Viðskipti innlent

Joly: Vitni á að hafa séð ferðatöskur fullar af peningum

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, segir í nýútkominni bók sinni Hverdagshelter eða Hvunndagshetjur að vitni á að hafa séð ferðatöskur fullar af peningum bornar út í einkaþotur útrásrarvíkinga skömmu fyrir bankahrunið á Íslandi í fyrrahaust.

Samkvæmt umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no skrifar Joly einnig í bók sinni að margar fullyrðingar í kringum bankahrunið eigi eftir að sanna eða afsanna. Til dæmis þá að íslenskir fjármálamenn eigi fjölda af félögum í skattaparadísum.

Joly dvaldi í Noregi í síðustu viku við að kynna bók sína en hún fjallar um einstaklinga sem berjast gegn spillingu í heimalöndum sínum. Ísland er m.a. nefnt í bókinni.

Í viðtali við Joly sem blaðið Aftenposten tók við Joly í tilefni af útkomu bókarinnar segir hún að þótt hún sé ráðgjafi við rannsóknina á bankahruninu og leiði þá rannsókn á réttar brautir eftir bestu getu séu það Íslendingar sjálfir sem verði að vinna rannsóknarvinnuna.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×