Viðskipti innlent

Frétt um Glitni fjarlægð af vef Telegraph

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ritstjórn breska dagblaðsins Telegraph hefur fjarlægt frétt af vef sínum um að fjármálarannsóknafyrirtækið Kroll rannsaki 140 milljarða króna misræmi sem fram kom við afstemningu á bókhaldi Glitnis nýlega.

Eftir að fréttin birtist á vef Telegraph sunnudagskvöldið varð uppi fótur og fit hjá skilanefnd Glitnis, sem sá loks ástæðu til þess að senda frá sér yfirlýsingu þar sem tekið var fram að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte rannsakaði málið en ekki Kroll, enda væri ekki grunur um að misræmið tengdist ólöglegum aðgerðum.

Telegraph hefur nú brugðist við andmælum við fréttinni með því að fjarlægja hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×