Erlendir fjárfestar vildu fá Icelandair Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar: skrifar 20. maí 2009 08:25 Einar Sveinsson „Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa áhrifahlut í flugfélaginu," segir Einar Sveinsson, einn eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta og stjórnarmaður í Icelandair Group. Félögin áttu 39 prósenta hlut í Icelandair Group í tvö ár þar til í fyrradag þegar Íslandsbanki nýtti utanþáguheimild Fjármálaeftirlitsins og tók hann með veðkalli. Erlendir fjárfestar og fyrirtæki, einn frá Bandaríkjunum en hinir evrópskir, höfðu áhuga á að kaupa hlut félaganna í Icelandair Group. Því til viðbótar hafði norræna flugfélagið SAS viðrað áhuga á því ári fyrr. Áhuga hinna varð vart þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi í fyrra. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Einar og fjölskylda hans hafi verið mótfallin öllum hugmyndum um sölu á Icelandair-hlutnum út fyrir landsteina í hendur erlendra aðila. Var því afráðið að sitja af sér hremmingar í efnahagslífinu í stað þess að draga úr áhættunni og selja hlutinn. Viðræður voru þegar hafnar við Glitni (nú Íslandsbanka) um endurskipulagningu Máttar í kjölfar þeirra vandræða sem Milestone, félag bræðranna Karl og Steingríms Wernerssona, hafði ratað í. „Ég hafði ekki áhuga á að selja félagið útlendingum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum við útlönd og má segja að það sé hluti af sjálfstæði landsins," segir Einar og bætir við að viðræður hafi aldrei farið af stað. Gengi bréfa Icelandair Group stóð í 27,75 krónum á hlut í byrjun síðasta árs en var komið niður í 13,10 í lok þess. Verðmæti eignarhlutar félaga bræðranna fór úr 10,5 milljörðum króna niður í fimm milljarða í árslok. Samkvæmt yfirtökuverði Íslandsbanka, sem miðaðist við lokagengi bréfa í félaginu á föstudag, nemur heildarverðmætið 1,7 milljörðum króna. Einar segir stjórnendur félagsins ósátta við yfirtökuna. Hins vegar verði hvorki farið í mál við Íslandsbanka vegna málsins né mats krafist á yfirtökuverðinu þar sem ákvörðun bankans um yfirtöku byggðist á lánasamningi. Íslandsbanki varð umsvifamesti hluthafi Icelandair Group í kjölfar yfirtökunnar á mánudagsmorgun og situr nú á 47 prósenta hlut í flugrekstrarfélaginu. Sömu örlög eru sögð bíða Langflugs ehf, næststærsta hluthafa Icelandair Group sem á tæplega 24 prósenta hlut. Þar um borð eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem á tvo þriðju hluta á móti fjárfestingarfélaginu Gift. Eftir því sem næst verður komist þraut félagið örendi vegna skulda og hafði verið stýrt með óformlegum hætti úr höfuðstöðvum Landsbankans um nokkurra mánaða skeið. Ekki náðist í fyrirtækjasvið Landsbankans til að leita eftir svörum á því hvenær hluturinn yrði formlega tekinn yfir af bankanum. Þegar það verður munu bankarnir stýra sjötíu prósentum af hlutafé Icelandair Group. Markaðir Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Sjá meira
„Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa áhrifahlut í flugfélaginu," segir Einar Sveinsson, einn eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta og stjórnarmaður í Icelandair Group. Félögin áttu 39 prósenta hlut í Icelandair Group í tvö ár þar til í fyrradag þegar Íslandsbanki nýtti utanþáguheimild Fjármálaeftirlitsins og tók hann með veðkalli. Erlendir fjárfestar og fyrirtæki, einn frá Bandaríkjunum en hinir evrópskir, höfðu áhuga á að kaupa hlut félaganna í Icelandair Group. Því til viðbótar hafði norræna flugfélagið SAS viðrað áhuga á því ári fyrr. Áhuga hinna varð vart þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi í fyrra. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Einar og fjölskylda hans hafi verið mótfallin öllum hugmyndum um sölu á Icelandair-hlutnum út fyrir landsteina í hendur erlendra aðila. Var því afráðið að sitja af sér hremmingar í efnahagslífinu í stað þess að draga úr áhættunni og selja hlutinn. Viðræður voru þegar hafnar við Glitni (nú Íslandsbanka) um endurskipulagningu Máttar í kjölfar þeirra vandræða sem Milestone, félag bræðranna Karl og Steingríms Wernerssona, hafði ratað í. „Ég hafði ekki áhuga á að selja félagið útlendingum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum við útlönd og má segja að það sé hluti af sjálfstæði landsins," segir Einar og bætir við að viðræður hafi aldrei farið af stað. Gengi bréfa Icelandair Group stóð í 27,75 krónum á hlut í byrjun síðasta árs en var komið niður í 13,10 í lok þess. Verðmæti eignarhlutar félaga bræðranna fór úr 10,5 milljörðum króna niður í fimm milljarða í árslok. Samkvæmt yfirtökuverði Íslandsbanka, sem miðaðist við lokagengi bréfa í félaginu á föstudag, nemur heildarverðmætið 1,7 milljörðum króna. Einar segir stjórnendur félagsins ósátta við yfirtökuna. Hins vegar verði hvorki farið í mál við Íslandsbanka vegna málsins né mats krafist á yfirtökuverðinu þar sem ákvörðun bankans um yfirtöku byggðist á lánasamningi. Íslandsbanki varð umsvifamesti hluthafi Icelandair Group í kjölfar yfirtökunnar á mánudagsmorgun og situr nú á 47 prósenta hlut í flugrekstrarfélaginu. Sömu örlög eru sögð bíða Langflugs ehf, næststærsta hluthafa Icelandair Group sem á tæplega 24 prósenta hlut. Þar um borð eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem á tvo þriðju hluta á móti fjárfestingarfélaginu Gift. Eftir því sem næst verður komist þraut félagið örendi vegna skulda og hafði verið stýrt með óformlegum hætti úr höfuðstöðvum Landsbankans um nokkurra mánaða skeið. Ekki náðist í fyrirtækjasvið Landsbankans til að leita eftir svörum á því hvenær hluturinn yrði formlega tekinn yfir af bankanum. Þegar það verður munu bankarnir stýra sjötíu prósentum af hlutafé Icelandair Group.
Markaðir Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Sjá meira