Viðskipti innlent

Sparisjóðirnir lækka vexti um allt að 1%

Sparisjóðirnir á Íslandi hafa ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum frá og með deginum í dag. Lækkunin nemur allt að 1%, mismunandi eftir reikningum og lánum.

Í tilkynningu segir að Sparisjóðirnir á Íslandi lýsa sig áfram reiðubúna til samstarfs um lausn þess vanda sem nú liggur á þjóðinni.



Til þess bjóða sparisjóðirnir fjölmargar leiðir m.a. til greiðslujöfnunar á lánum fyrir viðskiptavini sína og aðra.

„Sparisjóðirnir stíga hér með enn einu sinni fram af ábyrgð með lækkun vaxta á inn- og útlánum. Við endurreisn íslensks samfélags skiptir höfuðmáli að standa fjárhagslega vel við bakið á einstaklingum og minni fyrirtækjum þar gegna sparisjóðirnir mikilvægu hlutverki," segir í tilkynningunni.

„Til þess að svo geti orðið þarf að gæta jafnræðis í öllum aðgerðum hins opinbera jafnt skilanefndum sem almennum aðgerðum Alþingis og ríkisstjórnar."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×