Intermarket semur við Rothschild vegna kaupa á West Ham 11. nóvember 2009 13:42 Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið. „Sumir hafa afskrifað okkur sem að okkur væri ekki alvara með tilboð okkar," segir Byrne í samtali við blaðið . „En okkur er alvara og við höfum fullnægt skilyrðum þeirra (Rothschild) um að við höfum fjármagnið." Intermarket greindi frá áhuga sínum á því að kaupa West Ham fyrir nokkrum vikum. Straumur, eða CB Holding, sem á meirihlutann í West Ham, tók þeim áhuga ekki mjög alvarlega. Straumur setti spurningamerki við fyrirtætlanir Intermarket og sagði fyrirtækinu að West Ham yrði ekki selt ódýrt. Telegraph segir að Intermark verðleggi West Ham á 100 milljónir punda þar með taldar skuldir upp á 48 milljónir punda og kostnaðurinn við Carlos Tévez málið. Þetta þýðir að Straumur og aðrir kröfuhafar á bakvið West Ham fengju rúmlega 30 miljónir punda eða rúmlega 6 milljarða kr. í sinn hlut. Þetta er mun minna en Straumur og aðrir eigendur vonast til að fá í sinn hlut með sölunni á félaginu. Byrne segir að fjárfestarnir sem hann er í forsvari fyrir hafi nægilegt fjármagn á bakvið sig til þess að betrumbæta stöðu West Ham í úrvalsdeildinni, með leikmannakaupum og stuðningi við framkvæmdastjórann Gianfranco Zola. Hann bætir því við að fjárfestarnir séu blanda af fjárfestingarfélögum og efnuðum einstaklingum. Hann hafnar því að um bandaríska aðila sé að ræða og tekur fram að Intermarket sé breskt félag. Telegraph tekur fram að þótt Intermark hafi gert fyrrgreindan samning við Rothschild, sem sér um fyrirhugaða sölu á West Ham, þýði það ekki að eiginlegar samningaviðræður um kaupin séu hafnar. Aðrir fjárfestar séu enn inn í myndinni hvað slíkt varðar. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið. „Sumir hafa afskrifað okkur sem að okkur væri ekki alvara með tilboð okkar," segir Byrne í samtali við blaðið . „En okkur er alvara og við höfum fullnægt skilyrðum þeirra (Rothschild) um að við höfum fjármagnið." Intermarket greindi frá áhuga sínum á því að kaupa West Ham fyrir nokkrum vikum. Straumur, eða CB Holding, sem á meirihlutann í West Ham, tók þeim áhuga ekki mjög alvarlega. Straumur setti spurningamerki við fyrirtætlanir Intermarket og sagði fyrirtækinu að West Ham yrði ekki selt ódýrt. Telegraph segir að Intermark verðleggi West Ham á 100 milljónir punda þar með taldar skuldir upp á 48 milljónir punda og kostnaðurinn við Carlos Tévez málið. Þetta þýðir að Straumur og aðrir kröfuhafar á bakvið West Ham fengju rúmlega 30 miljónir punda eða rúmlega 6 milljarða kr. í sinn hlut. Þetta er mun minna en Straumur og aðrir eigendur vonast til að fá í sinn hlut með sölunni á félaginu. Byrne segir að fjárfestarnir sem hann er í forsvari fyrir hafi nægilegt fjármagn á bakvið sig til þess að betrumbæta stöðu West Ham í úrvalsdeildinni, með leikmannakaupum og stuðningi við framkvæmdastjórann Gianfranco Zola. Hann bætir því við að fjárfestarnir séu blanda af fjárfestingarfélögum og efnuðum einstaklingum. Hann hafnar því að um bandaríska aðila sé að ræða og tekur fram að Intermarket sé breskt félag. Telegraph tekur fram að þótt Intermark hafi gert fyrrgreindan samning við Rothschild, sem sér um fyrirhugaða sölu á West Ham, þýði það ekki að eiginlegar samningaviðræður um kaupin séu hafnar. Aðrir fjárfestar séu enn inn í myndinni hvað slíkt varðar.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira