Viðskipti innlent

Gjaldþrot fyrirtækja orðin 555 talsins á árinu

Í ágúst 2009 voru 12 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 20 fyrirtæki í ágúst 2008. Fyrstu 8 mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 555 talsins.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að á fyrstu átta mánuðum ársins 2008 voru 470 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir 17% aukningu milli ára.

Eftir atvinnugreinum, fyrstu 8 mánuði ársins, voru flest gjaldþrot eða 150 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 103 í Heild- og smásöluverslun, viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×