Viðskipti innlent

Marel hækkaði um 5,2% í dag

Marel var á mikilli siglingu í kauphöllinni og hækkaði um 5,2% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,9% og stendur í tæpum 809 stigum.

 

Össur hækkaði um 1,2% og Föroya Banki um 0,35%. Hinsvegar lækkaði Century Aluminium um tæp 4,4%.

 

Töluvert var að gera á skuldabréfamarkaðinum og nam veltan í dag tæpum 12,9 milljörðum kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×