Viðskipti innlent

Staða markaðsskuldabréfa lækkar enn

Staða markaðsskuldabréfa í lok ágúst 2009 nam 1.527,7 milljörðum kr. og hækkaði um 11,3 milljarða kr. í mánuðinum, samanborið við lækkun upp á 29,4 milljarða kr. í mánuðinum á undan.

 

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að skráð bréf atvinnufyrirtækja lækkuðu mest í mánuðinum eða um 3,2 milljarða kr. og nam staða þeirra í lok ágúst um 250,1 milljörðum kr. Staða ríkisbréfa nam 300,8 milljörðum kr. í lok ágúst, samanborið við 166,6 milljarða kr. í sama mánuði árið áður.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×