Jóhannes í Bónus: Kaupþing mun ekki tapa krónu á 1998 10. nóvember 2009 12:41 Jóhannes Jónsson í Bónus Jóhannes Jónsson, sem einatt er kenndur við Bónus, segir það rangt að Kaupþing hafi tekið yfir 1998, móðurfélag Haga, líkt og fréttastofa greindi frá í hádeginu. Enn sé í gangi skriflegt samkomulag á milli Kaupþings og fjölskyldu Jóhannesar um málefni 1998. Fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að Samkeppniseftirlitið hefði til skoðunar samruna Kaupþings og 1998 vegna þess að bankinn væri að taka félagið yfir. Nýverið skipaði bankinn einnig tvo menn í stjórn félagsins og flutti heimili þess í höfuðstöðvar sínar í Borgartúni. Jóhannes segir að fjölskyldan hafi ekki misst yfirráð sín yfir 1998. "Þetta ferli er unnið samkvæmt verklagsreglum sem bankinn hefur kynnt í fjölmiðlum. Við höfum enn fulla stjórn á félaginu," segir Jóhannes. Töluvert hefur verið rætt um tugmilljarða afskriftir Kaupþings vegna málsins en Jóhannes vísar því öllu á bug. "Kaupþing mun ekki tapa krónu á þessum viðskiptum. Æsingurinn vegna mögulegra afskrifta er algjörlega óþarfur þar sem þær eru ekki til staðar. Það væri óskandi að fjölmiðlar eins og Morgunblaðið myndu kanna betur málin áður en þeir halda af stað með fullyrðingar sem standast ekki skoðun," segir Jóhannes og bætir við að það myndi líka hjálpa til ef pólitíkin léti þetta mál í friði og leyfði bankamönnum að sjá um að hámarka virði eignanna. Tengdar fréttir Fær Kaupþing Bónus? Tveir starfsmenn Kaupþings hafa verið skipaðir í stjórn móðurfélags Haga. Félagið er nú skráð í höfuðstöðvum Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkrar vikur til að koma með nýtt fé í reksturinn - takist það ekki lenda Hagar í ríkiseigu. 29. október 2009 18:36 Krefst fundar í viðskiptanefnd vegna afskrifta hjá Högum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á að viðskiptanefnd Alþingis komi saman vegna frétta um afskriftir af skuldum eigenda Haga við Kaupþing. 2. nóvember 2009 12:39 Engin ákvörðun hefur verið tekin um eignarhald 1998 Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðareignarhald 1998 ehf, segir í tilkynningu sem Nýi Kaupþing banki hefur sent frá sér. Tilkynningin er send vegna fjölmiðlaumfjöllunar um móðurfélag Haga sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup. 3. nóvember 2009 13:54 Reynir fyrst við Jón Ásgeir Nýja Kaupþing mun reyna í þaula að semja við eigendur 1998, eignarhaldsfélags Haga, um endurskipulagningu fyrirtækisins áður en leitað verður til annarra mögulegra fjárfesta. 5. nóvember 2009 06:00 Jón Ásgeir og fjölskylda hafa fjóra mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa tæpa fjóra mánuði til að koma með sjö og hálfan milljarð króna inn í móðufélag Haga. Að öðrum kosti mun Kaupþing eignast félagið og þar með Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki landsins. 30. október 2009 18:50 Kaupþing eignist 40% í Högum Allt stefnir í að nýja Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir fjárfestar haldi 60% hlut í félaginu með því að leggja fram 7 milljarða. Með þessu yrði núverandi móðurfélag Haga skuldlaust og úr sögunni. Erlendir kröfuhafar bera að mestu leyti tugmilljarða króna tjónið sem fylgir þessu. 1. nóvember 2009 18:30 Kaupþing yfirtekur móðurfélag Haga að fullu Kauþing hefur náð yfirráðum í 1998, móðurfélagi Haga til frambúðar. Samkeppniseftirlitið hefur fengið formlega samrunatilkynningu frá Kaupþingi. 10. nóvember 2009 12:06 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Jóhannes Jónsson, sem einatt er kenndur við Bónus, segir það rangt að Kaupþing hafi tekið yfir 1998, móðurfélag Haga, líkt og fréttastofa greindi frá í hádeginu. Enn sé í gangi skriflegt samkomulag á milli Kaupþings og fjölskyldu Jóhannesar um málefni 1998. Fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að Samkeppniseftirlitið hefði til skoðunar samruna Kaupþings og 1998 vegna þess að bankinn væri að taka félagið yfir. Nýverið skipaði bankinn einnig tvo menn í stjórn félagsins og flutti heimili þess í höfuðstöðvar sínar í Borgartúni. Jóhannes segir að fjölskyldan hafi ekki misst yfirráð sín yfir 1998. "Þetta ferli er unnið samkvæmt verklagsreglum sem bankinn hefur kynnt í fjölmiðlum. Við höfum enn fulla stjórn á félaginu," segir Jóhannes. Töluvert hefur verið rætt um tugmilljarða afskriftir Kaupþings vegna málsins en Jóhannes vísar því öllu á bug. "Kaupþing mun ekki tapa krónu á þessum viðskiptum. Æsingurinn vegna mögulegra afskrifta er algjörlega óþarfur þar sem þær eru ekki til staðar. Það væri óskandi að fjölmiðlar eins og Morgunblaðið myndu kanna betur málin áður en þeir halda af stað með fullyrðingar sem standast ekki skoðun," segir Jóhannes og bætir við að það myndi líka hjálpa til ef pólitíkin léti þetta mál í friði og leyfði bankamönnum að sjá um að hámarka virði eignanna.
Tengdar fréttir Fær Kaupþing Bónus? Tveir starfsmenn Kaupþings hafa verið skipaðir í stjórn móðurfélags Haga. Félagið er nú skráð í höfuðstöðvum Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkrar vikur til að koma með nýtt fé í reksturinn - takist það ekki lenda Hagar í ríkiseigu. 29. október 2009 18:36 Krefst fundar í viðskiptanefnd vegna afskrifta hjá Högum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á að viðskiptanefnd Alþingis komi saman vegna frétta um afskriftir af skuldum eigenda Haga við Kaupþing. 2. nóvember 2009 12:39 Engin ákvörðun hefur verið tekin um eignarhald 1998 Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðareignarhald 1998 ehf, segir í tilkynningu sem Nýi Kaupþing banki hefur sent frá sér. Tilkynningin er send vegna fjölmiðlaumfjöllunar um móðurfélag Haga sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup. 3. nóvember 2009 13:54 Reynir fyrst við Jón Ásgeir Nýja Kaupþing mun reyna í þaula að semja við eigendur 1998, eignarhaldsfélags Haga, um endurskipulagningu fyrirtækisins áður en leitað verður til annarra mögulegra fjárfesta. 5. nóvember 2009 06:00 Jón Ásgeir og fjölskylda hafa fjóra mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa tæpa fjóra mánuði til að koma með sjö og hálfan milljarð króna inn í móðufélag Haga. Að öðrum kosti mun Kaupþing eignast félagið og þar með Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki landsins. 30. október 2009 18:50 Kaupþing eignist 40% í Högum Allt stefnir í að nýja Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir fjárfestar haldi 60% hlut í félaginu með því að leggja fram 7 milljarða. Með þessu yrði núverandi móðurfélag Haga skuldlaust og úr sögunni. Erlendir kröfuhafar bera að mestu leyti tugmilljarða króna tjónið sem fylgir þessu. 1. nóvember 2009 18:30 Kaupþing yfirtekur móðurfélag Haga að fullu Kauþing hefur náð yfirráðum í 1998, móðurfélagi Haga til frambúðar. Samkeppniseftirlitið hefur fengið formlega samrunatilkynningu frá Kaupþingi. 10. nóvember 2009 12:06 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Fær Kaupþing Bónus? Tveir starfsmenn Kaupþings hafa verið skipaðir í stjórn móðurfélags Haga. Félagið er nú skráð í höfuðstöðvum Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkrar vikur til að koma með nýtt fé í reksturinn - takist það ekki lenda Hagar í ríkiseigu. 29. október 2009 18:36
Krefst fundar í viðskiptanefnd vegna afskrifta hjá Högum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á að viðskiptanefnd Alþingis komi saman vegna frétta um afskriftir af skuldum eigenda Haga við Kaupþing. 2. nóvember 2009 12:39
Engin ákvörðun hefur verið tekin um eignarhald 1998 Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðareignarhald 1998 ehf, segir í tilkynningu sem Nýi Kaupþing banki hefur sent frá sér. Tilkynningin er send vegna fjölmiðlaumfjöllunar um móðurfélag Haga sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup. 3. nóvember 2009 13:54
Reynir fyrst við Jón Ásgeir Nýja Kaupþing mun reyna í þaula að semja við eigendur 1998, eignarhaldsfélags Haga, um endurskipulagningu fyrirtækisins áður en leitað verður til annarra mögulegra fjárfesta. 5. nóvember 2009 06:00
Jón Ásgeir og fjölskylda hafa fjóra mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa tæpa fjóra mánuði til að koma með sjö og hálfan milljarð króna inn í móðufélag Haga. Að öðrum kosti mun Kaupþing eignast félagið og þar með Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki landsins. 30. október 2009 18:50
Kaupþing eignist 40% í Högum Allt stefnir í að nýja Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir fjárfestar haldi 60% hlut í félaginu með því að leggja fram 7 milljarða. Með þessu yrði núverandi móðurfélag Haga skuldlaust og úr sögunni. Erlendir kröfuhafar bera að mestu leyti tugmilljarða króna tjónið sem fylgir þessu. 1. nóvember 2009 18:30
Kaupþing yfirtekur móðurfélag Haga að fullu Kauþing hefur náð yfirráðum í 1998, móðurfélagi Haga til frambúðar. Samkeppniseftirlitið hefur fengið formlega samrunatilkynningu frá Kaupþingi. 10. nóvember 2009 12:06