Verðlausar bónusgreiðslur orðnar 645 milljarða virði 25. febrúar 2010 13:32 Bónusgreiðslur í formi eitraðra skulda (toxic debts) sem starfsmenn Credit Suisse fengu sem refsingu fyrir slæmar fjárfestingar hafa rokið upp í verði. Bónusgreiðslur þessar eru nú metnar á 5 milljarða dollara eða um 645 milljarða kr. Í frétt um málið á BBC segir að Credit Susisse hafi tapað 7 milljörðum dollara á síðasta ári, að hluta til vegna ákvarðana best launuðu starfsmanna bankans í fjárfestingum. Stjórn bankans ákvað því í fyrra að greiða þessum starfsmönnum bónusa í formi fyrrgreindra skulda til að kenna þeim lexíu. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að „bónusgreiðslur" þessar hafa vaxið í verðmæti um 72%, það er mun meir en þær fjárfestingar sem þóttu öruggari. Skuldirnar sem um ræðir eru í formi flókinna fjármálagerninga þar sem undirliggjandi eignir eru m.a. verslunarmiðstöð í Japan, stórmarkaðakeðja í Bandaríkjunum og aðrar fasteignir sem höfðu hrapað í verði. Í hámarki fjármálakreppunnar fyrir ári síðan töldu margir að þessir fjármálagerningar væru orðnir verðlausir. Stjórn Credit Suisse taldi því réttast að deila þeim út sem bónusgreiðslum til þeirra starfsmanna sem virtust hafa tekið rangar ákvarðanir. Eftir að fjármálamarkaðir fóru að braggast á fyrrihluta síðasta árs kom í ljós að þessar skuldir voru ekki eins eitraðar og talið var í fyrstu. Eins og fyrr segir hefur verðmæti þeirra aukist um 72% á einu ári en til samanburðar hafa hlutir í Credit Suisse hækkað um 60% á sama tíma. Starfsmenn bankans munu síður en svo óhamingjusamir með þróun mála enda telja margir þeirra sig eiga þetta fyllilega skilið. Credit Suisse er aftur farinn að skila öruggum hagnaði og ólíkt höfuðkeppinautinum UBS þurfti bankinn ekki aðstoð frá svissneskum stjórnvöldum. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bónusgreiðslur í formi eitraðra skulda (toxic debts) sem starfsmenn Credit Suisse fengu sem refsingu fyrir slæmar fjárfestingar hafa rokið upp í verði. Bónusgreiðslur þessar eru nú metnar á 5 milljarða dollara eða um 645 milljarða kr. Í frétt um málið á BBC segir að Credit Susisse hafi tapað 7 milljörðum dollara á síðasta ári, að hluta til vegna ákvarðana best launuðu starfsmanna bankans í fjárfestingum. Stjórn bankans ákvað því í fyrra að greiða þessum starfsmönnum bónusa í formi fyrrgreindra skulda til að kenna þeim lexíu. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að „bónusgreiðslur" þessar hafa vaxið í verðmæti um 72%, það er mun meir en þær fjárfestingar sem þóttu öruggari. Skuldirnar sem um ræðir eru í formi flókinna fjármálagerninga þar sem undirliggjandi eignir eru m.a. verslunarmiðstöð í Japan, stórmarkaðakeðja í Bandaríkjunum og aðrar fasteignir sem höfðu hrapað í verði. Í hámarki fjármálakreppunnar fyrir ári síðan töldu margir að þessir fjármálagerningar væru orðnir verðlausir. Stjórn Credit Suisse taldi því réttast að deila þeim út sem bónusgreiðslum til þeirra starfsmanna sem virtust hafa tekið rangar ákvarðanir. Eftir að fjármálamarkaðir fóru að braggast á fyrrihluta síðasta árs kom í ljós að þessar skuldir voru ekki eins eitraðar og talið var í fyrstu. Eins og fyrr segir hefur verðmæti þeirra aukist um 72% á einu ári en til samanburðar hafa hlutir í Credit Suisse hækkað um 60% á sama tíma. Starfsmenn bankans munu síður en svo óhamingjusamir með þróun mála enda telja margir þeirra sig eiga þetta fyllilega skilið. Credit Suisse er aftur farinn að skila öruggum hagnaði og ólíkt höfuðkeppinautinum UBS þurfti bankinn ekki aðstoð frá svissneskum stjórnvöldum.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent