneyslu, verið ein helsta undirstaða hagvaxtar hér á landi undanfarin ár. Núna er fjárfesting í hagkerfinu hinsvegar í sögulegu lágmarki og var á síðasta ári aðeins 14,1% af landsframleiðslunni. Þessi mikli viðsnúningur í fjárfestingu er sérstaklega harður í ljósi þess hversu hátt fjárfestingastigið hefur verið í hagkerfinu á undanförnum árum en hápunktur þeirra þróunar varð árið 2006 þegar fjárfesting í stóriðju náði hámarki. Það ár nam fjárfesting tæplega 35% af landsframleiðslu sem var bæði langt yfir sögulegu meðaltali og því sem sést í öðrum iðnvæddum ríkjum. Að meðaltali hefur hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu verið 25% óslitið frá árinu 2000 og allt fram til ársins 2008. Á síðasta ári dróst fjárfesting saman um 50% en frá því fjárfesting í hagkerfinu náði hámarki árið 2006 hefur hún dregist saman ár frá ári. Í fyrstu var samdrátturinn að mestu leyti tilkominn vegna endaloka stóriðjuframkvæmda en svo bættust við áhrif fjármálakreppunnar. Niðurstaðan er gríðarlegur samdráttur með tilheyrandi áhrifum á atvinnustig og hagvöxt.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun