Viðskipti innlent

Heildarkostnaður vegna slita Landsbankans 12 milljarðar

Samkvæmt mati sem var kynnt kröfuhöfum Landsbankans fyrir stundu þá fást 90 prósent upp í forgangskröfur bankans sem er eins prósentu hækkun frá fyrra mati.

Heildarkostnaður vegna slitastjórnar bankans eru 12 milljarðar. Þar af rúmir fimm milljarðar í lögfræði- og sérfræðikostnað. Aðallega er um að ræða aðkeypta þjónustu á erlendri grundu. Hún telur 4,7 milljarða.

Launakostnaður 60 starfsmanna á Íslandi voru 324 milljónir króna. Athygli vekur að launakostnaður 65 starfsmanna á starfsstöðvum bankans í Lundúnum er rétt tæpir þrír milljarðar. Þess ber þó að geta að inn í þessar launatölur reiknast 190 starfsmenn. Flestum hefur verið sagt upp eftir gjaldþrot bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×