Fleiri fréttir

Skuldabréf Glitnis skráð á lista í fyrra og á Bloomberg

Ráðgjafar skilanefndar Glitnis fengu senda lista yfir útgefin skuldabréf bankans í október á síðasta ári, meðal annars 140 milljarða skuldabréfin sem sagt hefur verið að hafi birst upp úr þurru. Auk þess hafa upplýsingar um útgefin skuldabréf Glitnis verið aðgengilegar á Bloomberg fréttaveitunni.

Íbúar Garðabæjar taka þátt í fjárhagsáætlun bæjarins

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar boðar til fundar með íbúum bæjarins miðvikudaginn 11. nóvember nk. Á fundinum fá allir Garðbæingar tækifæri til að hafa áhrif á gerð fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 2010. Þetta er í fyrsta sinn sem boðað er til almenns íbúafundar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun.

SEB mælir með krónukaupum á aflandsmarkaði

Greining SEB bankans í Svíþjóð mælir með því við fjárfesta að kaupa krónur á aflandsmarkaði því þær muni auka verðmæti sitt fram á mitt næsta ár. Jafnframt gerir greiningin ráð fyrir að gjaldeyrishöftunum verði aflétt fljótar en áður var talið gangi þessi spá um þróun krónunnar eftir.

Fleiri kvennforstjórar í Mongólíu en í Danmörku

Aðeins tíundi hver forstjóri í toppstöðum í Danmörku er kona og það hlutfall er minna en gengur og gerist í Mongólíu. Töluverð umræða hefur spunnist um þetta í dönskum fjölmiðlum enda telja Danir sig vera í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna.

Fellibyljatímabilið hafið, olíuverð hækkar á ný

Fellibyljatímabilið er nú hafið í Karabíska hafinu og hefur það leitt til þess að heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir að hafa tekið töluverða dýfu í lok síðustu viku. Það er einkum fellibylurinn Ida sem nú hefur náð inn á Mexíkóflóann sem veldur þessum hækkunum.

Tívólí skiptir út Carlsberg fyrir Royal Unibrew

Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Unibrew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hluthafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega 20% hlut í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur.

Fær 10 milljónir á ári fyrir að klæðast stuttermabolum

Netið hefur opnað ýmsa nýstárlega möguleika fyrir marga til að græða peninga. Þeirra á meðal er Jason Sadler sem fær 85.000 dollara eða rúmlega 10 milljónir kr. á ári fyrir það eitt að klæðast stuttermabolum með ýmsum auglýsingum á.

Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins lækkaði um 44%

Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins lækkaði um 44% á þriðja ársfjórðungi ársins að því er segir á vefsíðu Credit Market Analysis (CMA) þar sem ársfjórðungsskýrsla CMA yfir skuldatryggingarálög á þjóðir hefur verið birt.

Kroll leitar að týnda skuldabréfinu

Skilanefnd Glitnis hefur fengið fjármálarannsóknafyrirtækið Kroll til þess að hafa upp á týndu skuldabréfi upp á 140 milljarða króna en frá málinu var greint á föstudaginn. Breska blaðið Telegraph segir frá málinu í dag en Kroll er þekkt fyrir að hafa reynt að rekja slóð þeirra fjármuna sem Saddam Hussein forseti Íraks dró sér og faldi á erlendum reikningum.

Grásleppa boðin til kaups í Kína

Útflutningsfyrirtækið Triton stendur fyrir söluátaki á grásleppu í Kína. Liður í því er þátttaka fyrirtækisins í stærstu sjávarútvegssýningu Asíu sem haldin er í Qingdao í Kína.

Eigendur Hvítsstaða: Lánin ávallt í skilum

Eigendur Hvítsstaða ehf. fullyrða að lán sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær hafi ávallt verið í fullum skilum. Þá segja þeir að innborgað hlutafé hafi ekki verið 600 þúsund heldur hafi það numið 91,6 milljónum króna í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eigendurnir hafa sent frá sér.

Óþekkt fyrirtæki greiðir hærri skatt en Alcoa

Óþekkt fyrirtæki skráð í Mosfellsbæ greiðir hærri skatta til samneyslunnar en álver Alcoa á Reyðarfirði. Fyrirtækið Mosfellska er í fjórða sæti yfir þau félög utan Reykjavíkur sem greiða hæstu skattana til þjóðfélagsins.

Telur að Seðlabankinn viti meira en hann gefur upp

Formaður Félags fasteignasala, segist sleginn yfir spá um enn meiri lækkun íbúðaverðs. Formaðurinn hefur áhyggjur af því að Seðlabankinn viti meira en hann gefur upp. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Hljóta viðurkenningu fyrir árangur í markaðssetningu

American Express International veitti Kreditkorti hf. nýlega sérstaka innanhúsviðurkenningu fyrir árangur fyrirtækisins í markaðsmálum. Eitt ár er um þessar mundir liðið frá því að American Express hóf starfsemi hér á landi í samvinnu við Kreditkort, að fram kemur í tilkynningu. Þar segir að kortin hafi strax náði góðri fótfestu hérlendis og nú megi finna en American Express kort veskjum tuga þúsunda Íslendinga.

Skilanefnd Landsbankans eignast hlut í skartgripakeðju

Skilanefnd Landsbankans er að eignast stóran hlut í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Mappin & Webb, Watches of Switzerland og Goldsmiths, en bankinn hefur breytt 42 milljónum punda af skuldum eigenda félagsins í hlutafé. Það samsvarar 8,6 milljörðum króna.

Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir miður að batamerki í bandarísku efnahagslífi ætli að láta á sér standa. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 10,2% en það hefur ekki verið meira í rúman aldarfjórðung.

Segir Morgunblaðið blygðunarlaust misnotað

„Morgunblaðið hefur misst allan trúverðugleika sem áreiðanlegur fjölmiðill. Meðferðin á blaðinu er að sjálfsögðu óvirðing við gott starf fagmanna, sem byggðu upp frábæran fjölmiðill af eljusemi á löngum tíma,“ Ólafur Arnarson, rithöfundar bókarinnar Sofandi að feigðarósi, í pistli á heimasíðu sinni. Hann fullyrðir að Morgunblaðið sé blygðunarlaust misnotað en hann gefur lítið fyrir forsíðufrétt blaðsins í dag.

Fjöldauppsagnir hjá British Airways

Breska flugfélagið British Airways ætlar að segja upp tæplega 4900 starfsmönnum sínum en það samsvarar um 12% starfsmanna fyrirtækisins. Frá þessu er grein í breskum fjölmiðlum í dag og er ástæðan sögð vera slæmur fjárhagur og tap á rekstri fyrirtækisins.

Lögðu fram 100 þúsund en fengu 400 milljónir að láni

Sex fyrrverandi stjórnendur Kaupþings lögðu fram 100 þúsund krónur og fengu á móti 400 hundruð milljónir að láni til jarðakaupa á árunum 2002 til 2005. Lánin voru í japönskum jenum og standa í rúmum milljarði í dag.

Gjaldeyrisforða má nota í gróðaskyni

Seðlabankastjóri segir inngrip á gjaldeyrismarkað miða að því að koma í veg fyrir lækkunarspíral. Aðalhagfræðingur bankans segir breytingu bankans á stýrivöxtum hafa mátt vera skýrari.

Björgólfur Guðmundsson gaf út skuldabréfið

Það var Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, sem gaf út skuldabréfið sem Fyrirtækjabréf Landsbankans keypti fyrir 400 milljónir árið 2005. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag var um að ræða brot á fjárfestingastefnu sjóðsins og hefur málinu verið vísað til Fjármálaeftirlitsins og Rannsóknarnefndar Alþingis.

400 milljónirnar fóru í einkaverkefni Björgólfs

Skuldabréfið sem Fyrirtækjabréf Landsbankans keyptu af Björgólfi Guðmundssyni, fyrrum formanni bankaráðs Landsbankans á 400 milljónir, voru nýttar í einkaverkefni á hans vegum en ekki er ljóst hvaða verkefni um ræðir.

Fyrirtækjabréf Landsbankans keypti skuldabréf á einstakling

Fjárfestingasjóðurinn Fyrirtækjabréf Landsbankans keypti skuldabréf á einstakling árið 2005 upp á 400 milljónir kr. Slíkt er brot á fjárfestingastefnu sjóðsins og hefur málinu verið vísað til Fjármálaeftirlitsins og Rannsóknarnefndar Alþingis.

Gengisvísitalan lækkaði um 0,11%

Atlantic Petrolium hækkaði um 2,51% í dag, Century Aluminum company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 1,83%, Össur hækkaði um 1,47% og Føroya Banki hækkaði um 1,11%.

Endurskipulaginu Landic Property lokið, nauðasaminga leitað

Landic Property hf. hefur samið við NBI (Landsbankann), Nýja Kaupþing, Íslandsbanka, Glitni, Haf Funding og Byr um fjárhagslega endurskipulagningu íslenska fasteignafélagsins Landic Property Ísland og dótturfélaga. Kröfuhafar sem fara með yfir 76% af upphæð krafna hafa lýst yfir stuðningi við umsókn um heimild til nauðasamningsumleitana sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.

Fréttaskýring: Minni gjaldeyrir ferðamanna fellir krónuna

Mikið útflæði og nær ekkert innflæði á gjaldeyrismarkaðin hefur valdið því að krónan hefur fallið töluvert eftir hádegið í dag eða um 1,1% þegar þetta er skrifað hálftíma fyrir lokun markaðarins. Helsta ástæðan er að Seðlabankinn hefur ekki verið með nein inngrip á markaðinn í dag eins og áður í ár þegar þetta hefur gerst.

Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á 835 milljónir

Atlantic Petroleum skilaði tapi eftir skatt upp á 33,4 milljónir danskra kr. eða um 835 milljónir kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Þar með er tap ársins komið í 65,8 milljónir danskra kr.

Lárus Ásgeirsson ráðinn forstjóri Sjóvá

Stjórn Sjóvá-Almennra Trygginga hf. hefur ráðið Lárus Ásgeirsson sem forstjóra félagsins frá 9. nóvember næstkomandi. Lárus tekur við af Herði Arnarsyni sem ráðinn hefur verið forstjóri Landsvirkjunar.

Íslenski hluturinn í Royal Unibrew skapar óvssu

Íslenski eignarhluturinn í Royal Unibrew skapar óvissu hvað varðar fyrirhugaða hlutafjáraukningu í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Hluturinn er nú í höndum Stoða og Straums og er upp á um 20%. Óvissan er um hvar þetta eignarhald endar að lokum.

Gengisvístalan tæpu stigi frá hæsta gildi ársins

Gengi krónunnar heldur áfram að veikjast í dag og er gengisvísitalan nú aðeins tæpu stigi frá hæsta gildi ársins. Vísitalan stendur í rúmlega 238,5 stigum en hún fór hæst í 239,5 stig í ágúst s.l.

JP Lögmenn fyrstir í skrifstofur turnsins við Höfðatorg

JP Lögmenn urðu um síðastliðin mánaðamót fyrstir til að flytja inn í skrifstofuhúsnæði í turninum við Höfðatorg í Reykjavík. JP Lögmenn eru á 16. hæð turnsins sem er 19 hæða hár, en lögfræðistofan er einnig með aðsetur á Selfossi.

Hafna því að hafa greitt laxveiðiferðir

Bæði Landsbankinn og Nýja Kaupþing hafna því að hafa kostað laxveiðiferðir á vegum starfsmanna síðastliðið sumar. Bankarnir hafna því jafnframt að stunda bókhaldsbrellur og rangfærslur á kostnaði.

Yfir helmingur fyrirtækja skilaði ekki ársreikningi

Yfir helmingur fyrirtækja landsins, eða 52%, skiluðu ekki ársreikningi sínum til ársreikningaskrár fyrir eindaga sem var fyrir tveimur mánuðum síðan. Viðskiptaráð Íslands hvetur fyrirtæki til að standa sig betur en þetta því reikningarnir eru lykilatriði í að fá fyrirgreiðslu hjá alþjóðlegum greiðslutryggingarfélögum.

Skráningu á nýjum hlutum í Össuri er lokið

Skráningu á hlutafjáraukningu vegna útboðs Össurar hf. á nýjum hlutum að nafnvirði 29.500.000 kr. er lokið. Hlutafjáraukningin hefur verið skráð hjá Fyrirtækjaskrá.

Greining: Merkilega líkar hagspár miðað við óvissu

Greining Íslandsbanka fjallar um það í Morgunkorni sínu hve hagspár þær sem birtar hafa verið að undanförnu séu merkilega líkar hvor annarri miðað við þá óvissu sem framundan er í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir