Krónubréfum skipt út fyrir skuldabréf í erlendri mynt 24. febrúar 2010 10:53 Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að gert sé ráð fyrir að eigendum skammtímafjármagns verði að lokum boðið að skipta á krónubréfum og skuldabréfum í erlendum gjaldmiðlum í útboði. Líklega eru eigendur krónubréfanna í mörgum tilvikum fyrrverandi eigendur jöklabréfa. Þetta kemur fram í svari Gylfa Magnússonar við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um jöklabréf og gjaldeyrishöft. Ásbjörn spurði m.a. hvernig ráðherrann hyggðist beita sér fyrir því að leysa málefni tengd jöklabréfum þannig að hægt verði að losa um gjaldeyrishöftin? „Það eru raunar engin mál útistandandi varðandi svokölluð jöklabréf, þ.e. skuldabréf sem gefin voru út erlendis af erlendum aðilum og að mestu leyti seld erlendum fjárfestum. Fyrrnefndar innstæður erlendra aðila eru hins vegar afsprengi útgáfu svokallaðra jöklabréfa," segir í svari Gylfa Magnússonar. „Í áætlun Seðlabankans um afnám haftanna, sem birt var sl. sumar, er gert ráð fyrir því að hömlum verði aflétt fyrst á ákveðnum flokkum langtímaskuldabréfa. Gera má ráð fyrir að innan tíðar verði ákveðnir flokkar langtímaskuldabréfa að mestu leyti komnir í eigu innlendra fagfjárfesta eða erlendra langtímafjárfesta (nýfjárfesting hefur nú þegar verið heimiluð). Að því gefnu að Icesave-deilan verði til lykta leidd og þar af leiðandi nægur gjaldeyrisforði til staðar ætti því að vera hægt að leysa höft af fjármagnshreyfingum tengdum viðskiptum með langtímaskuldabréf tiltölulega fljótlega. Næstu skref þar á eftir munu ráðast af því hvernig til tekst um fyrsta skrefið, en gert er ráð fyrir að eigendum skammtímafjármagns (sem líklega eru í mörgum tilvikum fyrrverandi eigendur jöklabréfa) verði að lokum boðið að skipta á krónubréfum og skuldabréfum í erlendum gjaldmiðlum í útboði." Ásbjörn spurði einnig hvort gjaldeyrishöftin hafi komið í veg fyrir greiðslur úr landi vegna jöklabréfa sem eru komin á gjalddaga? „Já, andvirði jöklabréfa sem fallið hafa á gjalddaga liggur nú að miklu leyti inni á krónureikningum í erlendum bönkum eða er bundið í innlendum skammtímabréfum. Höftin koma í veg fyrir að hægt sé að skipta andvirði þessara eigna í erlendan gjaldeyri á innlendum gjaldeyrismarkaði," segir í svarinu. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að gert sé ráð fyrir að eigendum skammtímafjármagns verði að lokum boðið að skipta á krónubréfum og skuldabréfum í erlendum gjaldmiðlum í útboði. Líklega eru eigendur krónubréfanna í mörgum tilvikum fyrrverandi eigendur jöklabréfa. Þetta kemur fram í svari Gylfa Magnússonar við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um jöklabréf og gjaldeyrishöft. Ásbjörn spurði m.a. hvernig ráðherrann hyggðist beita sér fyrir því að leysa málefni tengd jöklabréfum þannig að hægt verði að losa um gjaldeyrishöftin? „Það eru raunar engin mál útistandandi varðandi svokölluð jöklabréf, þ.e. skuldabréf sem gefin voru út erlendis af erlendum aðilum og að mestu leyti seld erlendum fjárfestum. Fyrrnefndar innstæður erlendra aðila eru hins vegar afsprengi útgáfu svokallaðra jöklabréfa," segir í svari Gylfa Magnússonar. „Í áætlun Seðlabankans um afnám haftanna, sem birt var sl. sumar, er gert ráð fyrir því að hömlum verði aflétt fyrst á ákveðnum flokkum langtímaskuldabréfa. Gera má ráð fyrir að innan tíðar verði ákveðnir flokkar langtímaskuldabréfa að mestu leyti komnir í eigu innlendra fagfjárfesta eða erlendra langtímafjárfesta (nýfjárfesting hefur nú þegar verið heimiluð). Að því gefnu að Icesave-deilan verði til lykta leidd og þar af leiðandi nægur gjaldeyrisforði til staðar ætti því að vera hægt að leysa höft af fjármagnshreyfingum tengdum viðskiptum með langtímaskuldabréf tiltölulega fljótlega. Næstu skref þar á eftir munu ráðast af því hvernig til tekst um fyrsta skrefið, en gert er ráð fyrir að eigendum skammtímafjármagns (sem líklega eru í mörgum tilvikum fyrrverandi eigendur jöklabréfa) verði að lokum boðið að skipta á krónubréfum og skuldabréfum í erlendum gjaldmiðlum í útboði." Ásbjörn spurði einnig hvort gjaldeyrishöftin hafi komið í veg fyrir greiðslur úr landi vegna jöklabréfa sem eru komin á gjalddaga? „Já, andvirði jöklabréfa sem fallið hafa á gjalddaga liggur nú að miklu leyti inni á krónureikningum í erlendum bönkum eða er bundið í innlendum skammtímabréfum. Höftin koma í veg fyrir að hægt sé að skipta andvirði þessara eigna í erlendan gjaldeyri á innlendum gjaldeyrismarkaði," segir í svarinu.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira