Icelandair eykur áætlunarflug sitt um allt að 10% 28. september 2009 10:47 Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug sitt á næsta ári um allt að 10% og gera stórátak í því að fjölga ferðamönnum til landsins. Icelandair flýgur til Íslands frá 26 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku og mun á næsta sumri fjölga vikulegum ferðum úr 140 í alls 155 flug á viku eða 23 flug daglega á háannatímanum. Í tilkynningu segir að sala farseðla samkvæmt þessari nýju og auknu áætlun hófst nú fyrir helgi. Icelandair bætir einni Boeing 757 farþegaþotu í áætlunarflugflotann og verður með 12 þotur í rekstri næsta sumar. Með þessari aukningu mun félagið þétta áætlun sína til fjölmargra staða og bæta við tveimur áfangastöðum, Brussel í Belgíu og Þrándheimi í Noregi. "Við ætlum einfaldlega að grípa það tækifæri sem við sjáum nú til að auka sölu Íslandsferða með arðbærum hætti. Við teljum að mikil umfjöllun um landið erlendis undanfarið og lágt gengi krónunnar skapi aukna sölumöguleika á ýmsum mörkuðum," segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair í tilkynningunni „Nú er komin á sú reynsla hjá fagaðilum erlendis og almenningi að þjónusta á Íslandi er góð þó samdráttur sé í efnahagslífinu og Ísland er jafn áhugaverður staður og verið hefur - jafnvel ennþá áhugaverðari. Við teljum rétt að nýta með þessum hætti þann styrk og sveigjanleika sem felst í því að reka öflugt markaðsstarf bæði hér heima og á mörkuðum okkar erlendis, og herðum enn róðurinn ytra." Icelandair gerir ráð fyrir því að aukningin í framboði félagsins fjölgi ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og að þeir muni koma með sem svarar sex milljörðum króna í erlendum gjaldeyri til kaupa á vöru og þjónustu. Þá mun þessi viðbót skapa um 100 bein störf í flugi og flugþjónustu félagsins og auk þess má gera ráð fyrir að yfir þrjú hundruð störf verði til í almennri ferðaþjónustu um landið til að sinna þessum fjölda ferðamanna. "Við ákvörðun um þessa aukningu horfum við auðvitað fyrst og fremst til arðsemi Icelandair, en það er vissulega gleðilegt að aukin sala erlendis hefur mikil áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi. Þetta er gríðarlega atvinnuskapandi grein og mikilvægt að stjórnvöld og raunar allur almenningur styðji við hana", segir Birkir Hólm. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug sitt á næsta ári um allt að 10% og gera stórátak í því að fjölga ferðamönnum til landsins. Icelandair flýgur til Íslands frá 26 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku og mun á næsta sumri fjölga vikulegum ferðum úr 140 í alls 155 flug á viku eða 23 flug daglega á háannatímanum. Í tilkynningu segir að sala farseðla samkvæmt þessari nýju og auknu áætlun hófst nú fyrir helgi. Icelandair bætir einni Boeing 757 farþegaþotu í áætlunarflugflotann og verður með 12 þotur í rekstri næsta sumar. Með þessari aukningu mun félagið þétta áætlun sína til fjölmargra staða og bæta við tveimur áfangastöðum, Brussel í Belgíu og Þrándheimi í Noregi. "Við ætlum einfaldlega að grípa það tækifæri sem við sjáum nú til að auka sölu Íslandsferða með arðbærum hætti. Við teljum að mikil umfjöllun um landið erlendis undanfarið og lágt gengi krónunnar skapi aukna sölumöguleika á ýmsum mörkuðum," segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair í tilkynningunni „Nú er komin á sú reynsla hjá fagaðilum erlendis og almenningi að þjónusta á Íslandi er góð þó samdráttur sé í efnahagslífinu og Ísland er jafn áhugaverður staður og verið hefur - jafnvel ennþá áhugaverðari. Við teljum rétt að nýta með þessum hætti þann styrk og sveigjanleika sem felst í því að reka öflugt markaðsstarf bæði hér heima og á mörkuðum okkar erlendis, og herðum enn róðurinn ytra." Icelandair gerir ráð fyrir því að aukningin í framboði félagsins fjölgi ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og að þeir muni koma með sem svarar sex milljörðum króna í erlendum gjaldeyri til kaupa á vöru og þjónustu. Þá mun þessi viðbót skapa um 100 bein störf í flugi og flugþjónustu félagsins og auk þess má gera ráð fyrir að yfir þrjú hundruð störf verði til í almennri ferðaþjónustu um landið til að sinna þessum fjölda ferðamanna. "Við ákvörðun um þessa aukningu horfum við auðvitað fyrst og fremst til arðsemi Icelandair, en það er vissulega gleðilegt að aukin sala erlendis hefur mikil áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi. Þetta er gríðarlega atvinnuskapandi grein og mikilvægt að stjórnvöld og raunar allur almenningur styðji við hana", segir Birkir Hólm.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira