Fjárfestagoðsögn: Evran deyr og tvær bólur bresta 17. mars 2010 14:03 Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.Þetta kom fram í máli Jim Rogers í viðtali á fréttastöðinni CNBC. Rogers segir að til hafi verið mörg myntsambönd í veraldarsögunni. Þau hafi ekki lifað af og það sama eigi við um evruna.„Ef evrulöndin hlaupa til og bjarga Grikklandi mun það veikja stoðirnar undir evrunni," segir Rogers. „Ég myndi velja að láta Grikkland verða gjaldþrota og sýna þannig öllum að evran er mynt sem taka beri alvarlega."Rogers segir að breska pundið sé undir vaxandi þrýstingi vegna fjárlaga- og viðskiptahalla Bretlands. Tvær af mikilvægustu eignum Breta, Norðursjávarolían og fjármálamiðstöðin í London muni hafa minni þýðingu fyrir landið í framtíðinni. Samhliða þessu neitar Rogers að hann hafi tekið stöðu gegn pundinu.„Það eru tvær bólur í gangi í heiminum núna, önnur er skuldabréfabóla og hin bólar liggur í þéttbýlum svæðum í Kína," segir Rogers sem jafnframt lætur þess getið að hann hafi ekki fjárfest í hlutabréfum síðan 2008. Í staðinn setji hann sitt fé í hrávörur.Rogers er m.a.þekktur fyrir að hafa smíðað Rogers International Commodity Index, þekkt sem RICI vísitalan. Sú vístala mælir breytingar á hrávöruverði í heiminum og samanstendur af þróun á verðlagi 35 hrávara á 11 mismunandi hrávörumörkuðum.Rogers er fyrrum viðskiptafélagi ofurfjárfestirins George Soros en saman stofnuðu þeir fjárfestingasjóðinn Quantum Fund á áttunda áratugnum. Á árunum upp úr 1990 sköpuðu þeir félagar oft mikið öngþveiti á gjaldmiðlamörkuðum heimsins með mjög umdeildri fjárfestingastefnu sinni.Þeir urðu síðan heimsfrægir báðir tveir árið 1992 þegar þeir snýttu Englandsbanka um einn milljarð punda með því að taka risavaxna stöðu gegn pundinu. Þetta leiddi til þess að Bretland varð að segja sig úr ERM, evrópska myntsamstarfinu. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.Þetta kom fram í máli Jim Rogers í viðtali á fréttastöðinni CNBC. Rogers segir að til hafi verið mörg myntsambönd í veraldarsögunni. Þau hafi ekki lifað af og það sama eigi við um evruna.„Ef evrulöndin hlaupa til og bjarga Grikklandi mun það veikja stoðirnar undir evrunni," segir Rogers. „Ég myndi velja að láta Grikkland verða gjaldþrota og sýna þannig öllum að evran er mynt sem taka beri alvarlega."Rogers segir að breska pundið sé undir vaxandi þrýstingi vegna fjárlaga- og viðskiptahalla Bretlands. Tvær af mikilvægustu eignum Breta, Norðursjávarolían og fjármálamiðstöðin í London muni hafa minni þýðingu fyrir landið í framtíðinni. Samhliða þessu neitar Rogers að hann hafi tekið stöðu gegn pundinu.„Það eru tvær bólur í gangi í heiminum núna, önnur er skuldabréfabóla og hin bólar liggur í þéttbýlum svæðum í Kína," segir Rogers sem jafnframt lætur þess getið að hann hafi ekki fjárfest í hlutabréfum síðan 2008. Í staðinn setji hann sitt fé í hrávörur.Rogers er m.a.þekktur fyrir að hafa smíðað Rogers International Commodity Index, þekkt sem RICI vísitalan. Sú vístala mælir breytingar á hrávöruverði í heiminum og samanstendur af þróun á verðlagi 35 hrávara á 11 mismunandi hrávörumörkuðum.Rogers er fyrrum viðskiptafélagi ofurfjárfestirins George Soros en saman stofnuðu þeir fjárfestingasjóðinn Quantum Fund á áttunda áratugnum. Á árunum upp úr 1990 sköpuðu þeir félagar oft mikið öngþveiti á gjaldmiðlamörkuðum heimsins með mjög umdeildri fjárfestingastefnu sinni.Þeir urðu síðan heimsfrægir báðir tveir árið 1992 þegar þeir snýttu Englandsbanka um einn milljarð punda með því að taka risavaxna stöðu gegn pundinu. Þetta leiddi til þess að Bretland varð að segja sig úr ERM, evrópska myntsamstarfinu.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira