Fleiri fréttir

Landsbankinn semur við tæknilega gjaldþrota Gift

Skilanefnd Landsbankans hefur höfðað skuldamál á hendur Gift fjárfestingafélaginu sem var í eigu Samvinnutrygginga. Fyrirtaka fór fram í málinu í morgun en þar var málinu frestað fram í desember. Þar kom einnig fram að Landsbankinn og Gift eiga í samningaviðræðum varðandi skuldina.

Kolaport fyrir milljarðamæringa á netinu

Milljarðamæringar hafa nú fengið sinn eigin útimarkað eða kolaport á netinu. Síðan heitir billionaireXchange.com og þar getur maður m.a. skipta á villunni sinni í Beverly Hills fyrir víngarð í Frakklandi.

Intermarket semur við Rothschild vegna kaupa á West Ham

Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið.

Nordea: Flensan gæti kostað Dani 225 milljarða

Helge J. Petersen aðalhagfræðingur Nordea bankans hefur reiknað það út að flensufaraldurinn sem herjar á Danmörku gæti kostað þjóðarbúið 9 milljarða danskra kr. eða um 225 milljarða kr.

AGS: Hættuleg niðursveifla íbúðaverðs var stöðvuð

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir í nýjustu skýrslu sinni um íslensk efnahagsmál að komið hafi verið í veg fyrir flóð framboðs íbúðarhúsnæðis hér á landi með frystingu í fjárnámi í íbúðarhúnæði, skuldbreytingu íbúðalána og aukinni notkun markaskiptasamninga. Segir sjóðurinn að með þessu hafi verið komið í veg fyrir hættulega niðursveiflu íbúðaverðs.

Skráð atvinnuleysi var 7,6% í október

Skráð atvinnuleysi í október 2009 var 7,6% eða að meðaltali 12.682 manns og eykst atvinnuleysi um 4,4% að meðaltali frá september eða um 537 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,9%, eða 3.106 manns.

Sparisjóðirnir lækka vexti um allt að 1%

Sparisjóðirnir á Íslandi hafa ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum frá og með deginum í dag. Lækkunin nemur allt að 1%, mismunandi eftir reikningum og lánum.

Moody´s: Matið á Íslandi hækkar ekki um fyrirsjáanlega framtíð

Í nýju áliti Moody´s sem fylgir með ákvörðun matsfyrirtækisins um að lækka lánshæfismatið á Íslandi um tvo flokka niður í Baa3 en með stöðugum horfum kemur fram að matið er háð töluverðri óvissu. Þar að auki valdi miklar skuldir hins opinbera því að takmarkað er hve matið getur hækkað um fyrirsjáanlega framtíð.

Moody´s lækkar lánshæfismat Íslands

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat íslenska ríkisins um tvo flokka samkvæmt frétt Bloomberg. Lækkar einkunn ríkissjóðs úr Baa1 í Baa3. Horfur eru sagðar stöðugar.

Nýr viðskiptavefur opnaður

Þann 11. nóvember opnaði www.keldan.is, nýr upplýsinga- og viðskiptavefur fyrir íslenska fjármálamarkaðinn. Hlutverk Keldunnar er að veita yfirsýn á fjármálamarkaði, bjóða upp á skilvirka fjármálaþjónustu og vera til gagns og gamans.

Bókhaldshneyksli hjá Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar

Stjórn Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar, Copenhagen Business School, glímir nú við töluvert bókhaldshneyksli sem fyrrum rektor skólans lét eftirmanni sínum í té er hann lét af störfum í ágúst s.l.

Erlendar eignir Seðlabankans jukust og skuldir minnkuðu

Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 506 milljörðum kr. í lok október samanborið við 489 milljarða kr. í lok september 2009. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 260 milljarða kr. í lok október en voru 274 milljarðar kr. í lok sept. 2009.

DeCode sækir sér lán á háum vöxtum

DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, frestaði í gær birtingu uppgjörs fyrirtækisins fyrir þriðja fjórðung. Þetta er í annað skiptið á árinu sem deCode frestar uppgjöri. Frestur er gefinn til mánaðamóta, líkt og fram kemur í tilkynningu til bandaríska fjármálaeftirlitsins í gær.

Hlutafé Nova aukið um þrjá milljarða

Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, helsta eiganda fjarskiptafyrirtækisins Nova, lagði Nova til tæpa 2,9 milljarða króna í aukið hlutafé á síðasta ári.

Frétt um Glitni fjarlægð af vef Telegraph

Ritstjórn breska dagblaðsins Telegraph hefur fjarlægt frétt af vef sínum um að fjármálarannsóknafyrirtækið Kroll rannsaki 140 milljarða króna misræmi sem fram kom við afstemningu á bókhaldi Glitnis nýlega.

Icelandair Group lækkaði um 14,29%

Icelandair Group hækkaði um 14,29% og Bakkavör Group um 10% í Kauphöll Íslands í dag. Össur lækkaði hins vegar um 0,73% og Marel um 0,3%. Gengi krónunnar lækkaði um 0,03%.

Tekist á um Securitas

Þrotabú Fons vinnur nú að því að hámarka virði eigna búsins en þær eru flestar talsvert veðsettar. Nýi Landsbankinn gerði kröfu í dótturfélag Fons, öryggisfyrirtækið Securitas, og vildi meina að hann ætti veðkröfu í félagið.

New York Times fjallar um skýrslu Íslandsbanka

Bandaríska stórblaðið The New York Times fjallar í dag um skýrslu sem unnin var af Íslandsbanka um möguleika Bandaríkjamanna á því að auka orkuöflun sína með sjálfbærri orku, það er einkum gufuorku frá jarðhitasvæðum.

Viðskiptaráð telur fjölþrepa skattkerfi afleita hugmynd

Viðskiptaráð Íslands telur hugmyndir um fjölþrepa skattlagningu launatekna hvorki til þess fallnar að efla tekjugrunn hins opinbera né hraða því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku efnahagslífi. Raunar telur ráðið þetta afleita hugmynd.

Landic Property VII tekið til gjaldþrotaskipta

Landic Property VII, eitt af dótturfélögum Landic Property á Norðurlöndunum hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Tilkynning um gjaldþrotaskiptin barst kauphöllinni í Stokkhólmi í dag.

Jóhannes í Bónus: Kaupþing mun ekki tapa krónu á 1998

Jóhannes Jónsson, sem einatt er kenndur við Bónus, segir það rangt að Kaupþing hafi tekið yfir 1998, móðurfélag Haga, líkt og fréttastofa greindi frá í hádeginu. Enn sé í gangi skriflegt samkomulag á milli Kaupþings og fjölskyldu Jóhannesar um málefni 1998.

Olíubirgðir heimsins klárast fyrr en áður var talið

Olíubirgðir heimsins eru mun nær því að klárast en viðurkennt hefur verið. Þetta er fullyrt í breska dagblaðinu Guardian í dag, þar sem einnig kemur fram að hámarki olíuframleiðslu í heiminum sé þegar náð.

Tillögur Jóns svo arfavitlausar að engu tali tekur

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra áformar að stöðva siglingar fiskiskipa með ferskan fisk á erlendan markað og takmarka mjög möguleika á útflutningi á ferskum fiski í gámum. Sjómenn og útvegsmenn í Vestmannaeyjum mótmæla harðlega fyrirhugðum reglugerðarbreytingum þessa efnis og segja þær arfavitlausar.

Joly: Vitni á að hafa séð ferðatöskur fullar af peningum

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, segir í nýútkominni bók sinni Hverdagshelter eða Hvunndagshetjur að vitni á að hafa séð ferðatöskur fullar af peningum bornar út í einkaþotur útrásarvíkinga skömmu fyrir bankahrunið á Íslandi í fyrrahaust.

FME og Ríkisskattstjóri gera samstarfssamning

Fjármálaeftirlitið (FME) og Ríkisskattstjóri hafa ákveðið að auka með sér samstarf sem beinist að því að efla samvinnu eftir því sem lagaheimildir standa til og hafa gert með sér samstarfssamning þar að lútandi.

Boeing þota Donalds Trump er til sölu

Boeing 727 einkaþota auðkýfingsins Donalds Trump er til sölu. Þotan er einkum þekkt fyrir að vera merkt Trump í risavöxnum stöfum á hliðinni, stöfum sem munu vera úr blaðgulli.

Hagnaður norska olíusjóðsins 70% af landsframleiðslu Noregs

Norski olíusjóðurinn skilaði mesta hagnaði sínum í sögunni á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Alls nam hagnaðurinn 325 milljörðum norskra kr. eða um 7.200 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að upphæðin nemur 70% af landsframleiðslu Noregs í ár.

Heildarlán ÍLS drógust saman um 38% milli mánaða

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 1,8 milljörðum króna í október. Þar af voru rúmir 1,5 milljarðar vegna almennra lána og tæpar 300 milljónir vegna annarra lána. Heildarútlán sjóðsins drógust því saman um tæp 38% frá fyrra mánuði.

Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur

Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur er nú framundan en hún er auglýst á átta heilsíðum í viðskiptablaðinu Börsen. Um er að ræða 310 íbúðir í Ringsted en íbúðirnar eru hluti af þrotabúi Stones Invest. Meðal kröfuhafa í þrotabúið er Landic Property.

Fyrrum lögmaður SEC lék forstjóra íslensks vogunarsjóðs

Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr.

TM lánaði Samherja milljarð til að kaupa hlut í TM

Tryggingarmiðstöðin, undir forystu Óskars Magnússonar, braut lög þegar félagið lánaði Samherja einn milljarð króna til að kaupa hlut í sjálfu sér árið 2006. Óskar segir að endurskoðandi hafi gert athugasemdir við lánið. Fjármálaeftirlitið hunsaði kvörtun stjórnarmanna TM vegna málsins.

Bakkavör lækkaði um 13,04% í dag

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 1,71% í dag. Bakkavör Group lækkaði hins vegar um 13,04%, Marel um 2,65% og Össur um 0,36%.

Týndu skuldabréfin skráð á heimasíðu skilanefndar Glitnis

Skuldabréfin sem upphaflega voru sögð týnd hjá skilanefnd Glitnis voru skráð á heimasíðu skilanefndarinnar á lista yfir skuldabréf bankans í heild frá 26. október síðastliðinn, tæpum tveimur vikum fyrir kröfuhafafund þar sem tlkynnt var um bréfin.

Loks búið að ákveða aðalmeðferð yfir sjóðsstjóra og miðlara

Fyrirtaka fór fram í máli Daníels Þórðarsonar og Stefnis Inga Agnarssonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa sett inn kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista alls sex sinnum frá janúar til febrúar á síðasta ári.

Þýskaland hnyklar útflutningsvöðvana

Útflutningur frá Þýskalandi jókst um 3,8% milli mánaðana ágúst og september í ár. Þetta er mun meiri aukning en sérfræðingar áttu von á og eru tölurnar túlkaðar sem ný teikn um aukinn vöxt í stærsta hagkerfi Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir