Tillögur Jóns svo arfavitlausar að engu tali tekur Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2009 12:13 Jóns Bjarnason sjávarútvegsráðherra áformar að stöðva siglingar fiskiskipa með ferskan fisk á erlendan markað og takmarka mjög möguleika á útflutningi á ferskum fiski í gámum. Sjómenn og útvegsmenn í Vestmannaeyjum mótmæla harðlega fyrirhugðum reglugerðarbreytingum þessa efnis og segja þær arfavitlausar. Áformaðar breytingar eru kynntar á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins til að hagsmunaaðilum gefist kostur á að koma athugasemdum á framfæri áður en þær taka gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Breytingarnar virðast vera í samræmi við ákvæði stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að knýja á um frekari fullvinnslu afla hérlendis. Ráðherrann hyggst breyta reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla, með tvenns konar hætti. Annars vegar er heimild til vigtunar á afla íslenskra skipa á markaði erlendis felld niður en þetta mun í raun þýða að siglingar fiskiskipa með afla til löndunar í erlendum höfnum munu leggjast af. Hins vegar er reglum breytt um vigtun afla með þeim hætti að hagsmunasamtök sjómanna, skipstjóra og útvegsbænda í Vestmannaeyjum telja að verið sé að skerða stórlega og jafnvel leggja af útflutning á ferskum fiski í gámum. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kveðst ekki ætla að tjá sig um málið á þessu stigi og vill fyrst sjá hver viðbrögð hagsmunaaðila verða við reglugerðardrögunum. Ljóst er þó að í stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, bregðast hagsmunaaðilar hart við. Í sameiginlegri yfirlýsingu segjast þeir frábiðja sér fyrirhugaðar breytingar, og segja þær svo arfavitlausar að engu tali tekur. Þær komi aðeins til með að skerða tekjur og atvinnufrelsi sjómanna og útgerða. Þeir minna á ákvæði í kjarasamningi sjómanna og Samtaka atvinnulífsins um að ávallt skuli leitast við að fá hæsta verð fyrir aflann. Markaðir erlendis beinlínis hrópi á ferskan fisk, segja Eyjamenn, og neytendur séu tilbúnir að borga vel fyrir þá góðu vöru sem ferskur fiskur frá Íslandi sé. Margar útgerðir og sjómenn þeirra hafi um langt árabil varið miklum tíma og fjármunum í að þróa og byggja upp þessa markaði. Ef ráðamenn þjóðarinnar ætli að loka alfarið á útflutning á ferskum fiski sé hreinlegra að segja það beint út en ekki með reglugerðaræfingum og lagaflækjum, segir í ályktuninni. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Jóns Bjarnason sjávarútvegsráðherra áformar að stöðva siglingar fiskiskipa með ferskan fisk á erlendan markað og takmarka mjög möguleika á útflutningi á ferskum fiski í gámum. Sjómenn og útvegsmenn í Vestmannaeyjum mótmæla harðlega fyrirhugðum reglugerðarbreytingum þessa efnis og segja þær arfavitlausar. Áformaðar breytingar eru kynntar á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins til að hagsmunaaðilum gefist kostur á að koma athugasemdum á framfæri áður en þær taka gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Breytingarnar virðast vera í samræmi við ákvæði stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að knýja á um frekari fullvinnslu afla hérlendis. Ráðherrann hyggst breyta reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla, með tvenns konar hætti. Annars vegar er heimild til vigtunar á afla íslenskra skipa á markaði erlendis felld niður en þetta mun í raun þýða að siglingar fiskiskipa með afla til löndunar í erlendum höfnum munu leggjast af. Hins vegar er reglum breytt um vigtun afla með þeim hætti að hagsmunasamtök sjómanna, skipstjóra og útvegsbænda í Vestmannaeyjum telja að verið sé að skerða stórlega og jafnvel leggja af útflutning á ferskum fiski í gámum. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kveðst ekki ætla að tjá sig um málið á þessu stigi og vill fyrst sjá hver viðbrögð hagsmunaaðila verða við reglugerðardrögunum. Ljóst er þó að í stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, bregðast hagsmunaaðilar hart við. Í sameiginlegri yfirlýsingu segjast þeir frábiðja sér fyrirhugaðar breytingar, og segja þær svo arfavitlausar að engu tali tekur. Þær komi aðeins til með að skerða tekjur og atvinnufrelsi sjómanna og útgerða. Þeir minna á ákvæði í kjarasamningi sjómanna og Samtaka atvinnulífsins um að ávallt skuli leitast við að fá hæsta verð fyrir aflann. Markaðir erlendis beinlínis hrópi á ferskan fisk, segja Eyjamenn, og neytendur séu tilbúnir að borga vel fyrir þá góðu vöru sem ferskur fiskur frá Íslandi sé. Margar útgerðir og sjómenn þeirra hafi um langt árabil varið miklum tíma og fjármunum í að þróa og byggja upp þessa markaði. Ef ráðamenn þjóðarinnar ætli að loka alfarið á útflutning á ferskum fiski sé hreinlegra að segja það beint út en ekki með reglugerðaræfingum og lagaflækjum, segir í ályktuninni.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent