Fleiri fréttir Aflaverðmætið jókst um 8,4 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 54 milljörðum króna á fyrri helming ársins 2009, samanborið við rúmlega 45 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 8,4 milljarða eða 18,6 % á milli ára. 29.9.2009 09:05 Gjaldþrot fyrirtækja orðin 555 talsins á árinu Í ágúst 2009 voru 12 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 20 fyrirtæki í ágúst 2008. Fyrstu 8 mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 555 talsins. 29.9.2009 09:02 Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 5,8 milljarða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.304 milljarðar kr. í lok ágúst og lækkuðu um 5,8 milljarða kr. í mánuðinum. 29.9.2009 08:47 Staða markaðsskuldabréfa lækkar enn Staða markaðsskuldabréfa í lok ágúst 2009 nam 1.527,7 milljörðum kr. og hækkaði um 11,3 milljarða kr. í mánuðinum, samanborið við lækkun upp á 29,4 milljarða kr. í mánuðinum á undan. 29.9.2009 08:40 Forsætisráðherra: Getum ekki beðið lengur eftir AGS Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að Ísland hafi ekki efni á því að bíða lengur eftir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarri útborgun sjóðsins í framhaldinu. 29.9.2009 08:32 Byggðastofnun tapaði tæpum 1,7 milljörðum, eigið fé horfið Byggðastofnun skilaði 1.663 milljón kr. tapi á fyrri helming ársins. Fjárhagsstaða stofnunarinnar er mjög slæm því samkvæmt árshlutauppgjörinu er eigið fé stofnunarinnar orðið neikvætt um 118,7 milljónir kr. 29.9.2009 08:17 Byr segist víst hafa skilað ársreikningi Forsvarsmenn Byr vilja meina að þeir eigi ekki að vera á svörtum lista ríkisskattstjóra vegna vanskila á ársreikningum. Þeir halda því fram að þeir hafi fyrir löngu afgreitt ársreikning fyrir árið 2008. Reikninginn má finna á vefsíðu bankans. 28.9.2009 20:06 Mismunandi kjör banka vegna húsnæðislána Viðskiptavinir Kaupþings og Landsbankans geta ekki treyst því að fá sömu kjör og fólk í viðskiptum við Íslandsbanka - sem geta eftir rúman mánuð fengið milljónir - og jafnvel tugmilljónir af húsnæðislánum sínum afskrifaðar. 28.9.2009 18:50 Marel hækkaði um 5,2% í dag Marel var á mikilli siglingu í kauphöllinni og hækkaði um 5,2% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,9% og stendur í tæpum 809 stigum. 28.9.2009 15:45 Fimm stjörnu lúxus fyrir minna en 25.000 krónur Kreppan hefur gert það ódýrara að búa á lúxus-hótelum. Nú er hægt að leigja sér herbergi á fimm stjörnu hótelum fyrir minna en 25.000 kr. á nóttina í 26 borgum heimsins. 28.9.2009 14:11 Spáir 9% ársverðbólgu í október Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að neysluverð hækki um 0,5% í október næstkomandi og að ársverðbólgan mælist þá 9%. 28.9.2009 14:00 Findus í Bretlandi rís úr öskunni eftir Landsbankaskellinn Verksmiðja Findus í Newcastle er nú að rísa upp úr öskunni en reksturinn komst í þrot skömmu eftir áramótin þegar verksmiðjan brann og kostaði það 430 starfsmenn vinnu sína. Landsbankinn var aðalviðskiptabanki Findus í Bretlandi og þegar bankinn fór í þrot fylgdi Findus með í fallinu. 28.9.2009 13:00 Framtíð Aston Martin óljós, sjóðir eigenda eru tómir Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait. 28.9.2009 12:50 Um 22.000 fyrirtæki hafa ekki skilað ársreikningum Straumur Burðarás og Fáfnir eru meðal þeirra 22.000 fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum til ársreikningaskrár. Listi yfir fyrirtækin hefur verið birtur á vef ríkisskattstjóra. 28.9.2009 12:02 Verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi Þrátt fyrir talsverða hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) nú vegna útsöluloka og fjörkipps í húsnæðisliðnum er ljóst að verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi. Innlendur kostnaðarþrýstingur er lítill, gengi krónu hefur verið tiltölulega stöðugt undanfarna mánuði og sömu sögu má segja um hrávöruverð erlendis. 28.9.2009 11:55 Icelandair eykur áætlunarflug sitt um allt að 10% Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug sitt á næsta ári um allt að 10% og gera stórátak í því að fjölga ferðamönnum til landsins. Icelandair flýgur til Íslands frá 26 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku og mun á næsta sumri fjölga vikulegum ferðum úr 140 í alls 155 flug á viku eða 23 flug daglega á háannatímanum. 28.9.2009 10:47 Glitnir var með svipaða lánastefnu og Kaupþing Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að Glitnir hafi haft svipaða lánastefnu og Kaupþing, það er lán til skyldra aðila og eigenda bankans. 28.9.2009 10:31 Deutsche Bank: Ísland í betri stöðu en Írland Sérfræðingar Deusche Bank telja að Ísland sé í betri stöðu en Írland til að ná sér út úr kreppunni. Þetta kemur fram í minnisblaði frá bankanum sem ber yfirskriftina: "Írland v Ísland: Er munurinn í rauninni aðeins eitt orð?" 28.9.2009 10:16 Niðursveiflan í Litháen hefur náð hámarki Niðursveiflan í Litháen, sem er sú dýpsta innan Evrópusambandslandanna, er líklega að ná hámarki og má búast við því að hagvöxtur verði á næsta ári, haldi eftirspurn áfram að aukast. 28.9.2009 10:00 Gömul sjónvörp eru tuga milljóna virði Talið er að gömul sjónvörp frá millistríðsárinum muni fara á tugi milljóna kr. á uppboði sem haldið verður í þessari viku. Það er uppboðshaldarinn Bonhams sem stendur fyrir uppboðinu. 28.9.2009 09:45 Lánakjörin batna hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur náð samkomulagi við lánadrottna sína um betri kjör á lánum til endurfjármögnunnar félagsins. Tilkynnt var um endurfjármögnunina þann 9. júní en hún fólst í bæði auknum lántökum og hlutafjáraukningu. 28.9.2009 09:20 Ársverðbólgan nær óbreytt í 10,8% Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2009 er 349,6 stig og hækkaði um 0,78% frá fyrra mánuði. Þetta samsvarar því að ársverðbólgan mælist nú 10,8% en hún mældist 10,9% í ágúst. 28.9.2009 09:03 Segir tilboð Íslandsbanka til skuldara vera hlægilegt Marínó G. Njálsson stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna segir að tilboð Íslandsbanka til skuldara í vanda sé hlægilegt. Þetta kemur fram á bloggsíðu Marínós. 28.9.2009 08:57 Lognið heldur áfram á fasteignamarkaðinum 45 kaupsamningum var þinglýst vikuna 18 til 24. september á höfuðborgarsvæðinu sem er litlu meira en meðaltal undangenginna tólf vikna. Þá var velta tæpir 1,2 milljarðar kr. sem er svipað og meðaltal síðustu tólf vikna þar á undan. 28.9.2009 07:56 Danir loka bensíndælunum Sífellt fleiri ökumenn í Danmörku stinga af án þess að greiða reikninginn þegar þeir taka bensín. Nú finnst stjórnendum olíufélaganna nóg komið, eftir því sem fram kemur á JyskeVestkysten. 27.9.2009 19:43 Brown vill lög til að koma í veg fyrir launabónusa Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. 27.9.2009 10:46 Hlutafjáraukning Existu er kolólögleg að mati lögfræðinga Hlutafjáraukning Existu þar sem bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir tryggðu sér meirihluta í félaginu er kolólögleg að mati sérfræðinga sem fréttastofa leitaði álits hjá. Engar aðgerðir eru útilokaðar af hálfu stærstu lífeyrissjóða landsins vegna málefna Existu. 26.9.2009 18:43 AGS býst við hraðari bata í alþjóða hagkerfinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að efnahagsbatinn í alþjóðahagkerfinu verði hraðari en áður var búist við. 26.9.2009 10:21 Þolinmæði kröfuhafa Exista þrotin „Þegar Exista seldi Bakkavör tók steininn úr. Þá þvarr allt traust og við hjá bankanum misstum endanlega þolinmæðina,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. 26.9.2009 06:00 Eignastýringafélag kaupir rúm fimm prósent í Marel Sjóðir á vegum Columbia Wanger Asset Management hafa fest kaup á samtals tæplega 32,2 milljónum hluta í Marel Food Systems hf. sem jafngildir 5,2% eignarhlut. Viðskiptin fara fram á genginu 59,0. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel. 25.9.2009 21:28 Nýja Kaupþing kærir forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara Nýi Kaupþing banki hefur kært forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september 2009 samkvæmt tilkynningu frá bankanum. 25.9.2009 17:27 HB Grandi hækkaði um 2,2% HB Grandi hækkaði um 2,2% í kauphöllinni í dag í viðskiptum upp á 4,6 milljónir kr. Marel hækkaði einnig eða um 0,5%. 25.9.2009 16:04 Landsbankamenn hanna leiki fyrir Apple iPhone og iPod Fyrrum starfsmenn Landsbankans, sem unnu á vefhönnunardeild bankans, vinna nú við að hanna tölvuleiki fyrir Apple iPhone og iPod. Þeir hafa stofnað sitt eigið fyrirtæki utan um þessa starfsemi, Dexoris, og eru þegar með einn leik á markaðinum sem ber nafnið Peter und Vlad. 25.9.2009 15:34 Auðugustu Norðmennirnir tapa 2.100 milljörðum Sameiginlegt tap 400 auðugustu Norðmannana á síðusta ári nemur tæplega 100 milljörðum norskra kr. eða um 2.100 milljörðum kr. Ef litið er á þá 10 sem skipa toppinn á listanum yfir auðugustu menn Noregs er tap þeirra samtals 27 milljarðar norskra kr. eða rúmlega fjórðungur af heildartapi þessa fólks. 25.9.2009 14:24 Hæstiréttur felldi niður heimild stjórnar Soffaníasar Cecilssonar Hæstiréttur felldi í gær úr gildi heimild stjórnar Soffaníasar Cecilssonar á Grundarfirði, til að veita framkvæmdastjóra félagsins umboð til fjárfestinga. 25.9.2009 12:58 Evrubréf ríkissjóðs hafa hækkað um helming í verði Stærsti skuldabréfaflokkur ríkissjóðs sem útgefinn er í evrum hefur hækkað í verði á erlendum mörkuðum um helming (50%) frá byrjun marsmánaðar. Fyrir sjö mánuðum síðan fengust rúmlega 60 cent fyrir hverja evru nafnverðs þessara bréfa en í gær voru verðtilboð í þau nálægt 90 centum á evru nafnverðs. 25.9.2009 12:20 Líkir innistæðubréfum SÍ við urðun kjötfjallsins fyrr á tíð Greining Kaupþings segir að markmið Seðlabankans (SÍ) með endurvakningu á útgáfu innistæðubréfa sé að hækka verð á peningum, þ.e. að hækka innlánsvexti í bankakerfinu, rétt eins og urðun kjötfjallsins á sínum tíma var ætluð til að halda uppi verði á kjöti með því að draga úr umfram framboði á þeirri vöru. 25.9.2009 12:08 Hræðsla bankamanna lamar bankakerfið Ákvörðunarfælni bankastarfsmanna og minnkandi lánsfjáreftirspurn skýrir að mestu leyti af hverju peningar safnast nú fyrir inni í viðskiptabönkunum. Þetta er mat seðlabankastjóra. Hann segir að hræðsla bankamanna við að taka ranga ákvörðun hafi lamandi áhrif á bankakerfið. 25.9.2009 12:04 FME ætlar að koma á fót eigin víkingasveit Fjármálaeftirlitið (FME) ætlar að koma á fót eigin víkingasveit til að koma í veg fyrir annað bankahrun ef marka má orð Gunnars Andersen forstjóra FME í samtali við endurskoðendavefinn Complinet. 25.9.2009 11:32 ,,Armageddon" ef bandarískar skuldir hætta að seljast Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. 25.9.2009 11:09 Áfangastaðir Iceland Express aldrei verið fleiri Iceland Express ætlar að hefja flug til Lúxemborgar næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku frá og með 1. júni, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 22 og hafa aldrei verið fleiri. Nýverið hefur félagið tilkynnt um áætlunarflug til Mílanó á Ítalíu og Birmingham í Bretlandi. 25.9.2009 10:13 Fyrstu hópuppsagnir í sögu Jarðborana Þar sem ljóst er að mannaflaþörf Jarðborana hf. minnkar til muna á næstunni eru uppsagnir um 30 starfsmanna óhjákvæmilegar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem gripið er til hópuppsagna. 25.9.2009 10:02 Forstjóri Atorku lætur af störfum Magnús Jónsson hefur í dag látið af störfum sem forstjóri Atorku Group hf. í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. 25.9.2009 09:54 Ísland með fjórðu hæstu vexti í heimi Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman uplýsingar yfir stýrivexti í fjölmörgum löndum heims og sést þar að þótt vextir séu vissulega háir á Íslandi eru til lönd þar sem vextir eru enn hærri. Ísland er raunar með fjórðu hæstu stýrivexti í heiminum. 25.9.2009 09:28 Óttast að danskir „gulldrengir“ hafi komið auðæfum undan Talið er að talsverður fjöldi fjármálamanna og fasteignabraskara Í Danmörku hafi komið töluverðu af auðæfum sínum undan þrotabúum og geymi peninga sína erlendis. Skiptastjórar þrotabúa þeirra óttast að þessir fjármunir muni aldrei finnast. 25.9.2009 08:35 Sjá næstu 50 fréttir
Aflaverðmætið jókst um 8,4 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 54 milljörðum króna á fyrri helming ársins 2009, samanborið við rúmlega 45 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 8,4 milljarða eða 18,6 % á milli ára. 29.9.2009 09:05
Gjaldþrot fyrirtækja orðin 555 talsins á árinu Í ágúst 2009 voru 12 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 20 fyrirtæki í ágúst 2008. Fyrstu 8 mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 555 talsins. 29.9.2009 09:02
Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 5,8 milljarða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.304 milljarðar kr. í lok ágúst og lækkuðu um 5,8 milljarða kr. í mánuðinum. 29.9.2009 08:47
Staða markaðsskuldabréfa lækkar enn Staða markaðsskuldabréfa í lok ágúst 2009 nam 1.527,7 milljörðum kr. og hækkaði um 11,3 milljarða kr. í mánuðinum, samanborið við lækkun upp á 29,4 milljarða kr. í mánuðinum á undan. 29.9.2009 08:40
Forsætisráðherra: Getum ekki beðið lengur eftir AGS Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að Ísland hafi ekki efni á því að bíða lengur eftir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarri útborgun sjóðsins í framhaldinu. 29.9.2009 08:32
Byggðastofnun tapaði tæpum 1,7 milljörðum, eigið fé horfið Byggðastofnun skilaði 1.663 milljón kr. tapi á fyrri helming ársins. Fjárhagsstaða stofnunarinnar er mjög slæm því samkvæmt árshlutauppgjörinu er eigið fé stofnunarinnar orðið neikvætt um 118,7 milljónir kr. 29.9.2009 08:17
Byr segist víst hafa skilað ársreikningi Forsvarsmenn Byr vilja meina að þeir eigi ekki að vera á svörtum lista ríkisskattstjóra vegna vanskila á ársreikningum. Þeir halda því fram að þeir hafi fyrir löngu afgreitt ársreikning fyrir árið 2008. Reikninginn má finna á vefsíðu bankans. 28.9.2009 20:06
Mismunandi kjör banka vegna húsnæðislána Viðskiptavinir Kaupþings og Landsbankans geta ekki treyst því að fá sömu kjör og fólk í viðskiptum við Íslandsbanka - sem geta eftir rúman mánuð fengið milljónir - og jafnvel tugmilljónir af húsnæðislánum sínum afskrifaðar. 28.9.2009 18:50
Marel hækkaði um 5,2% í dag Marel var á mikilli siglingu í kauphöllinni og hækkaði um 5,2% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,9% og stendur í tæpum 809 stigum. 28.9.2009 15:45
Fimm stjörnu lúxus fyrir minna en 25.000 krónur Kreppan hefur gert það ódýrara að búa á lúxus-hótelum. Nú er hægt að leigja sér herbergi á fimm stjörnu hótelum fyrir minna en 25.000 kr. á nóttina í 26 borgum heimsins. 28.9.2009 14:11
Spáir 9% ársverðbólgu í október Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að neysluverð hækki um 0,5% í október næstkomandi og að ársverðbólgan mælist þá 9%. 28.9.2009 14:00
Findus í Bretlandi rís úr öskunni eftir Landsbankaskellinn Verksmiðja Findus í Newcastle er nú að rísa upp úr öskunni en reksturinn komst í þrot skömmu eftir áramótin þegar verksmiðjan brann og kostaði það 430 starfsmenn vinnu sína. Landsbankinn var aðalviðskiptabanki Findus í Bretlandi og þegar bankinn fór í þrot fylgdi Findus með í fallinu. 28.9.2009 13:00
Framtíð Aston Martin óljós, sjóðir eigenda eru tómir Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait. 28.9.2009 12:50
Um 22.000 fyrirtæki hafa ekki skilað ársreikningum Straumur Burðarás og Fáfnir eru meðal þeirra 22.000 fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum til ársreikningaskrár. Listi yfir fyrirtækin hefur verið birtur á vef ríkisskattstjóra. 28.9.2009 12:02
Verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi Þrátt fyrir talsverða hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) nú vegna útsöluloka og fjörkipps í húsnæðisliðnum er ljóst að verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi. Innlendur kostnaðarþrýstingur er lítill, gengi krónu hefur verið tiltölulega stöðugt undanfarna mánuði og sömu sögu má segja um hrávöruverð erlendis. 28.9.2009 11:55
Icelandair eykur áætlunarflug sitt um allt að 10% Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug sitt á næsta ári um allt að 10% og gera stórátak í því að fjölga ferðamönnum til landsins. Icelandair flýgur til Íslands frá 26 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku og mun á næsta sumri fjölga vikulegum ferðum úr 140 í alls 155 flug á viku eða 23 flug daglega á háannatímanum. 28.9.2009 10:47
Glitnir var með svipaða lánastefnu og Kaupþing Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að Glitnir hafi haft svipaða lánastefnu og Kaupþing, það er lán til skyldra aðila og eigenda bankans. 28.9.2009 10:31
Deutsche Bank: Ísland í betri stöðu en Írland Sérfræðingar Deusche Bank telja að Ísland sé í betri stöðu en Írland til að ná sér út úr kreppunni. Þetta kemur fram í minnisblaði frá bankanum sem ber yfirskriftina: "Írland v Ísland: Er munurinn í rauninni aðeins eitt orð?" 28.9.2009 10:16
Niðursveiflan í Litháen hefur náð hámarki Niðursveiflan í Litháen, sem er sú dýpsta innan Evrópusambandslandanna, er líklega að ná hámarki og má búast við því að hagvöxtur verði á næsta ári, haldi eftirspurn áfram að aukast. 28.9.2009 10:00
Gömul sjónvörp eru tuga milljóna virði Talið er að gömul sjónvörp frá millistríðsárinum muni fara á tugi milljóna kr. á uppboði sem haldið verður í þessari viku. Það er uppboðshaldarinn Bonhams sem stendur fyrir uppboðinu. 28.9.2009 09:45
Lánakjörin batna hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur náð samkomulagi við lánadrottna sína um betri kjör á lánum til endurfjármögnunnar félagsins. Tilkynnt var um endurfjármögnunina þann 9. júní en hún fólst í bæði auknum lántökum og hlutafjáraukningu. 28.9.2009 09:20
Ársverðbólgan nær óbreytt í 10,8% Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2009 er 349,6 stig og hækkaði um 0,78% frá fyrra mánuði. Þetta samsvarar því að ársverðbólgan mælist nú 10,8% en hún mældist 10,9% í ágúst. 28.9.2009 09:03
Segir tilboð Íslandsbanka til skuldara vera hlægilegt Marínó G. Njálsson stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna segir að tilboð Íslandsbanka til skuldara í vanda sé hlægilegt. Þetta kemur fram á bloggsíðu Marínós. 28.9.2009 08:57
Lognið heldur áfram á fasteignamarkaðinum 45 kaupsamningum var þinglýst vikuna 18 til 24. september á höfuðborgarsvæðinu sem er litlu meira en meðaltal undangenginna tólf vikna. Þá var velta tæpir 1,2 milljarðar kr. sem er svipað og meðaltal síðustu tólf vikna þar á undan. 28.9.2009 07:56
Danir loka bensíndælunum Sífellt fleiri ökumenn í Danmörku stinga af án þess að greiða reikninginn þegar þeir taka bensín. Nú finnst stjórnendum olíufélaganna nóg komið, eftir því sem fram kemur á JyskeVestkysten. 27.9.2009 19:43
Brown vill lög til að koma í veg fyrir launabónusa Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. 27.9.2009 10:46
Hlutafjáraukning Existu er kolólögleg að mati lögfræðinga Hlutafjáraukning Existu þar sem bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir tryggðu sér meirihluta í félaginu er kolólögleg að mati sérfræðinga sem fréttastofa leitaði álits hjá. Engar aðgerðir eru útilokaðar af hálfu stærstu lífeyrissjóða landsins vegna málefna Existu. 26.9.2009 18:43
AGS býst við hraðari bata í alþjóða hagkerfinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að efnahagsbatinn í alþjóðahagkerfinu verði hraðari en áður var búist við. 26.9.2009 10:21
Þolinmæði kröfuhafa Exista þrotin „Þegar Exista seldi Bakkavör tók steininn úr. Þá þvarr allt traust og við hjá bankanum misstum endanlega þolinmæðina,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. 26.9.2009 06:00
Eignastýringafélag kaupir rúm fimm prósent í Marel Sjóðir á vegum Columbia Wanger Asset Management hafa fest kaup á samtals tæplega 32,2 milljónum hluta í Marel Food Systems hf. sem jafngildir 5,2% eignarhlut. Viðskiptin fara fram á genginu 59,0. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel. 25.9.2009 21:28
Nýja Kaupþing kærir forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara Nýi Kaupþing banki hefur kært forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september 2009 samkvæmt tilkynningu frá bankanum. 25.9.2009 17:27
HB Grandi hækkaði um 2,2% HB Grandi hækkaði um 2,2% í kauphöllinni í dag í viðskiptum upp á 4,6 milljónir kr. Marel hækkaði einnig eða um 0,5%. 25.9.2009 16:04
Landsbankamenn hanna leiki fyrir Apple iPhone og iPod Fyrrum starfsmenn Landsbankans, sem unnu á vefhönnunardeild bankans, vinna nú við að hanna tölvuleiki fyrir Apple iPhone og iPod. Þeir hafa stofnað sitt eigið fyrirtæki utan um þessa starfsemi, Dexoris, og eru þegar með einn leik á markaðinum sem ber nafnið Peter und Vlad. 25.9.2009 15:34
Auðugustu Norðmennirnir tapa 2.100 milljörðum Sameiginlegt tap 400 auðugustu Norðmannana á síðusta ári nemur tæplega 100 milljörðum norskra kr. eða um 2.100 milljörðum kr. Ef litið er á þá 10 sem skipa toppinn á listanum yfir auðugustu menn Noregs er tap þeirra samtals 27 milljarðar norskra kr. eða rúmlega fjórðungur af heildartapi þessa fólks. 25.9.2009 14:24
Hæstiréttur felldi niður heimild stjórnar Soffaníasar Cecilssonar Hæstiréttur felldi í gær úr gildi heimild stjórnar Soffaníasar Cecilssonar á Grundarfirði, til að veita framkvæmdastjóra félagsins umboð til fjárfestinga. 25.9.2009 12:58
Evrubréf ríkissjóðs hafa hækkað um helming í verði Stærsti skuldabréfaflokkur ríkissjóðs sem útgefinn er í evrum hefur hækkað í verði á erlendum mörkuðum um helming (50%) frá byrjun marsmánaðar. Fyrir sjö mánuðum síðan fengust rúmlega 60 cent fyrir hverja evru nafnverðs þessara bréfa en í gær voru verðtilboð í þau nálægt 90 centum á evru nafnverðs. 25.9.2009 12:20
Líkir innistæðubréfum SÍ við urðun kjötfjallsins fyrr á tíð Greining Kaupþings segir að markmið Seðlabankans (SÍ) með endurvakningu á útgáfu innistæðubréfa sé að hækka verð á peningum, þ.e. að hækka innlánsvexti í bankakerfinu, rétt eins og urðun kjötfjallsins á sínum tíma var ætluð til að halda uppi verði á kjöti með því að draga úr umfram framboði á þeirri vöru. 25.9.2009 12:08
Hræðsla bankamanna lamar bankakerfið Ákvörðunarfælni bankastarfsmanna og minnkandi lánsfjáreftirspurn skýrir að mestu leyti af hverju peningar safnast nú fyrir inni í viðskiptabönkunum. Þetta er mat seðlabankastjóra. Hann segir að hræðsla bankamanna við að taka ranga ákvörðun hafi lamandi áhrif á bankakerfið. 25.9.2009 12:04
FME ætlar að koma á fót eigin víkingasveit Fjármálaeftirlitið (FME) ætlar að koma á fót eigin víkingasveit til að koma í veg fyrir annað bankahrun ef marka má orð Gunnars Andersen forstjóra FME í samtali við endurskoðendavefinn Complinet. 25.9.2009 11:32
,,Armageddon" ef bandarískar skuldir hætta að seljast Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. 25.9.2009 11:09
Áfangastaðir Iceland Express aldrei verið fleiri Iceland Express ætlar að hefja flug til Lúxemborgar næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku frá og með 1. júni, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 22 og hafa aldrei verið fleiri. Nýverið hefur félagið tilkynnt um áætlunarflug til Mílanó á Ítalíu og Birmingham í Bretlandi. 25.9.2009 10:13
Fyrstu hópuppsagnir í sögu Jarðborana Þar sem ljóst er að mannaflaþörf Jarðborana hf. minnkar til muna á næstunni eru uppsagnir um 30 starfsmanna óhjákvæmilegar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem gripið er til hópuppsagna. 25.9.2009 10:02
Forstjóri Atorku lætur af störfum Magnús Jónsson hefur í dag látið af störfum sem forstjóri Atorku Group hf. í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. 25.9.2009 09:54
Ísland með fjórðu hæstu vexti í heimi Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman uplýsingar yfir stýrivexti í fjölmörgum löndum heims og sést þar að þótt vextir séu vissulega háir á Íslandi eru til lönd þar sem vextir eru enn hærri. Ísland er raunar með fjórðu hæstu stýrivexti í heiminum. 25.9.2009 09:28
Óttast að danskir „gulldrengir“ hafi komið auðæfum undan Talið er að talsverður fjöldi fjármálamanna og fasteignabraskara Í Danmörku hafi komið töluverðu af auðæfum sínum undan þrotabúum og geymi peninga sína erlendis. Skiptastjórar þrotabúa þeirra óttast að þessir fjármunir muni aldrei finnast. 25.9.2009 08:35