Viðskipti innlent

Ögmundur vill svör um fjölda skattamála frá skilanefndum

Ögmundur Jónasson þingmaður Vintri grænna hefur óskað eftir því að skattrannsóknarstjóri komi fyrir Efnahags- og skattanefnd Alþingis á næsta fundi hennar til að gera okkur grein fyrir því hvort einhverjum, og þá hve mörgum málum, skilanefndir bankanna hafi skotið til embættisins til athugunar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Ögmundar. Þar segir hann að eflaust hafa fáir eins mikla innsýn í fjármál fyrirtækjanna og skilanefndir bankanna. Maður skyldi ætla að þær öðrum fremur væru í stöðu til að öðlast skilning á innra gangverki fjármálalífsins (sumir nefndarmanna kannski óþægilega mikið innviklaður sjálfir).

„Ef dómgreindin er í lagi ættu skilanefndarmenn að vera í stöðu til að sjá hvort réttvísin hafi verið höfð að leiðarljósi hjá þeim sem koma til umfjöllunar í nefndunum," segir Ögmundur.

„Reyndar hafa grunsemdir vaknað um góða dómgreind hjá einhverjum skilanefndarmönnum, til dæmis þegar í ljós kom að þeir höfðu látið eigin lögmannsstofur sinna erindum fyrir sömu skialnefndir og þeir sátu í sjálfir, fyrir himinháar upphæðir! Það kann að hafa verið löglegt, en siðlaust einsog Vilmundur sagði forðum.

En hvað með það sem augljóslega er ólöglegt? Telja skilanefndir sig skuldbundnar, þó ekki væri nema siðferðilega, til að skjóta slíkum málum til rannsóknar hjá skattinum? Mér leikur forvitni á að vita þetta."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×