Fleiri fréttir

Töluvert dregur úr tapi Bakkavarar milli ára

Tap Bakkavarar á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 8,1 milljónum punda, eða rúmum 1,5 milljarði kr. á tímabilinu samanborið við 12,8 milljóna punda tap á sama tímabili í fyrra.

Erlendir fjárfestar vildu fá Icelandair

„Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa áhrifahlut í flugfélaginu,“ segir Einar Sveinsson, einn eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta og stjórnarmaður í Icelandair Group.

Fá hugbúnað í flotastjórn

TrackWell og Landflutningar – Samskip hafa undirritað samning um innleiðingu á TrackWell Flota fyrir bílaflota Landflutninga og undirverktaka.

Félag(i) Hannes?

Og enn um athafnamenn því Vísir greindi frá því í vikunni að skuldir Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group (nú Stoða), næmu hátt í 45 milljörðum króna að því gefnu að hann hafi ekkert greitt niður af skuldabagganum frá árslokum 2007.

Eftir atvikum

Þótt fjármálakreppan hafi bugað og beygt marga af auðugustu einstaklingum landsins telst þeim til tekna að þeir hafa húmor fyrir aðstæðum sínum.

Alþjóðlegar veislur víkja fyrir flatkökum og kaffi

Aðalfundur Bakkavarar stendur nú yfir. Alla jafna hefur talsverð reisn verið á aðalfundum félagsins og má á stundum vart greina hvort verið sé að halda heljarinnar partí eða fara yfir ársskýrslu.

Sekt og áminning hjá Straumi

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Straum opinberlega og beita févíti að upphæð 1,5 milljónir kr. vegna atvika þar sem útgefandi er talinn hafa gerst brotlegur við ákvæði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Um er að ræða lán Seðlabankans til Straums sem visir.is greindi frá á sínum tíma.

Skilanefndir sýna starfsmönnum óbilgirni

Kurr er meðal bankastarfsmanna vegna meintrar óbilgirni skilanefnda SPRON, Sparisjóðabankans og Straums við afgreiðslu á launakröfum og öðrum kjarabundnum réttindum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að launakröfur séu forgangsmál.

Kauphöllin áminnir og sektar Bakkavör

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Bakkavör opinberlega og beita félagið févíti að fjárhæð 1,5 milljón kr. fyrir brot á reglum Kauphallarinnar.

Bankarnir stofna eignaumsýslufélög

Ríkisbankarnir þrír hafa allir stofnað eignumsýslufélög til að halda utan um þau fyrirtæki og eignir sem bankinn leysir til sín.

Jákvæður dagur í kauphöllinni

Dagurinn endaði á jákvæðum nótum í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,97% og stendur í rúmum 253 stigum.

Auroru-sjóður úthlutar 11 milljónum til hönnuða

Hönnunarsjóður Auroru mun úthluta styrkjum til íslenskra hönnuða í hádeginu á morgun, miðvikudag, á Kjarvalsstöðum. Um er að ræða fyrstu úthlutun sjóðsins sem var stofnaður fyrr á árinu af Auroru velgerðarsjóði. Um er að ræða 11 milljónir kr. til 9 aðila.

Kosið verður um uppgjörið hjá Kaupþingi á Mön

Eyjaskeggjar á Mön sem áttu innistæður hjá útibúi Singer & Friedlander banka Kaupþings á eyjunni munu á næstunni kjósa um hvort þeir gangi að samkomulagi stjórnvalda á Mön um uppgjör á kröfum þeirra.

Rannsóknir á Drekasvæðinu gætu hafist í sumar

Bandaríska fyrirtækið Ion GX Technology hefur sótt um leitarleyfi á Drekasvæðinu en fyrirtækið vill framkvæma mælingar á svæðinu í sumar til að selja áfram til fyrirtækjanna sem sóttu um sérleyfin. Samþykki Orkustofnun umsóknina verður hægt að byrja rannsóknir á Drekasvæðinu strax í sumar.

Gengi Century Aluminum hækkar um 5,43 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 5,43 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hefur gengi bréfa Marel Food Systems hækkað um 0,51 prósent.

Samið við Bresku Jómfrúreyjar um upplýsingamiðlun

Norrænu ríkin ætla að halda áfram samstarfi til að stöðva undanskot til svokallaðra skattaparadísa. Á blaðamannafundi í gær maí undirrituðu fulltrúar allra landanna samning við Bresku Jómfrúreyjarnar um upplýsingamiðlun.

American Express segir 4.000 manns upp

Bandaríska kreditkortafyrirtækið American Express sér fram á að þurfa að fækka starfsfólki sínu um 4.000 manns sem eru sex prósent allra sem þar starfa.

Hannes skuldar 45 milljarða

Skuldir Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, nema hátt í 45 milljörðum króna. Eignir Hannesar, sem námu 30 milljörðum, fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan eru nánast verðlausar.

Bakkavör endaði daginn í mínus 29,1%

Bakkavör var í mikilli niðursveiflu í kauphöllinni í dag og endaði daginn í mínus 29.1%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% og stendur í tæpum 252 stigum.

Wall Street byrjar vikuna með uppsveiflu

Markaðir á Wall Street hafa verið í töluverðri uppsveiflu í byrjun dagsins þar í dag eftir að hafa endað síðustu viku í nokkrum mínus. Það eru einkum hlutir í bönkum vestanhafs sem knýja hækkanir nú.

Rökke tryggir sér 195 milljarða samning í Kaspíahafi

Aker Solutions, félag Kjell Inge Rökke í Noregi, hefur tryggt sér samning í tengslum við olíuvinnslu í Kaspíahafi. Er talið að verðmæti samningsins sé 10 milljarðar norskra kr. eða um 195 milljarðar kr.

Volkswagen eykur umtalsvert við markaðshlutdeild sína

Volkswagen Group hefur aukið markaðshlutdeild sína umtalsvert miðað við helstu keppinauta á heimssölumarkaðnum. Meðan heildarsala bíla í heiminum hefur minnkað um u.þ.b. 20% hefur aðeins orðið 4,7% samdráttur hjá Volkswagen Group.

Obama er íhaldssamur í persónulegum fjárfestingum

Þegar kemur að persónulegum fjárfestingum er Barack Obama bandaríkjaforseti mjög íhaldssamur að því er segir í grein um málið á CNN Money. Stærstur hluti fjárfestinga forsetans er í bandarískum ríkisskuldabréfum.

Langflug ehf. næst stærst í Icelandair Group

Eftir að Íslandsbanki eignaðist samtals tæplega 47% hlut í Icelandair Group í morgun er Langflug ehf. orðið næst stærsti hluthafinn með 23,84. Stærsti eigandi Langflugs er svo aftur Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga.

Sjá næstu 50 fréttir